Skólavarðan - 01.03.2006, Blaðsíða 21
21
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 6. ÁRG. 2006
TÍU PUNKTA SAMKOMULAGIÐ
Einar Trausti Ólafsson kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja:
„Ég er þokkalega sáttur, ég hef metið þetta samkomulag sem illa nauðsyn.
Ég er ekki andsnúinn samkomulaginu sem slíku en ég er mjög mikið á móti
allri skerðingu á einingum. Ég er hins vegar ekki á móti einhverju uppbroti á
kerfinu, það þarf fyrirvara á því en það gæti alveg gengið.“
kjarnagreinum eins og stærðfræði. Þá var
viðfangsefnum í sögu þjappað niður á 6
einingar í stað 12 áður. Enginn heill áfangi
er nú kenndur um sögu þjóðarinnar. Það
sem ekki var af skorið var þjappað á færri
einingar.“
Og síðar:
„Ég hef tæplega tveggja ára reynslu af því
að kenna fyrsta árs nemum stærðfræði, þ.e.
áfangana STÆ 103 og STÆ 203. Svo mikið
efni er í þessum áföngum að ég hef aldrei
leyft mér að vera heima vegna veikinda
og kenni því veikur – eins og starfsfélagar
mínir. Við vitum að ef við mætum ekki
þá komumst við ekki yfir efnið. Þó á að
heita að nemendur hafi lært hluta efnisins
áður ... Margir ráða einfaldlega ekki við
þetta og falla. Hvernig verður ástandið
þegar STÆ 103 og STÆ 203 verður spyrt
saman í einn áfanga og að vori verður
kenndur STÆ 303, einn erfiðasti áfangi
áfangakerfisins. Mér sýnist að skólar verði
að velja milli þess að fella út efni og að
fella nemendur.”
Og síðar:
„Samkomulagið sem er í tíu punktum
inniheldur góð mál sem lúta að kjörum
kennara en snerta ekki beinlínis efni og
innihald náms og hvort stytting verður
skerðing. Athygli vakti strax þriðji
punktur samkomulagsins sem gefur
framhaldsskólanum fjögurra ára tækifæri
til aðlögunar. Þar er hvergi minnst á
önnur skólastig. Minnisblað í fimm liðum
styður þær grunsemdir að einblínt sé á að
stytta framhaldsskólann niður í þrjú ár.
Þar er beinlínis vísað í skýrsluna „Breytt
námskipan til stúdentsprófs“, hvort heldur
er í kjaramálum eða námskrárgerð.“
Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður FF
sagði í viðtali við heimasíðu KÍ 2. mars að
fundurinn í VÍ hefði verið mjög mikilvægur
vettvangur til að ræða samkomulagið og
mismunandi viðhorf til þess. „Mikilvægt
er nú að kennarar og samtök þeirra þétti
raðirnar og standi saman um markaða
stefnu í málinu sem er grunnurinn
sem samtökin standa á í vinnunni að
samkomulaginu.“ Hún lagði áherslu á að
heildarendurskoðun á námskipan skóla-
stiganna frá grunni yrði að fela í sér að
opna allt málið upp á nýtt og jafnframt að
leggja til hliðar alla vinnu að því sem fram
hefði farið í ráðuneytinu frá árinu 2004,
s.s. námskrárdrögin og fleira. „Framundan
er áframhaldandi grundvallarumræða um
innviði og uppbyggingu menntakerfisins
sem kennarar á einstökum skólastigum
verða að bera uppi og hafa forystu um í
samvinnu við samtök sín. Í þeim efnum
er afar þýðingarmikið að kennarar
sendi frá sér efnislegar ályktanir um
einstaka þætti heildarendurskoðunari
nnar, hvaða breytingar verði að gera á
námsuppbyggingu og námsframboði,
bæði á einstökum skólastigum og á
mörkum þeirra, til að bæta og efla
menntunina og skólastarfið.“ keg
SKÓLASTARF OG SKÓLAUMBÆTUR
Tíu skref til sóknar
Menntamálaráðherra og Kennarasamband Íslands eru sammála um að
vinna saman að eftirfarandi verkefnum sem stefna að sveigjanlegra
skólakerfi á grundvelli heildarendurskoðunar á námi og breyttrar
námsskipunar skólastiganna.
1. Endurskoðun laga um leik-, grunn- og framhaldsskóla hefst vorið 2006.
Meginmarkmið hennar er aukin samfella milli skólastiga, sveigjanleiki
milli og innan skólastiga og að mæta breytilegum þörfum ólíkra
nemenda. Lokamarkmiðið er betri menntun og betri námsárangur
nemenda.
2. Efling kennaramenntunar er ein helsta forsenda þess að hægt
sé að þróa og styrkja íslenska menntakerfið. Nefnd um framtíð
kennaramenntunar er nú að störfum og verður tekin ákvörðun um
markvissa eflingu kennaramenntunar á grundvelli niðurstaðna hennar.
3. Framhaldsskólum verður gefinn fjögurra ára aðlögunartími til að
takast á við breytta námsskipan á grundvelli heildarendurskoðunar á
námi og breyttrar námsskipunar skólastiganna, út frá eigin skipulagi.
4. Unnið verður að eflingu endurmenntunar kennara á öllum
skólastigum í tengslum við endurskoðun aðalnámskráa á grundvelli
heildarendurskoðunar á námi og breyttrar námsskipunar
skólastiganna.
5. Starfsheiti leikskólakennara verður löggilt.
6. Verk- og starfsnám í grunn- og framhaldsskólum verður eflt, skipulag
einfaldað og hvatt til aukinnar aðsóknar í slíkt nám.
7. Almenn braut framhaldsskólans verður endurskipulögð og efld með
víðtækum hætti, náms- og starfsráðgjöf styrkt og stuðlað verði að því
að áfram dragi úr brottfalli í framhaldsskólum.
8. Námefnisgerð allra skólastiga verður efld með nýjum lögum um
Námsgagnastofnun, eflingu þróunarsjóða og námsefnisgerðarsjóðs auk
aukinnar áherslu á gerð stafræns námsefnis.
9. Fjar- og dreifnám verður skilgreint með skipulegum hætti í samræmi
við gæðamat í því skyni að auka sveigjanleika skólakerfisins og fjölga
valkostum.
10. Aðilar vinna saman að því að starf kennara og starfsumhverfi verði
aðlaðandi og eftirsóknarvert.