Skólavarðan - 01.03.2006, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.03.2006, Blaðsíða 8
8 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 6. ÁRG. 2006 Reykvískir grunnskólakennarar fjöl- menntu á ráðstefnuna Skóli á nýrri öld þann 1. mars sl. Aðalfyrirlesari var dr. Carol Ann Tomlinson, próf- essor við Virginíuháskóla og höfundur margra bóka um einstaklingsmiðað nám og kennsluhætti. Erindi hennar, Differentiated Instruction; What is it, Why does it matter, How does it look, fjallaði um einstaklingsmiðað nám, framkvæmd þess og námsmat. Skólavarðan náði tali af þessum eftir- sótta fyrirlesara og fræðakonu að afl oknum fl utningi erindis og spurði hana meðal annars hvernig skólastjórn- endur gætu stutt kennara í því að koma á einstaklingsmiðuðu námi. „Í fyrsta lagi er mikilvægt að minna á að kennarar eru líka námsmenn,“ segir Carol Ann, „og ég tel að við getum öll lært að kenna af meiri „elegans“ en við gerum í augnablikinu, meira segja þau bestu okkar. Ein af ástæðunum fyrir því að fólk heldur áfram í kennslu er svigrúmið til að þroskast. Kennarar eru námsmenn í hjarta sér. Þeir tala máli menntunar og eru sjálfi r reiðubúnir til að stunda nám og mennta sig. Ég er ekki að segja að hver einasti kennari geti orðið á heimsmælikvarða en hver og einn getur orðið miklu betri. Ef það gerist ímyndaðu þér þá hvað það myndi breyta miklu,“ segir Carol Ann og heldur ótrauð áfram: „Við fáum til okkar börn í slæmu ástandi. Þá höfum við um tvennt að velja. Við getum annaðhvort skilað þeim af okkur í sama slæma ásigkomulaginu eða snúið óheillaferlinu við. Það sama gildir um kennara. Ég hef kynnst kennurum sem voru ekki vandanum vaxnir en urðu mjög öfl ugir eftir að þeir fengu leiðsögn og hvatningu. Ég trúi á kennara og ég trúi á að mennirnir geti breyst. Hvað varðar hlutverk stjórnandans, þá verður hann að hafa sýn. Sýn sem felur í sér hvað það merkir að gera hlutina betur. Til eru rannsóknir sem renna stoðum undir þetta. Þegar kennarar hafa tvo kosti og annar er mun auðveldari og þægilegri í framkvæmd, en hinn felur í sér æðra markmið þá velja kennarar „æðri“ kostinn. Ég held að fl est okkar séu reiðubúin að taka svolitla áhættu, fórna einhverju og leggja aðeins harðar að okkur ef við sjáum fram á að það muni breyta miklu til hins betra fyrir einhvern einstakling. Eitt hlutverk stjórnandans er því að hjálpa okkur að þróa sýn á hvers vegna við erum að gera þetta en ekki hitt. Ekki bara segja okkur að gera það heldur láta okkur sjá tilgang með því, skilja að það skipti nemendur máli og prófa það í starfi til að kanna hvaða áhrif það hefur. Í öðru lagi þarf stjórnandinn að styðja og hvetja. Það er hægt að gera á ýmsa lund. Til dæmis skólastjórinn sem segir við kennara: „Ég hef tekið eftir að þú ert að prófa nýja hluti og vil að þú vitir að ég kann að meta það.“ Það skiptir okkur máli að fólk taki eftir því sem við erum að gera. Og skólastjórinn sem segir: „Nú ætla ég að fi nna tíma fyrir þig svo að þú getir unnið með samkennurum þínum að þessu verkefni.“ Eða: „Ef þig vantar eitthvað sem styður þig í þessu sem þú ert að gera, láttu mig þá vita og ég reyni að útvega það.“ Í þriðja lagi ber stjórnandanum að sjá til þess að kennarar fái gagnlega og innihaldsríka símenntun. Að þeir læri hluti sem þeir kunna ekki fyrir. Ég ræddi við skólastjóra í morgun og eitt af því sem ég nefndi var að þeir skilgreini þarfi r og styrkleika hvers kennara og móti kerfi sem hjálpa þeim sem einstaklingum að þroska sig í starfi . Í stað þess að eitt skuli yfi r alla ganga. Ef við hugsum okkur skólastjórann sem fyrirmynd kennarans og kennarann sem fyrirmynd nemandans þá felur það í sér að skólastjórinn leggi mat á styrkleika hvers kennara fyrirfram. Spyrji hann út í hvað hann telji að hann hafi helst fram að færa, hvers hann þarfnist mest til að styðja sig í starfi og hvað hann langi mest Þegar ég loka dyrunum er valdið mitt VIÐTAL Oft er það svo að símenntun er í boði en tenging úr fræðslu í starf er lítil eða engin. Ég fer á fund og hlusta á það sem einhver predikar yfir mér en ef það er engin sérstök ástæða fyrir mig til að reyna að nota það sem ég heyri í kennslunni þá læt ég það bara ógert. Carol Ann Tomlinson

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.