Skólavarðan - 01.03.2006, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.03.2006, Blaðsíða 12
12 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 6. ÁRG. 2006 NMKU eru norræn samtök tónlistarskóla þar sem sitja fulltrúar Norðurlanda í EMU, samtökum tónlistarskóla í Evrópu. Fundinn sátu fulltrúar frá Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Íslandi. Samtökin funduðu hérlendis í lok febrúar, bæði á Húsavík í boði Árna Sigurbjarnarsonar þar sem tækifærið var notað til að sjá hið svokallaða „Húsavíkurmódel“ af tónlistarskóla, og í Reykjavík. Þegar komið var til Akureyrar var greini- legt að íslensk náttúra í frosthjúpi gladdi gestina. Leiðin til Húsavíkur sýndi þeim líka einstaka fegurð fjallanna í öllum sínum sólglitrandi gráma. Á Húsavík tóku á móti okkur bæjar- stjórinn, Reinhard Reynisson, og Erla Sigurðardóttir, menningarfulltrúi. Var okkur sýndur tónlistarskólinn og bæjar- stjórinn hélt ræðu þar sem hann kom inn á mikilvægi samvinnu grunnskóla og tónlistarskóla fyrir sveitarfélag eins og Húsavík. Hann nefndi hversu hátt hlutfall nemenda grunnskólans væri í tónlistarskólanum og leit á þetta fyrir- komulag sem góða fjárfestingu. Eftir að hafa skoðað aðstöðu tónlistar- skólans var gestum boðið á sal, hvar nemendur tónlistarskólans léku á ýmis hljóðfæri, bæði samleik og einleik. Mesta athygli vöktu atriði þar sem bæði var leikið á afrísk hljóðfæri, djembe trumbur og marimbur af öllum stærðum. Sú stærsta var bassamarimba með að því er virtist stór mjó leirker hangandi niður úr hverri nótu. Á veitingastaðnum Gamla Bauk niðri við höfn var svo formleg kynning á Húsavíkurlíkaninu. Þar fór Árni Sigurbjarnarson skólastjóri tónlistarskólans yfi r söguna. Kom í ljós að mjög hátt hlutfall grunnskólabarna er í tónlistarskólanum og fá öll börn í 1. og 2. bekk forskólakennsluna fría. Einnig er mikil samvinna við leikskólann og fá öll fjögurra og fi mm ára börn tónlistarkennslu tvisvar í viku. Árni sagði m.a. að tónlistarskólinn hefði alla tíð litið á það sem hlutverk sitt að vera þjónustumiðstöð fyrir alla bæjarbúa, börn jafnt og fullorðna, og stuðla að því að gera búsetu á Húsavík ákjósanlega. Veðrið lék við gestina á meðan á dvöl þeirra stóð og Húsavíkurhöfn með sínum vinalegu bátum sem spegla sig í sjónum og fallegu húsum sem ýmist er búið að endurbyggja eða endurgera var hin fegursta sjón. Eftir kynningu Árna var snæddur léttur hádegisverður sem sló í gegn enda fi skurinn mjög ferskur og góður. Eftir hádegismat hófust fundarhöld NMKU hópsins og var komið inn á bæði samnorræn mál og stefnu og framtíð Evrópusamtakanna. Helstu niðurstöður voru eftirfarandi: • Mikilvægi upplýsingaöfl unar og að sameina það sem liggur að baki töl- fræðinni frá hverju Norðurlandanna. Tölfræði á að gefa öðrum Evrópu- löndum hugmynd um það sem er að gerast hjá okkur. • Mikilvægi þess að virða kerfi og aðferðir tónlistarkennslu í öðrum löndum og þau félagslegu og menningarlegu gildi sem þar liggja að baki. Ekki er hægt að koma upp hinu „fullkomna“ tónlistarfræðslukerfi , löndin ættu frekar að horfa til góðra fyrirmynda og læra af þeim. Hér þarf að opna umræðuna í EMU. • Mikilvægi þess að skrifstofa EMU verði alltaf á sama stað með föstum starfsmanni þrátt fyrir formanna- og stjórnarskipti og að henni verði séð fyrir rekstrarfé. • Hugmynd um að skipta EMU upp í 3-4 landfræðileg svæði sem komi saman og ræði sín mál og kynni síðan á EMU ráðstefnunum. Svipað og Norðurlöndin hafa gert nú þegar. Tímamótafundur í Reykjavík NMKU hafði óskað eftir fundi í Reykjavík til að fræðast um fyrirkomulag tónlistar- kennslu þar og stefnu stjórnvalda í mál- efnum tónlistarskólanna. Einnig vildu fulltrúar NMKU miðla af reynslu sinni og veita upplýsingar um þróun þessara mála á hinum Norðurlöndunum. Boðaði Félag tónlistarkennara fulltrúa Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga, stjórn og skólamálanefnd FT, stjórn STS (Samtaka tónlistarskólastjóra), stjórn STÍR (Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík) og fulltrúa stjórnmálafl okka til slíks fundar á Radisson SAS Hótel Sögu, en FT er nýlega orðinn aðili að EMU. Hér á eftir fer það sem undirrituðum fannst markverðast. Timo Veijola forseti Evrópusamtaka tónlistarskóla (EMU) Tónlist er besta fjárfesting mannkynsins og við berum mikla ábyrgð á að styrkja tónlistarleg gildi. EMU styrkir sjálfsálit skólanna, hjálpar þeim til að fá alþjóða sambönd og að halda þeim lifandi, tengir saman fólk og málefni. Hlutverk samtakanna er ekki að breyta neinu, ekki laga eða betrumbæta, heldur aðeins að gefa okkur nýjar hugmyndir um hvernig halda megi áfram. Jens Bloch og Ejvind Bitsch frá Danmörku Von er á nýjum lögum í Danmörku um að öll sveitarfélög skuli hafa tónlistarskóla og að þriðjungur kostnaðar við skólana skuli Norrænir tónlistarskólastjórar funda á Íslandi TÓNLIST OG MENNTUN Á hverasvæðinu að Hverarönd við Námafjall. Þar söfnuðu fundarmenn hveraleir undir skóna sína til að taka með heim til minja. Lj ó sm y n d ir f rá h ö fu n d i

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.