Skólavarðan - 01.03.2006, Side 9

Skólavarðan - 01.03.2006, Side 9
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 6. ÁRG. 2006 til að fást við. Líka að taka eftir því í hverju kennarinn er sérstaklega góður og hjálpa honum að byggja á því til enn frekari starfsþróunar. Oft er það svo að símenntun er í boði en tenging úr fræðslu í starf er lítil eða engin. Ég fer á fund og hlusta á það sem einhver predikar yfir mér en ef það er engin sérstök ástæða fyrir mig til að reyna að nota það sem ég heyri í kennslunni þá læt ég það bara ógert. Góð og fagleg símenntun felur ekki bara í sér upplýsingar og dæmi um hvernig nota megi efniviðinn heldur líka þær væntingar stjórnanda til kennara að hann finni aðferðir til að framkvæma það sem hann hefur lært. Næsta skref er svo mat og endurmat: Hvers þarfnastu núna þegar þú ert búinn að prófa þetta til að halda áfram? Góð starfsþróun felst í því að stjórnandinn vinnur með kennaranum og er móttækilegur fyrir hugmyndum hans. Alveg eins og skólastjóri vill að kennari vinni með krökkunum og sé móttækilegur fyrir þeim. Nota þarf áþreifanleg dæmi, benda kennaranum á tvær til þrjár sértækar hugmyndir að úrvinnslu. Skoða í framhaldi af því hvað kennarinn ætlar að leggja inn á næstunni og aðstoða hann við að búa til kennsluáætlun sem felur nýju aðferðirnar í sér. Þarna er því um að ræða, auk fræðslu og dæma, að stjórnandinn gefi kennaranum tíma og einnig að hann vænti þess að kennarinn noti nýju hugmyndirnar í starfi. Og loks væntir skólastjórinn þess að kennarinn endurmeti breytingarnar sem hann hefur innleitt: „Þetta gekk sérlega vel/hitt ekki/ ég þarf tíma með samkennurum mínum til að finna út hvað fór úrskeiðis hér/nú þarf ég að ákveða hvað ég geri næst eftir að þetta gekk svona frábærlega“ og svo framvegis. Tími og stuðningur, væntingar og samræður til að fara í gegnum eftir- fylgni, hvað komi næst.“ Þegar hér var komið sögu í viðtal- inu ræddu viðmælandi og blaðamaður stuttlega uppruna skólakerfisins og svo beindum við sjónum okkar að samskipt- um kennara við pólitísk menntayfirvöld. Aðspurð sagðist Carol Ann vera sam- mála því að skólakerfið, sem afurð iðn- byltingarinnar, væri að mörgu leyti gallað og við værum í sífellu að reyna að stoppa í götin. „Embættismenn, að minnsta kosti í Bandaríkjunum, eru ansi langt frá skólastofunni. Hluti af starfi okkar felst í að fræða þá um það sem þar fer fram. Ég er ekki að segja að embættismenn séu vont fólk,“ segir Carol Ann og hlær, „bara að þeir viti fátt og skilji lítt hvað við erum að gera. Við erum fræðarar og í mínu landi stöndum við okkur alls ekki nógu vel í að fræða þá sem marka stefnuna. Við ættum að fá þá í heimsókn til okkar, fá þá til að setjast niður með okkur og aðstoða okkur við að leysa þau vandamál sem við erum að fást við hverju sinni. Í staðinn látum við þá óáreitta og þar sem þeir hafa valdið gera þeir hlutina við okkur í stað þess að gera þá með okkur. Ég held að við ættum að leitast við að verða betri kennarar stjórnmálamanna og annarra embættismanna í skólakerfinu. Fyrir nokkrum árum komust stjórn- málamenn að þeirri niðurstöðu að heilbrigðisþjónustan væri allt of mikill fjárhagslegur baggi og samþykktu reglu- gerð sem heimilaði sjúkrahúsum að senda fólk heim mun fyrr en tíðkast hafði. Svo dæmi sé tekið mátti sjúkrahúsið senda konu sem ól barn síðdegis heim næsta morgun, burtséð frá því hvort fæðingin var auðveld eða erfið. Í kjölfar þessa fylktu læknar liði og létu pólitíkusana ekki í friði. Þeir kaffærðu þá í upplýsingum og tölum um hvað myndi gerast ef þessu yrði hrint í framkvæmd. Það tók ekki langan tíma að fá löggjafarvaldið til að afturkalla reglugerðina. Það sem gerist hins vegar iðulega hjá okkur kennurum er að einhver setur lög sem „meika engan sens“ og við segjum: „Ókei, við leggjum bara meira á okkur.