Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 8
FÁ fær Grænfánann afhentan fyrstur framhaldsskóla Fjölbrautaskólinn við Ármúla fékk Græn- fánann afhentan við hátíðlega athöfn þann 11. september sl. FÁ er þátttakandi í verkefninu Skólar á grænni grein sem skipulagt er af Landvernd. Skólinn hefur nú tekið skrefin sjö til bættrar umhverfis- stjórnunar. Í tilefni þessa var skólinn verið klæddur í grænan lit afhendingardaginn og margir nemendur og kennarar mættu grænklæddir í skólann. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðhera var viðstödd afhendinguna ásamt fulltrúa Landverndar og dró Grænfánann að húni. Boðið var upp á grænar veitingar að athöfn lokinni við undirleik hljómsveitar skólans. 8 FRÉTTIR, TILKYNNINGAR SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 6. ÁRG. 2006 Kennsludagar grunnskóla- kennara 180 en ekki 175 OECD hefur gefið út ritið Education at a Glance, OECD Indicators 2006. Í ritinu er að finna margvíslegar upplýsingar um menntun í 30 aðildarríkjum stofnunarinnar auk fleiri landa. Á vef Hagstofu Íslands er birt ítarleg frétt um útgáfuna og upplýsingar sem þar er að finna um skóla- og menntamál á Íslandi. Af gefnu tilefni vill Kennarasamband Íslands vekja athygli á villu sem fram kemur í niðurlagi fréttarinnar þar sem fjallað er um fjölda vinnustunda kennara í grunn- og framhaldsskólum. Þar segir að samkvæmt Education at a Glance hafi grunnskólakennarar á Íslandi kennt í 36 vikur, eða í 175 daga, skólaárið 2003 – 2004. Þetta er ekki rétt. Samkvæmt kjarasamningi (allt frá árinu 2001) eru kennsludagar grunnskólakennara 180 á ári en ekki 175 og kennsluvikur á ári eru 38. Rétt er hins vegar að kennsludagar framhaldsskólakennara eru 175 á ári og kennsluvikur 36. Menntamálaráðherrar Norðurlanda sam- þykktu á fundi sínum í Kaupmannahöfn nýverið að Nordplus samstarfsáætluninni verði haldið áfram en framkvæmd hennar breytt. Hingað til hefur áætlunin falist í samstarfi Norðurlanda um nemendaskipti o.fl. á sviði menntamála. Í frétt á vef mennta- málaráðuneytisins segir að næsta kynslóð Nordplus verði skipulögð sem þverfagleg rammaáætlun með þrjár sérstakar undir- áætlanir sem taki til skólasamstarfs, háskóla og fullorðinsfræðslu. Eystrasaltslöndin taka framvegis þátt í nemendaskiptum á vegum áætlunarinnar og kostnaði. Umsóknarfrestur um námsleyfi grunn- skólakennara og stjórnenda grunnskóla fyrir skólaárið 2007 - 2008 er til og með 20. október 2006. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að við úthlutun verði nám, sem tengist náms- mati, breyttum kennsluháttum og tungu- málakennslu yngri barna sett í forgang. Skal allt að 1/3 námsleyfa úthlutað vegna þess. Umsækjandi, sem æskir námsleyfis, skal fullnægja ýmsum skilyrðum og skuld- bindingum, til að mynda að hafa gegnt kennslustarfi í tíu ár samtals. Auglýsingu Enskukennarar! FEKÍ, Félag enskukennara á Íslandi, minnir á kaffihúsafundina fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði. Fundirnir eru haldnir á Cafè Milano í Reykjavík. Jón Hannesson jiha@mh.is • Vert er að minna á áður auglýstan umsóknarfrest um námslaun á veg- um Verkefna- og styrkjasjóðs FG og SÍ: 1. október. Íslendingar hafa verið virkir þátt- takendur í Nordplus á undanförnum árum. Frá árinu 1995 til dagsins í dag hafa rúmlega 700 norrænir skiptistúdentar komið til Háskóla Íslands og rúmlega 550 íslenskir skiptistúdentar hafa farið frá HÍ til háskóla á Norðurlöndum á sama tímabili. Síðastlðin tvö ár hafa um 220 nemendur og kennarar farið frá Íslandi til Norðulanda í fullorðinsfræðsluverk- efninu Nordplus voksen, flestir til náms í lýðháskólum. Síðastliðin þrjú ár hafa hátt í 2000 grunn- og framhaldsskólanemendur og kennarar farið í heimsóknir í skóla á hinum Norðurlöndunum. Framkvæmd Nordplus áætlunarinnar breytt Námsleyfi: Grunnskólakennarar – skólastjórnendur! Námsleyfasjóðs með öllum nánari upp- lýsingum, þ.m.t. um þessi skilyrði, er að finna í heild sinni á www.samband.is og www.ki.is Umsóknum skal skilað til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30, Reykjavík fyrir 10. október 2006 á eyðu- blöðum sem þar fást og gilda fyrir skólaárið 2006-2007. Umsóknareyðublöð er einnig hægt að nálgast á á heimasíðu Sambandsins. Þar er einnig að finna reglur sjóðsins sem umsækjendum er bent á kynna sér. Veffang: www.samband.is -> Skólamál -> Námsleyfasjóður • Umsóknarfrestur um námsorlof kennara og stjórnenda á framhalds- skólastigi rennur út sama dag. Málþing: Listin í leikskólanum Þann 10. nóvember n.k. milli kl. 13:00 og 17:00 munu Félag leikskólakennara og Faghópur leiksskólakennara með sérnám í listgreinum efna til málþings um stöðu listgreina innan leikskólans. Sex fyrirlesarar halda stutt erindi á málþinginu og reyfa þessi mál. Málþingið verður haldið í KHÍ, Bratta. Nánar auglýst síðar. Takið daginn frá! Vetrarleiga á orlofshúsum Nýtt hús hefur bæst við í vetrar- leigu, Grímsstaðir í Álftaneshreppi á Mýrum. Í vetur eru tólf staðir í boði fyrir félaga KÍ, sjá nánar á www. ki.is á síðu Orlofssjóðs. Athugið að hægt er að panta húsin og íbúðirnar á Orlofsvefnum með allt að 4ra mánaða fyrirvara en staðgreiða þarf við bókun.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.