Skólavarðan - 01.03.2006, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.03.2006, Blaðsíða 22
22 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 6. ÁRG. 2006 MÁLÞING, NÁMSKEIÐ, ORLOFSHÚS Viltu fara á námskeið í Þrándheimi? Viltu kynna þér leiklist sem öfluga kennsluaðferð? Viltu taka þátt í vinnusmiðju? Viltu vera með skemmtilegu fólki í fimm daga? Drama Boreale eru norræn regn- hlífarsamtök um notkun leiklistar í upp- eldi og kennslu barna og unglinga. Félagsmenn eru kennarar, listamenn og uppeldisfræðingar. Samtökin halda reglulega þing þar sem boðið er upp á námskeið, vinnusmiðjur og fyrirlestra, að auki eru áhugaverðar leiksýningar. Í ár verður þing Drama Boreale haldið í Þrándheimi í Noregi dagana 31. júlí til 4. ágúst. Á sama tíma stendur þar yfir Málþing um náttúrufræðimenntun á öllum skólastigum verður haldið dagana 31. mars og 1. apríl í húsa- kynnum Kennaraháskóla Íslands. Þingið er helgað minningu Ólafs Guð- mundssonar kennara sem lést 9. september sl. Ólafur var mikill áhugamaður um náttúrufræðimenntun og þá sérstaklega þátt tilrauna í kennslu efna- og eðlisfræði, en þessar greinar kenndi hann m.a. við Háteigsskóla og KHÍ. Síðustu ár sín hafði hann umsjón með Rafheimum, fræðslusetri Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal. Megintilgangur málþingsins er að varpa ljósi á náttúrufræðimenntun á Íslandi með það fyrir augum að efla náttúrufræði- kennslu í skólum. Málþingið byrjar klukkan 13.00 föstudaginn 31. mars með þremur fyrirlestrum: Hafþór Guðjónsson fjallar um náttúrufræðimenntun á 21. öld, Gunnhildur Óskarsdóttir greinir frá doktorsrannsókn sinni á þróun hugmynda barna um mannslíkamann, Ari Ólafsson segir frá undirbúningi að væntanlegu vísindasetri (science center) og í fram- haldi af því verður hugarflugsfundur um stofnun þess. Seinni dagurinn hefst með málstofum þar sem fræðimenn og kennarar af öllum skólastigum flytja erindi og ræða um þróun í námi og kennslu. Þá verður Guðmundur Eggertsson, emeritus prófessor, með opinn fyrirlestur sem hann kallar „Erfðafræði á 21. öld“. Eftir hádegi verða svo margvíslegar vinnustofur þar sem kennarar, stofnanir og fyrirtæki koma við sögu með alls kyns tilraunir, kynningar og önnur uppátæki. Meðal annars fáum við gest frá Danmörku, Erlend Anderson, sem verður með smiðju um rafmagn, loft og orku. Málþinginu lýkur með pallborði þar sem þátttakendur frá ýmsum sviðum atvinnulífs ræða um tilgang náttúrufræðikennslu í skólum. Málþingið er samstarfsverkefni Félags raungreinakennara, Félags náttúru- fræðikennara á grunnskólastigi, Kenn- ORLOFSHÚS SUMARIÐ 2006 Síðasti umsóknardagur fyrir sumarleigu er 24. apríl. Bókanir á Flakkaraleigu hefjast 1. maí ki.skyrr.is/orlof/sumar2006/ Stjórn Orlofssjóðs KÍ menningarhátíðin „Ólafsdagar“ með fjölbreyttum listaviðburðum; þar verður margt til skemmtunar. Meðal efnis á þinginu er: Leikir barna, skapandi starf barna, unglingamenning, leiklist í námi og framtíðarsýn á listir og listgreinar innan skóla. Ítarlegri lýsingu á þinginu er að finna á heimasíðu „Drama Boreale“: www.hf.ntnu.no/dramaboreale. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar hjá Ásu Helgu Ragnarsdóttur leiklistarkennara. Netfang: asaragg@simnet.is araháskóla Íslands, Háskóla Íslands og Samlífs, samtaka líffræðikennara. Málþingið er ókeypis og öllum opið. Kennarar í náttúrufræði á öllum skóla- stigum og áhugafólk um náttúrufræði og náttúrufræðikennslu er sér-staklega hvatt til að koma á þingið. Frestur til að skrá sig á málþingið er til 27. mars. Skráning fer fram á vef þingsins: natturufraedi.khi.is/natting/dagskr.htm. En þar er líka að finna frekari upplýsingar um dagskrá og annað sem lýtur að þinginu. Málþing um náttúrufræðimenntun Takið frá dagana 31. mars og 1. apríl! IN MEMORIAM Ólafur Guðmundsson Við sem stöndum að þessu mál- þingi trúum því að náttúruvísindin eigi brýnt erindi til allra og við trúum því líka að náttúrufræði í skóla, séu þau réttilega kennd, geti vakið gleði og áhuga hjá öllum nemendum og stuðlað að því að efla skilning þeirra á sjálfum sér og umhverfi sínu. Skemmtun - leikur - fræðsla

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.