Skólavarðan - 01.03.2006, Blaðsíða 20
20
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 6. ÁRG. 2006
Úr ályktun kennara við Menntaskólann
á Akureyri: „Þrátt fyrir að ekki sé um
slíka styttingu talað í samkomulagi KÍ og
menntamálaráðherra frá 2. feb. sl. virðast
báðir aðilar sammála um að hrinda henni
í framkvæmd og skuli undirbúningur
þessarar styttingar hefjast árið 2007 til
að hún geti gengið í gildi árið 2010.
Ákvarðanir af þessu tagi geta ekki talist
vera heildarendurskoðun á skólakerfinu
þar sem niðurstöður eru gefnar fyrirfram í
einstökum atriðum.“ Helgi E. Helgason
AF ÖÐRUM VETTVANGI
Fundurinn í Versló
Á annað hundrað framhaldsskóla-
kennarar mættu á fund um styttingu
námstíma til stúdentsprófs sem haldinn
var í sal Verzlunarskóla Íslands 25. febrúar.
Framsögumenn voru framhaldsskóla-
kennararnir Linda Rós Michaelsdóttir,
Guðríður Arnardóttir og Unnar Þór
Bachmann. Erindi þeirra verða birt í heild
á vef KÍ, www.ki.is
Linda Rós sagði meðal annars:
„Einhverjum kann að þykja það ótrúlegt en
býsna margt ungt fólk er mun uppteknara
af því að komast í góða háskóla en það er
af því að hefja starfsævina sem fyrst. Þetta
unga fólk er svo vel upplýst að það veit vel
að menntun þess og undirbúningur ráða
úrslitum ef það sækist eftir að komast
í góða og virta háskóla, hérlendis sem
og erlendis. Þess vegna vill þetta fólk
ekki gengisfella menntun sína með því
að skerða nám til stúdentsprófs um 25
prósent. Þess utan eru íslensk ungmenni
svo lánsöm að þau þurfa ekki að bíða
eftir því fram á fullorðinsár að kynnast
atvinnulífinu af eigin raun. Sumarvinna
unglinga og ungs fólks hér á landi er ekki
lítill þáttur í menntun og þroska hvers og
eins.“
Og síðar:
„Þegar fyrir lá að til stæði að skerða nám til
stúdentsprófs umtalsvert með styttingunni
óskuðu ýmsir framhaldsskólakennarar
eftir fundi með menntamálaráðherra um
málið. Þar á meðal sú sem hér stendur. Ekki
tókst að finna tíma til þess og í umræðum
og blaðaskrifum síðasta misserið hefur
ráðuneytið sætt gagnrýni fyrir að hafa
ekki brugðist við slíkum óskum þegar svo
mikið var í húfi. En nú hefur glaðnað til
og ber að fagna því. Menntamálaráðherra
hefur stofnað til formlegs samráðs við
forystu Kennarasambandsins sem telur
sig með þessu samkomulagi geta haft
áhrif á hvernig mál þróast. Með allri
virðingu fyrir þeim sem hafa verið kosnir
til forystu í félagi okkar -- finnst okkur
framhaldsskólakennurum hins vegar vanta
þá rödd við þetta samningaborð sem talar
máli þeirra sem ekki vilja skerða nám til
stúdentsprófs og hafa skilning á hvað hér
er í húfi.“
Guðríður sagði meðal annars:
„Þetta er ekki stéttarbarátta og þetta snýst
ekki um 150 störf framhaldsskólakennara,
þótt okkur sé ætlað að svo sé Ath.... Þetta
snýst um það hvort íslenskt menntakerfi
verður rekið aftur til fortíðar með
lagafrumvarpi á komandi vori og það er
skylda okkar sérfræðinga í skólamálum
að rísa upp og mótmæla! Árið 1946 voru
sett lög um skólakerfi og fræðsluskyldu á
Íslandi. Frá því að þetta fyrsta eiginlega
framfaraskref í menntakerfinu var stigið
hefur skyldunám lengst. Skóladagurinn er
lengri ásamt skólaárinu í heild. Innihald
námsins hefur í gegnum tíðina tekið breyt-
ingum og aðlagast íslensku samfélagi í
átt til nútímans, gjarnan þá fyrir tilstilli
fyrrverandi menntamálaráðherra sem hafa
markað spor í sögu menntunar á Íslandi. En
rauði þráðurinn á þessum 60 árum hefur
ætíð verið að auka innihald menntunar,
því mennt er máttur. Það vitum við, það
vita nemendur okkar, það vita flestir
Íslendingar. En árið 2006 ætlar núverandi
menntamálaráðherra að marka sín spor í
sögu menntamála á Íslandi líkt og forverar
hennar. Hún velur að stíga skrefið til baka
– að stytta skólagöngu íslenskra ungmenna
um eitt ár. Að stytta skólagöngu íslenskra
ungmenna úr fjórtán árum í þrettán
getur aldrei orðið neitt nema skerðing.