“ Samanber „No Child Left Behind“ lögin sem eru töluvert róttæk og margt í þeim sett fram í góðri meiningu en mein- gölluð og virka ekki. En kennarar láta þetta yfir sig ganga. Við látum ríkisstjórnina skipa okkur að gera hluti sem skaða börn og segjum ekki múkk. Hugsanlega vegna þess að mikill meirihluti kennara eru konur, okkur hefur verið kennt að vera hlýðnar. Kannski vegna þess að þegar við hófum kennslu láðist að kenna okkur að vera aktívistar. Og ef til vill vegna þess að okkur finnst við vera valdalaus eða of önnum kafin. Ég trúi því að við getum breytt þessu. Um leið - og þetta kann að virka í mótsögn – þá er það svo að ef ég gef mér að ég geti ekki breytt stefnunni og því sem mér er uppálagt að framkvæma þá er ein staðreynd sem fylgir því að vera kennari sem bjargar málunum. Hún er þessi: Þegar ég fer inn í skólastofuna og loka dyrunum á eftir mér þá hef ég mikið vald til að gera þar það sem mér finnst rétt og skynsamlegt að gera. Og jafnvel þótt stjórnvöld setji lög sem gera lítið úr nemendum mínum og mennsku þeirra þá get ég gefið þeim og henni mikið vægi á nýjan leik, í skólastofunni minni. Í Bandaríkjunum er algengt að kennarar þjáist af „já, en ...“ veikinni: „Ég gæti eflaust gert þetta en skólastofan er of lítil/ég er ekki með nógu margar tölvur/það er of lítill tími“ og svo fram- vegis. En öllu þessu má snúa við. Við getum forgangsraðað og við höfum val. Við getum endurskipulagt, fundið kjarnann – það sem skiptir máli og knúið skólayfirvöld til að skilja um hvað málið snýst,“ segir þessa vígreifa og bjartsýna skólakona að lokum. Menntafrömuður- inn Carol Ann Tomlinson hrífur mann með sér, á því leikur enginn vafi. keg PUNKTAR AF RÁÐSTEFNUNNI • Ýmsar upplýsingar um Carol Ann Tomlinson og fyrirlestur hennar eru á vef menntasviðs Reykjavíkurborgar, leikskolar.is. Veljið fréttina frá 7. mars. • Nemendur Péturs Hafþórs Jónssonar, tónmenntakennara í Austurbæjarskóla, sýndu atriði á ráðstefnunni sem fólk var dolfallið yfir. Meira um þetta í næstu Skólavörðu. • Skóli á nýrri öld er samstarfsverkefni Skólastjórafélags Reykjavíkur, Kennarafélags Reykjavíkur og Menntasviðs Reykjavíkurborgar. • Undanfari ráðstefnunnar var sýning á verkefnum úr reykvísku skólastarfi sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur 17.-18. febrúar. Þar voru hvatningar- verðlaun Menntaráðs líka afhent. Hvatningarverðlaun voru að þessu sinni veitt eftirtöldum verkefnum: Samstarf til forvarna – Hópastarf í 8. bekk Hólabrekkuskóla. Gaman að læra með LEGO – Melaskóli. Sterkir námsmenn – Í Ölduselsskóla Félagsfærniþjálfun í skólastarfi – Í Breiðagerðisskóla Útikennsla – Í Fossvogsskóla Vísindadagur – Í Rimaskóla Myndlist er málið og lífsleikni – Í Safamýrarskóla Tónsköpun – Í Víkurskóla Við ættum að fá þá í heimsókn til okkar, fá þá til að setjast niður með okkur og aðstoða okkur við að leysa þau vandamál sem við erum að fást við hverju sinni. Í staðinn látum við þá óáreitta og þar sem þeir hafa valdið gera þeir hlutina við okkur í stað þess að gera þá með okkur. Ég held að við ættum að leitast við að verða betri kennarar stjórnmálamanna og annarra embættismanna í skólakerfinu. VIÐTAL 9

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.