Skólavarðan - 01.09.2005, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 01.09.2005, Blaðsíða 9
SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 5. ÁRG. 2005 Að sá lífefldu fræi Ráðstefna um einstaklingsmiðað nám verður haldin á Akureyri 22. apríl 2006 á vegum Skólaþróunarsviðs kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Á ráðstefnunni verður gerð grein fyrir kenningum og hugmyndfræði einstaklingsmiðaðs náms og fjallað um hvernig skólinn er í stakk búinn til að takast á við það hlutverk sitt að mæta mismunandi þörfum hvers og eins. Fjallað verður um hvernig einstaklingsmiðað nám verður best skipulagt, mismunandi myndir þess, kennsluaðferðir, viðhorf, aðild foreldra að náminu og hvernig haga má námsmati. Aðalfyrirlesarar á ráðstefnunni verða: Mel Ainscow Ingvar Sigurgeirsson Sif Vígþórsdóttir Guðmundur Engilbertsson Ennfremur verður á ráðstefnunni unnið í málstofum þar sem til umfjöllunar verða margir þættir einstaklingsmiðaðs náms og grein gerð fyrir ýmsum kennsluaðferðum sem stutt geta við það skipulag og greint frá ýmsum þróunarverkefnum í átt að einstaklingsmiðuðu námi. VÍRUSVÖRN Kaspersky Antivirus er einföld og öflug vírusvörn sem heldur tölvunni þinni öruggri! Sérstakt tilboð á Kaspersky Antivirus! 3.800 kr. fyrir fyrsta árið 3.300 kr. fyrir uppfærslu Verið örugg! VÍRUSVÖRN

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.