Skólavarðan - 01.09.2005, Blaðsíða 21
21
SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 5. ÁRG. 2005
Félagsmönnum Kennarasambandsins bjóðast
til leigu í vetur ellefu staðir víðsvegar um landið:
• Á Sóleyjargötu 25 og 33 í Reykjavík eru tíu íbúðir og fi mm
herbergi í boði. Verð er mismunandi eftir stærð. Fyrstu tvær
næturnar eru alltaf dýrastar, eða frá kr. 5.000,- til 6.000,- í íbúð,
en síðan kostar hver nótt frá kr. 1.500,- til 2.500. Herbergin
á Sóleyjargötu 33 kosta frá kr. 3.300,- til 3.900,- fyrstu tvær
næturnar en síðan kostar hver viðbótarnótt kr. 1.000,-.
• Orlofssjóður KÍ á orlofshús að Flúðum, þrettán talsins í
Ásabyggð og sex hús í Heiðarbyggð. Í Kjarnaskógi við Akureyri
eiga félagsmenn fjögur hús.
• Orlofssjóður leigir einnig þrjár íbúðir fyrir félagsmenn á
Akureyri; við Hafnarstræti, Þingvallastræti og í Smárahlíð.
• Orlofssjóður KÍ hefur gert samning við nokkra einkaaðila og
leigir út eignir þeirra á orlofsvefnum. Því eru til leigu hús að
Skógum undir Eyjafjöllum, Eystra Miðfelli í Hvalfi rði og Ölkeldu
á Snæfellsnesi.
• Að auki auglýsir Orlofssjóður tíu aðra staði í vetrarleigu á vef
sínum.
Bókanir fara fram á orlofsvefnum. Farið er inn á vefi nn secure.
ki.is/orlofsvefur og hægt er að bóka og borga allt að fjórum
mánuðum fram í tímann. Þann fyrsta september var opnað fyrir
desemberbókanir svo að þeir sem hyggja á leigu orlofshúsnæðis
um jól og áramót geta bókað strax. Athugið að ekki er lengur
úthlutað um jól og páska.
Hótelmiðar
Í vetur verður boðið upp á hótelmiða á sex hótelum Icelandair
Hotels, þ.e. Hótel Loftleiðum, Flughótelinu í Kefl avík, Hótel
Kirkjubæjarklaustri, Hótel Flúðum, Hótel Héraði og Hótel Hamri
í Borgarfi rði. Með niðurgreiðslu Orlofssjóðs kosta hótelmiðarnir
frá kr. 5.000,- til 5.900,-.
Einnig standa til boða niðurgreiddir hótelmiðar á Hótel Kefl avík,
Hótel Ólafsvík og Gistiheimilinu Ölbu í Reykjavík. Félagsmenn
panta sjálfi r gistingu á viðkomandi gististað en greiða með
hótelmiðum. Þeir eru seldir á orlofsvefnum https://secure.ki.is/
orlofsvefur undir krækjunni „Ávísanir“.
Spánn
Unnið er að samningum við Sumarferðir vegna ferða næsta
sumar. Boðið verður upp á fl ug til Alicante og gistingu í Torrevieja
og Calpe. Ferðatilboð verða kynnt nánar í næsta tölublaði Skóla-
vörðunnar. Bókanir í Spánarferðir næsta sumar hefjast í desember
hjá Sumarferðum.
Kanarí í vetur fyrir kennara á eftirlaunum
Í vetur verður boðið upp á þrjár ferðir til Kanaríeyja fyrir félaga í
FKE, Félagi kennara á eftirlaunum. Ferðirnar eru niðurgreiddar af
Orlofssjóði KÍ. Nánari upplýsingar er að fi nna á vef KÍ, www.ki.is
Vetrarleiga
Veturinn framundan hjá Orlofssjóði KÍ
Orlofssjóður KÍ starfar allt árið og er þjónustan fjölbreytt, enda félagsmenn margir og óskir
þeirrra margvíslegar. Hér er greint frá helstu orlofstilboðum sem félagsmenn KÍ geta nýtt sér í
vetur. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Orlofssjóðs KÍ ki.skyrr.is/orlof og einnig
geta félagsmenn farið inn á vef Kennarasambandsins www.ki.is og smellt á „Orlofssjóður“ undir
stikunni vinstra megin á síðunni. Innskráning til að bóka sig og borga er á orlofsvefnum sjálfum,
secure.ki.is/orlofsvefur
ORLOFSMÁL
Lj
ós
m
yn
d
fr
á
O
rlo
fs
sj
óð
i K
Í