Skólavarðan - 01.09.2005, Blaðsíða 5

Skólavarðan - 01.09.2005, Blaðsíða 5
5 GESTASKRIF SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 5. ÁRG. 2005 Þor steinn Gunn ars son Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil umræða bæði hérlendis og víða erlendis um leiðir til að koma til móts við vaxandi fjölbreytileika í skólum hvað varðar uppruna, tungumál, menningu og trúar- brögð barna. Segja má að nokkur áherslubreyting hafi orðið í þeirri umræðu meðal fræðimanna á sviði menntunar og félagsvísinda almennt. Áður var megináhersla lögð á að rann- saka og ræða árangur barna í minnihluta- hópum og gjarnan litið á þau sem börn með sérþarfi r. Þessi áhersla er enn ríkjandi nokkuð víða, bæði hérlendis og erlendis. Í nýjum og nýlegum rannsóknum og umræðu fræðimanna um skólastarf í fjölmenningarsamfélagi er í auknum mæli tekist á við stærri samfélagslegar spurningar um jafnrétti og mismunun. Í því sambandi er m.a. rætt um hvernig á að innlima bæði meirihluta- og minni- hlutanemendur í þróun menntunar í fjöl- menningarsamfélagi og hver heildarsýn á skólann í slíku samfélagi skuli vera (Gay, 2000; May, 1999; Nieto, 1999; Ladson-Billings, 2001; Banks & Banks, 2003; Wrigley, 2000; Wrigley, 2003). Í þessari grein mun ég fjalla örstutt um ofangreindar áherslubreytingar en bendi þeim, sem vilja kynna sér málin nánar, á nýjar og áhugaverðar heimildir sem skráðar eru hér fyrir neðan. Nýjar áherslur hafa verið rökstuddar með eftirfarandi atriðum: Fyrri áherslur hafa ýtt undir ójöfnuð, þ.e. börn af erlendum uppruna hafa verið annars fl okks í skóla- kerfi nu og gjarnan fl okkuð undir einn hatt sem börn með sérþarfi r. Lög og reglur um mannréttindi og jafnrétti, m.a. í Barnasáttmála SÞ (Samningur Sam- einuðu þjóðanna um réttindi barnsins nr. 18/1992), hafa ekki náð að móta skólastarf í nægilega ríkum mæli. Aukin samskipti ríkja, nýir milliríkjasamningar, tíðari fl utningar fjölskyldna milli landa, tímabundið eða til lengri tíma, kalla á breyttar áherslur í skólastarfi . Skóli með fjölmenningarlega heildarsýn undirbýr öll börn betur fyrir slíkt umhverfi . Ný heildarsýn En hvaða breytingar þurfa að eiga sér stað til að öll börn og fjölskyldur þeirra megi vel við una? Segja má að huga þurfi að öllum hliðum skólastarfs ef auka á jöfnuð í því. Fræðimenn eru nokkuð sammála um að ekki nægi að taka upp nýja kennsluhætti eða námsefni heldur þurfi breytingar á viðhorfum og nýja heildarsýn á skólastarfi ð. Einnig þurfi að líta á skólasamfélagið sem samfélag kennara og annars starfsfólks skóla, nemenda og foreldra og að allir eigi þátttökurétt í mótun þess. Hin nýja heildarsýn felur í sér breytingar á eftirtöldum þáttum skólastarfs og getur eftirfarandi umfjöllun átt við leik-, grunn- eða framhaldsskóla: 1. Námskrá. Námskráin þarf að vera þannig uppbyggð að hún vísi í veruleika og reynsluheim allra barna í skólanum og hafi merkingu fyrir þau. Breytingar sem þyrfti að gera á hefðbundinni námskrá í íslenskum skóla eru til dæmis að taka í auknum mæli inn ólík sjónarhorn á hin ýmsu viðfangsefni og auka hlut gagnrýninnar hugsunar í skólastarfi almennt, svo og að virkja kennara, foreldra og börn í þróun námskrárinnar. 2. Kennslufræði. Kennslufræði sem lögð er til grundvallar og kennsluaðferðir þurfa að tryggja að allir nemendur hafi aðgang að námsferlinu. Leggja þarf áherslu á kennsluaðferðir sem miða að samvinnu, samskiptum, samstöðu og virðingu. 3. Námsmat. Mikilvægt er að námsmat sé þannig úr garði gert að það taki tillit til fjölbreytileikans í barnahópnum og ólíkrar hæfni einstaklinga, þ.e. fjölbreytt og alhliða námsmat. 4. Heildarskipulag og stjórnun skóla. Hér er m.a. rætt um að bekkjakerfi í grunn- skólum víki fyrir opnari formum, ýmiss konar hópaskipulag geti komið í staðinn. Einnig er lögð áhersla á að aðgangur að stjórnendum sé opinn kennurum, foreldrum og börnum og að ákvarðanir séu teknar á lýðræðislegan hátt. Ekki síst séu börn og foreldrar virkir þátttakendur í mótun skólastarfsins. 5. Umhverfi , námsefni og annar efniviður. Dæmi um breytingar í þessum efnum eru að mikilvægt er talið að umhverfi ð gefi skýr skilaboð um að öll börn séu jafn mikilvæg og virðing sé borin fyrir öllum. Í þessum þætti þyrfti því að huga að skilaboðum, beinum eða óbeinum, sem felast í námsefni, bókum, myndum og öðrum þeim efnivið sem notaður er í skólanum. Spyrja þarf spurninga, svo sem: Er efnið hliðhollara einum hópi barna en öðrum? Er fjölbreytileikinn sýnilegur á Skólaþróun í fjölmenningarsamfélagi Hanna Ragnarsdóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.