Skólavarðan - 01.03.2006, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.03.2006, Blaðsíða 14
14 HEIMSÓKN Í GRUNDASKÓLA Í MÁLI OG MYNDUM SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 6. ÁRG. 2006 Í greinargerð dómnefndar sagði m.a.: „Grundaskóli hefur ávallt verið framsækinn skóli og þar hefur verið lögð rækt við fjöl- breytta náms- og kennsluhætti. Í skólanum hafa verið unnin mörg áhugaverð þróunar- verkefni þar sem lögð er áhersla á skapandi og fjölbreytt viðfangsefni. Þá hafa list- og verkgreinar frá fyrstu tíð skipað stóran sess í starfi skólans.“ Í framhaldi af verðlaunaveitingunni heimsóttu forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff, Grundaskóla nú í byrjun febrúar. Mikil eftirvænting ríkti innan skólans vegna heimsóknarinnar og var forseta- hjónunum vel fagnað af nemendum og starfsfólki. Eftir stutta móttökuathöfn gengu þau um skólann, hittu nemendur á ýmsum aldri og urðu vitni að fjölbreyttu starfi Grundaskóla. Forsetahjónin sýndu verk- efnum nemenda mikinn áhuga og ræddu við þá. Forsetahjónunum var einnig boðið á svokallaðan samsöng, en mánaðarlega koma nemendur unglingadeildar saman og syngja. Að lokum var hátíðardagskrá á sal skólans. Þar voru fl utt ávörp, nemendur sýndu skemmtiatriði og þjóðlagasveit Tónlistarskólans spilaði. Flutt var atriði úr frumsömdum söngleik, Hunangsfl ugur og Villikettir, sem er saminn af kennurum skólans. Nemendur fengu einnig að spyrja forsetann og margt bar þar á góma. Dagskránni lauk með heimsókn forseta- hjónanna í íþróttahúsið en síðan sátu þau hádegisverð í boði bæjarstjórnar Akraness. Heimsóknin tókst mjög vel og lýstu Forsetahjónin sækja handhafa Íslensku menntaverðlaunanna heim Þann 1. júní sl. veitti forseti Íslands Íslensku menntaverðlaunin í fyrsta sinn. Verðlaunin voru veitt í fjórum fl okkum. Grundaskóli á Akranesi hlaut verðlaunin að þessu sinni í fl okki skóla sem sinnt hafa vel nýsköpun eða far- sælu samhengi í fræðslustarfi . Fjölþætt nýsköpunarstarf

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.