Skólavarðan - 01.03.2006, Blaðsíða 6
6
sá boðskapur útfærður með því að sýna
þybbinn eilífðarstúdent sem slær lán
mörg og stór til þess að þylja tóma steypu
yfir bjórkrús með sögufrægan háskóla í
baksýn.
Vitanlega er margt æskilegt og þarft að
finna á óskalistunum til skólanna. Hver vill
ekki að börn átti sig á tónlist og myndlist
eða verði betur “læs” á kvikmyndir? - svo
nokkuð sé nefnt. Hitt er verra: að litið er
á skólann sem blöðru sem þenst endalaust
út þegar síðasta hugmyndatíska blæs í
hana. Að auki á allt að gerast fljótt og vel
á þeim vettvangi án þess að nokkur annar
þurfi að taka sig á - a.m.k. ekki foreldrarnir
og varla nemendurnir. Kennarar skulu
vera svo miklir sálfræðingar, svo öflugir
liðsforingjar og svo miklir skemmtikraftar
að allur fróðleikur og öll lífsleikni renni
ljúflega og fyrirhafnarlaust niður í ungar
sálir eins og ís með dýfu. Tilætlunarsemin
endalausa er líka full með kröfur sem reka
sig hver á aðra: Við verðum náttúrulega
að taka samræmd próf á við krakkana
í Singapúr og Finnlandi til að sýna og
sanna að Iceland is number one bráðum
- og um leið vilja menn leggja niður öll
slík stöðlunarpróf sem hefti frelsið og
sköpunargáfuna. Menn ætla líka að gera
allt í senn: að hleypa öllum í gegnum
hvert skólastig og halda uppi háum
gæðakröfum til náms. Og spara peninga
í leiðinni.
Nú kynni einhver að spyrja: er hér verið
að sýkna kennara og skóla af hverri sök,
fara um þá silkihönskum, þagga niður
gagnrýni, hvurslags er þetta eiginlega? Það
er rétt: hér er ekki vikið að þeim hlutum.
Vegna þess að það er ekki hægt að gera
allt í einu í litlum pistli. Vegna þess líka
að sá sem tekur til máls um menntakerfið
einu sinni á tíu ára fresti, hann vill ekki hóa
í lætin að sinni. Og hann er líka viss um að
sjálfsgagnrýni eigi kennarar nóg af eins
og vera ber - hvað værum við án hennar
í hverjum starfshópi, hverju mannlegu
félagi?
Hitt gæti verið að pistilhöfundur sjálfur
reyndist syndaselur eins og margir aðrir.
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 6. ÁRG. 2006
Þegar ég hefi nú um stund haft á hornum mér kröfugerðina
endalausu á hendur kennurum langar mig samt sem áður að bæta
við einni frómri ósk til þeirra, barasta einni og svo hætti ég. Mikið
yrði margur sæll ef íslenskum skólum tækist að gera nemendur
sína svo sterka og vel að sér um marga hluti að þeir kunni að
vísa frá sér með góðum vilja og rökum afar útbreiddri og áleitinni
kenningu sem læst er í þrjú orð aðeins: græðgi er góð.
GESTASKRIF
Ragnar Ólafsson ritstjóri
Tímarit um menntarannsóknir er komið
út öðru sinni. Það er Félag um mennta-
rannsóknir, FUM, sem gefur ritið út en
markmið þess er að efla rannsóknir og
þróunarstarf á sviði menntunar á Íslandi.
Ritstjóri tímaritsins er Ragnar Ólafsson,
sérfræðingur á Námsmatsstofnun.
Ragnar hefur meðal annars stundað
rannsóknir á einelti og unnið úr gögn-
um PISA rannsóknarinnar. Hann er
jafnframt stundakennari í aðferðafræði
við Háskóla Íslands. Aðrir í ritstjórn
eru Anna Þóra Baldursdóttir, Gretar L.
Marinósson, Hafdís Ingvarsdóttir, Jón
Torfi Jónasson og Kristín Jónsdóttir.
