Skólavarðan - 01.03.2006, Blaðsíða 13
13
TÓNLIST OG MENNTUN
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 6. ÁRG. 2006
fjármagnaður með skólagjöldum. Nú eru
245 tónlistarskólar í Danmörku og 10% af
þeim eru tónlistar- og listaskólar; aðeins
tíu sveitarfélög hafi ekki tónlistarskóla.
Búið er að ganga frá því að í nýju lögunum
verði fé eyrnamerkt tónlistarskólunum en
í þau vantar samt skilgreiningu á því hvað
sé tónlistarskóli. Að leggja fé í tónlist og
menningu er besta leiðin til að minnka
þörf á félagslegri aðstoð.
Timo Klemettinen frá Finnlandi
Í finnsku samtökunum eru 99 tónlistar-
skólar sem eru styrktir af ríkinu. Fjár-
framlög til skólanna eru eyrnamerkt
og skiptast þannig að 50% eru frá ríki,
33% frá sveitarfélögum og afgangurinn
skólagjöld. Í Finnlandi eru 413 sveitar-
félög, mörg mjög fámenn og alltaf að
minnka sem þýðir færri skattgreiðendur og
meiri kostnað. Í haust mun svo koma í ljós
hvaða áhrif þetta hefur fyrir menningar-
lífið og tónlistarmenntunina. Menn sjá
fyrir sér að eftir tæknisamfélagið komi
sköpunarsamfélag og Finnland vill verða
þannig svæði. Besta leiðin að því marki er
menning og menningartengd menntun.
Per Sjöberg frá Svíþjóð
Hvert sveitarfélag fer með málefni sinna
skóla. Í Svíþjóð eru 290 ólík sveitarfélög
sem hafa mismunandi áherslur og
leiðir. Engar reglur eða lög eru til um
tónlistarskóla frá hinu opinbera. Svíar
telja lög hindrandi og vilja því fara aðra
leið. 282 af 290 sveitarfélögum hafa tón-
listarskóla sem er sterk staða að mati Pers.
Svíar eru miklir útflytjendur tónlistar.
Upp úr 1980 byrjaði þróun sem enn á
sér stað í þá átt að tónlistarskólar verði
listaskólar og nú eru 113 listaskólar með
a.m.k. þrjár mismunandi listgreinar en
169 skólar eru einungis tónlistarskólar. Í
tónlistarskólunum er framboð fyrir alla á
öll hljóðfæri/söng á sanngjörnu verði. 4%
þjóðarinnar eru í lista- og tónlistarskólum,
sem er næst hæsta hlutfallið í Evrópu.
Kennslustundir eru frekar stuttar, 15-20
mínútur á viku, fyrir utan samspil, kóra
o.þ.h. Tónlistarskólarnir hafa frá byrjun
boðið upp á fjölbreytt nám sem hefur
leitt til fjölbreytts menningarlífs, bæði á
atvinnu- og áhugamannastigi.
Harry Rishaug frá Noregi
Norska skipulagið er um margt líkt og í
Svíþjóð. 50 tónlistarskólar voru í Noregi í
kringum 1950 en nú eru tónlistarskólar í
hverju hinna 410 sveitarfélaga. Ástæðan
er lög um að öll sveitarfélög skuli hafa
tónlistarskóla. Hins vegar vantar í lögin
nánari útlistanir, aðeins sagt að þau
eigi að hafa tónlistarskóla. Nú er verið
að ræða reglur um kostnaðarskiptingu
og stjórnun. 110 þús. nemendur stunda
nám í 410 sveitarfélögum og sumir í fleiri
en einu fagi. Margir tónlistarkennarar
kenna líka í grunnskóla og margir eru í
lágu starfshlutfalli, sérstaklega í minni
sveitarfélögum. 17% grunnskólanemenda
eru nemendur í tónlistar- og listaskólum,
stefna þingsins er 30%! Þó að klassísk tón-
list sé ráðandi í námsframboði skólanna þá
eru myndlist, leiklist, dans, skapandi skrif og
nútíma sirkusnám líka í boði í tónlistar- og
listaskólum. Árið 1973 voru stofnuð sam-
tök tónlistarskólastjóra og árið 2000 varð
samruni við minna félag myndlistar. Nú
eru þessi samtök í eigu sveitarfélaganna.