Fjórtán ára skólaganga er ekki aðeins
undirbúningur undir frekara nám heldur
almenn þekking. Þekking og skilningur á
manneskjunni, mannlífinu, samfélaginu,
sögunni, samfélagi þjóðanna, vísindum
og listum. Því er það deginum ljósara að
þetta frumvarp menntamálaráðherra er
líklega mesta ógn sem steðjað hefur að
íslensku menntakerfi í áratugi.“
Og síðar:
„Ég fagna öllum endurbótum á mennta-
kerfinu og námskrána þarf að endur-
skoða reglulega með tilliti til breytinga í
samfélaginu. En þetta frumvarp mennta-
málaráðherra má ekki undir nokkrum
kringumstæðum verða að lögum í þeirri
mynd að nám íslenskrar æsku verði
skert. Og ég tel það skyldu mína sem
fagmanneskja að hefja upp raust mína og
mótmæla. Við eigum öll að mótmæla!“
Unnar Þór sagði meðal annars:
„Því miður hafa breytingar á undanförnum
árum í menntamálum verið til þess fallnar
að rýra nám til stúdentsprófs. Nægir
þar að nefna námskrá frá 1999 sem
fækkaði námseiningum til stúdentsprófs í
TÍU PUNKTA SAMKOMULAGIÐ
Ágústa Ásgeirsdóttir trúnaðarmaður og kennari við Verslunarskóla Íslands:
„Alvarlegasta athugasemd mín við framgang þessa máls er hvernig það var kynnt.
Stjórnin brást í kynningunni og ráðherra klúðraði málunum. Við trúnaðarmenn vorum
kallaðir á fund með tæplega dags fyrirvara og fórum svo beint út í skólana til að kynna
þetta fyrir okkar fólki. Ég var rétt komin heim þegar sagt var frá þessu í útvarpinu
og skömmu síðar tilkynnti ráðherra að kennarar hefðu samþykkt styttingu. Ég hefði
viljað sjá stjórn KÍ mótmæla formlega þessari fullyrðingu ráðherra . Þetta voru ekki
skilaboðin sem við trúnaðarmenn vorum nýbúnir að færa samstarfsmönnum okkar
og fyrir vikið litum við út eins og fífl. En tíu punkta samkomulagið sem slíkt er mjög
gott. Ég get að vísu ekki skilið hvernig réttindamál leikskólakennara koma inn í þetta
- ég get svo vel unnt þeim að fá löggildingu en sýnist það vera mál sem á heima á
öðrum vettvangi. Og það er mín skoðun að hæpið sé að stytta sumarleyfi nemenda
því þá missa þeir af ýmsu því sem þroskar þá. En þetta eru allt saman góð málefni
og ég hef trú á að forysta FF muni vinna að framgangi þeirra af heilum hug. Það er
að sjálfsögðu bæði æskilegt og nauðsynlegt að skólakerfið sé í sífelldri endurskoðun
með það að markmiði að bæta það.“