Tímaritið kemur út árlega.
Í ritstjóraspjalli segir Ragnar meðal
annars að markmið tímaritsins sé að vera
fræðilegt framlag til þjóðfélagsumræðu
um menntamál og til þess að draga fram
hagnýtt gildi tímaritsins séu í samráði við
höfunda teknar saman stuttar klausur um
hagnýtt gildi greinanna og þær birtar fyrir
neðan útdrátt á titilsíðu greinar.
Þá kynnir Ragnar efni tímaritsins:
„Gretar L. Marinósson setur í pistli sínum
fram hugleiðingar um hvaða hlutverki
Tímarit um menntarannsóknir eigi að
gegna í umræðu um menntarannsóknir
á Íslandi. Í greinunum er svo komið
víða við - frá leikskóla til háskólastigs
- og ólíkri aðferðafræði er beitt. Í grein
Sigrúnar Aðalbjarnardóttur og Kristjönu
Stellu Blöndal er fjallað um brotthvarf úr
framhaldsskóla og sýnt hvernig ákveðnar
uppeldisaðferðir tengjast því. Börkur
Hansen og félagar fjalla um það hvernig
gengið hefur að innleiða lögbundið
sjálfsmat í skólum. Þau leita skýringa á
því hvers vegna sumum skólum gengur
betur en öðrum að temja sér þessar
starfsvenjur. Ásta Bjarnadóttir bendir á
gildi þess að leggja fyrir stutt próf til þess
að spá fyrir um árangur í háskólanámi og
til þess að velja nemendur inn í háskóla.
Sýn leikskólastjóra á leikskólann sjálfan
er viðfangsefni Jóhönnu Einarsdóttur og
Kristínar Karlsdóttur, en þær byggja á
fjölda viðtala nemenda í Kennaraháskóla
Íslands við leikskólastjóra. Sigurgrímur
Skúlason tekur fyrir mikilvægt aðferða-
fræðilegt efni, þ.e. þýðingu og staðfærslu
á erlendum spurningalistum. Erlend
mælitæki eru oft fengin að láni við rann-
sóknir hér á landi og Sigurgrímur lýsir
verkþáttum sem myndu afstýra göllum
sem geta hrjáð þýdd mælitæki.“
Þetta er veglegt og efnismikið rit og
sérlega kærkomið í ljósi þess hve lítið er
fjallað um menntarannsóknir hérlendis.
FUM á þakkir skildar fyrir að standa að
þessari útgáfu og Skólavarðan óskar
þeim allra heilla í framtíðinni. Tímaritið
Tímaritið er ritrýnt og gefur 10 punkta.
Það kostar 1500 kr. auk sendinga-
kostnaðar til félagsmanna og er innifalið
í félagsgjaldinu, en er selt á 1990 kr. út
úr búð. Frestur til að senda inn greinar
til birtingar í næsta blað er til 1. júlí 2006
og greinar skulu sendar Ragnari Ólafssyni
ritstjóra á netfangið rfo@namsmat.is
Leiðbeiningar til greinarhöfunda eru á
heimasíðu félagsins, www.fum.is.
Þegar ég hefi nú um stund haft á hornum
mér kröfugerðina endalausu á hendur
kennurum langar mig samt sem áður að
bæta við einni frómri ósk til þeirra, barasta
einni og svo hætti ég. Mikið yrði margur
sæll ef íslenskum skólum tækist að gera
nemendur sína svo sterka og vel að sér um
marga hluti að þeir kunni að vísa frá sér
með góðum vilja og rökum afar útbreiddri
og áleitinni kenningu sem læst er í þrjú
orð aðeins: græðgi er góð. Græðgi er
góð - þetta er skelfileg kenning. Og varla
nokkur önnur til jafn seigdrepandi fyrir
hvern sem á hana trúir eða tortímandi
fyrir þokkalegt sambýli manna.
Árni Bergmann
Höfundur er rithöfundur
Tímarit um menntarannsóknir
er komið út.