Stjórn samtakanna er í Þrándheimi og
hefur 15 starfsmenn auk fólks í sveitar-
félögunum hjá Norsk kulturskoleråd
sem m.a. þjálfar kennara. Eftir 2003 var
eyrnamerkt fé til tónlistarskólanna en
2004 var þetta fé sett í almennan styrk
til sveitarfélaga. 12 milljónir evra var
framlag ríkisins til reksturs tónlistarskóla.
Skólagöld hækkuðu verulega í sumum
sveitarfélögum eftir að þak á skólagjöld
var afnumið 2003. Ný vinstri sinnuð stjórn
hafði lofað að öll börn skyldu eiga kost á
námi í tónlistar- og listaskóla. Skólagjöld
yrðu lág. Þessu hefur ekki verið komið
á en verið að vinna í því. Samtökin eru
tengiliður á milli sveitarfélaga og ríkisins
og í góðum samskiptum við stjórnvöld og
stjórnmálaflokka.
Sigursveinn Magnússon,
Samtökum tónlistarskóla í Reykjavík
Árið 1963 stóð Gylfi Þ. Gíslason þá-
verandi menntamálaráðherra fyrir því að
fyrstu lögin voru sett um tónlistarskóla.
Vilhjálmur Hjálmarsson beitti sér sem
menntamálaráðherra fyrir breytingu
á lögunum 1975 þannig að kennslu-
kostnaður skiptist jafnt á milli ríkis og
sveitarfélaga, en skólagjöld áttu að
standa undir öðrum kostnaði. Árið 1989
færðist rekstur tónlistarskólanna alfarið
yfir á sveitarfélögin. 1960 voru í landinu
12 tónlistarskólar með 1000 nemendur
en nú eru þeir um 80 með um 12 þúsund
nemendur. Í Reykjavík eru skólarnir
einkareknir en með fjárstuðningi frá
Reykjavíkurborg. Árið 1995 voru 12 tón-
listarskólar í Reykjavík, hver með sína
sérstöðu, en eru nú 20. Það er forvitni-
legt að nýju skólarnir voru fjármagnaðir
á kostnað eldri skólanna. Stærri skólar
minnka en menn óttast að fleiri og minni
skólar verði máttlausari. Nú ríkir mikið
óöryggi vegna þess að nemendur utan
Reykjavíkur eru í vandræðum. Nemendur
yfir 25 ára eru líka í vandræðum.
Skólastjórnendur eru óöruggir vegna
niðurskurðar og foreldrar eru óöruggir
m.a. vegna rafræns umsóknakerfis. Við
verðum að finna leið saman til að virða
rétt nemenda til að læra tónlist án tillits til
aldurs og búsetu.
Stefán Jón Hafstein formaður
menntasviðs Reykjavíkurborgar
Stefna Reykjavíkurborgar byggist á
tveimur megin meginmarkmiðum:
1. Veita sem flestum ungum nemendum
aðgang að tónlistarnámi í grunnskóla
og jafnvel yngri. Tónlistarmenntun á
að vera samofin öðrum þáttum í skóla-
kerfinu.
2. Þeir sem hafa getu og áhuga geta
orðið fagmenn.
Þessi markmið eru ekki andstæð en
ólík og þarfnast ólíkra vinnuaðferða.
Taka þarf tillit til þarfa nemenda, óska
foreldra, ólíkra þarfa tónlistarskólanna
og kennaranna sem eru mannauðurinn.
Erfitt er að samræma öll þessi atriði. Of
margir skólar keppa um sama fjármagnið
(800 milljónir). Á sama tíma þarf að hafa
fjölbreytileika.
Í stuttu máli má segja að þessi fundur hafi
haft mikla þýðingu í tveim aðal atriðum:
• Þarna var í fyrsta sinn kominn saman
hópur fagaðila og sveitarstjórnarmanna
í Reykjavík til að ræða á opinskáan
hátt um málefni tónlistarskólanna á
breiðum grundvelli.
• Nærvera og þátttaka hinna norrænu
gesta gaf fundinum einstaka breidd
og sýn á að önnur lönd eru líka að
fást við sum viðfangsefni okkar hér í
Reykjavík.
Okkar kæru norrænu vina beið kvöld-
matur í boði FT og gafst þá enn tækifæri
til skoðanaskipta og styrkingar þeirra vin-
áttubanda sem myndast höfðu í þessari
Íslands reisu, sem nokkrir úr hópnum
litu á sem hápunkt á ráðstefnuferli
sínum. En Veðurstofa Íslands á þakkir
skildar fyrir fallegt vorveður á meðan á
heimsókninni stóð.
Vilberg Viggósson
Höfundur er skólastjóri Tónskólans DoReMi