Skólavarðan - 01.09.2005, Blaðsíða 15

Skólavarðan - 01.09.2005, Blaðsíða 15
15 SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 5. ÁRG. 2005 Jónsson félagsmenn FG og SÍ og sagði meðal annars: „Ágætu félagsmenn – þið eruð hetjur. Samstaðan sem þið sýnið er einstök og ég er stoltur af því að vera hluti af forystu svona hóps.“ „Svo lendum við í því,“ segir Ólafur, „eftir alla þessa vinnu og fórnir, að fá á okkur lög. Það má líkja því við að vera í bíl á fullri ferð og lenda beint á steinvegg. Allt í einu stopparðu. Þegar menn eru búnir að vera í miklum átökum í langan tíma þá heimta þeir árangur. Svo fá þeir á sig lög - en takmarkaðan árangur. Auðvitað vonuðum við að til þessa kæmi ekki. Það kom enda berlega í ljós í mótmælum á Austurvelli í kjölfarið hvaða hug félags- menn báru til þessara aðgerða.“ Gerðardómur eða samningar Eftir lagasetninguna var samningsaðilum gefinn tiltekinn frestur til að ná saman. Ef það tækist ekki beið grunnskólakennara ekkert nema gerðardómur og úrskurður hans. „Annaðhvort var að fara í gerðardóm eða semja,“ segir Ólafur. „Þetta er eins og að bjóða manni að slá sig í höfuðið með hamri eða steini. Hvort tveggja er sárt en þú velur það sem þú heldur að skaði þig minna. Sá kosturinn sem var „minna vondur“ varð fyrir valinu. En þetta voru samt ekki alvondir kjarasamningar. Til dæmis var kennsluskyldan lækkuð úr 28 tímum í 26 og breyting varð á skilgreiningu verkstjórnarþáttar samningsins, það er 9,14 tímunum. Yngstu kennararnir hækkuðu mest í launum en þetta voru meðal annars atriði sem við settum á oddinn í samnin- gunum.“ Ólafur telur að þjóðinni hafi blöskrað þeir afarkostir sem kennurum voru settir. „Í skoðanakönnun áður en dró til verkfalls var fólk spurt hvað því fyndist eðlilegt að einstaklingur með þriggja ára háskóla- menntun að baki hefði í laun í upphafi starfs. Niðurstaðan var um 250 þúsund krónur í meðallaun. Þegar kennarar sjálfir voru spurðir nefndu þeir um tíu þúsund krónum lægri upphæð. Ég held að mjög margir séu sammála um það, hvort sem það er afleiðing af verkfallinu eða ekki, að kennarastarfið þarf að vera betur borgað. Þetta er starf sem við viljum og eigum að borga vel fyrir. Það eru nægir peningar í samfélaginu eins og sést á hagnaði bankanna og ýmissa stórfyrirtækja. Sveitarfélögin einfaldlega kusu að semja ekki.“ Skýldu sér bak við Launanefndina Ólafur segist telja að sum sveitarfélög hafi skýlt sér á bak við Launanefnd sveitarfélaga í samningaferlinu. „Það var sama við hvaða pólitíkus var talað, svarið var alltaf „sorrí, ég má ekki gera neitt fyrir Launanefndinni.“ Auðvitað eru til sveitarfélög sem vilja forgangsraða á annan hátt, til dæmis má benda á Garðabæ sem hefur sýnt mikið frumkvæði í sinni menntastefnu. Ég þykist viss um að fleiri sveitarfélög vilja setja skólann ofarlega í forgang.“ Árangurstengd laun eru hins vegar flókin lausn, að mati Ólafs. „Þessi umræða hefur komið upp, hvort bestu kennararnir eigi ekki skilið hæstu launin. En hvaða kennari er bestur? Skóli er ekki framleiðslufyrirtæki sem framleiðir mælanlega vöru. Einkunnir segja lítið um árangur í skólastarfi. Er þetta spurning um framfarir nemenda á milli ára? Hvaða þætti á að leggja til grundvallar? Þar sem ég hef sjálfur gert mest gagn sem kennari er í kennslu barna sem eiga erfitt með að læra og fengu lágar einkunnir en tóku góðum framförum. Á ég þá að fá hærri eða lægri laun en næsti maður? Þetta er mál sem kennarar þurfa að skoða vel og taka til umræðu.“ Málið leyst Ýmsar leiðir hafa verið farnar í kjarabaráttu grunnskólakennara undanfarin ár, allt frá því að samningsaðilar sitji saman KYNNING FORYSTUMANNA „Þetta er starf sem við viljum og eigum að borga vel fyrir,“ segir Ólafur Loftsson um kennarastarfið.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.