Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 15

Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 15
SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 6. ÁRG. 2006 Í septemberbyrjun funduðu fulltrúar leik,- grunn- og framhaldsskólakennara á Norðurlöndum í Reykjavík og á Sel- fossi um ýmis sameiginleg hagsmuna- mál ásamt því að hlýða á fyrirlestra. Fulltrúarnir komu hingað á vegum norrænu kennarasamtakanna (NLS) og margir þeirra sátu jafnframt ráðstefnu EECERA um lýðræði og menningu í menntun yngri barna sem fram fór dagana á undan. Meðal fyrirlesara var Ingi Rúnar Eðvarðs- son prófessor við Háskólann á Akureyri sem fjallaði um launa- og ráðningarmál kennara á Norðurlöndum. Skemmst er frá að segja að fyrirlesturinn vakti mikla athygli og þótti bitastæður. Ingi Rúnar sagði meðal annars að þær miklu breytingar sem hefðu orðið á vinnumarkaði og víðar í samfélaginu - frá líkani regluveldisins yfir í markaðsstýrt samfélag þar sem fyrirtæki eru notuð sem fyrirmynd að stjórnarháttum - gætu haft slæmar afleiðingar á kjör fólks og full þörf á að ræða og fylgjast vel með þessum málum. Í samningamálum hefur sk. frammi- stöðumati vaxið fiskur um hrygg en þótt það sé í grunninn lýðræðislegt kerfi leiðir það til ójöfnuðar þegar upp er staðið þar sem launamunur eykst í kjölfarið. Þá tengist frammistöðumatið jafnframt því að gerðar eru nýjar og auknar kröfur til starfsmanna og frá upphafi eru skilgreind þau verkefni sem geta leitt til kauphækkunar. Fjölgun verkefna þýðir að sjálfsögðu aukið vinnuálag og Ingi Rúnar sagði líkur á að þetta gæti bitnað á fagmennskunni. Jafnframt færi starfsöryggi minnkandi og það hefði aftur þau áhrif að fólk þyrði ekki að standa á rétti sínum. Annar stór áhrifavaldur á vinnuum- hverfi og kjaramál er hin títtnefnda hnattvæðing sem Ingi Rúnar sagði að gæti vegið að ýmsum þeirra grundvallarrétt- inda sem við Norðurlandabúar eigum að venjast. Framleiðsla flyst til Asíu og annarra láglaunasvæða sem veldur því að kröfur launamanna verða smám saman minni. Ingi Rúnar nefndi í því sambandi að ameríkanisering á félagslegum réttindum gæti fylgt fjölþjóðlegum fyrirtækjum. Hún leiðir til þess að eldri sjálfsögð réttindi á borð við jólaleyfi lenda hvert á fætur öðru í glatkistunni. Umræða í vinnuhópum Fundahaldi lauk á Hótel Selfossi 6. septem- ber með málstofum og hópastarfi þvert Fulltrúar norrænna kennara funda á Íslandi Aukið vinnuálag bitnar á fagmennsku 15 6. Nefnd um framhaldsskólalög Starfslok skv. erindsbréfi janúar 2007 (frumvarp), áfangaskýrsla október 2006. Fulltrúar KÍ: Anna María Gunnarsdóttir, Ingibergur Elíasson, til vara Aðalheiður Steingrímsdóttir, Haukur Már Haraldsson, áheyrnarfulltrúi KÍ/grsk. Sigurður Haukur Gíslason, til vara Brynja Á Sigurðardóttir. Heildarendurskoðun á lögum nr. 80/1996 með síðari breytingum. 7. Nefnd um almenna námsbraut Starfslok skv. erindsbréfi lok október 2006. Fulltrúar KÍ: Kristín Jónsdóttir, Reynir Daníel Gunnarsson, Þórunn Friðriksdóttir, til vara Þorgerður Diðriksdóttir, Auður Árný Stefánsdóttir, Aðalheiður Steingríms- dóttir. Tengir starf sitt við starfsnámsnefnd og nefnd um sveigjanleika og fjölbreytni... (náms- og námsskipunarnefnd). 8. Nefnd um endurmenntun leik- og grunnskólakennara Nefnd á grunni fyrri nefndar (tilnefningar- bréf 17.1. 2006) sbr. 3. tl. í neðri lista en aukin og með breytt hlutverk í tengslum við 10 punkta samkomulag. Fulltrúar KÍ: Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, Lóa Björk Hallsdóttir Soffía Guðmunds- dóttir, Þórður Árni Hjaltested. 9. Nefnd um starfsnám Hefur lokið störfum, skýrsla til mennta- málaráðherra júní 2006. Fulltrúi KÍ: Aðalheiður Steingrímsdóttir. 10. Nefnd um framtíðarskipun kennaramenntunar Hefur lokið störfum, skýrsla til mennta- málaráðherra mars 2006. Fulltrúi KÍ: Elna Katrín Jónsdóttir. 11. Nefnd um fjar- og dreifnám Tekur til starfa í september. Starf tengist nefndum skv. tl. 2, 7 og e. atvikum 5 og 6 (laganefndunum). 12. Nefnd um námsráðgjöf Tekur til starfa í september. Starf tengist nefndum skv. tl. 2, 7 og e. atvikum 4, 5 og 6. á skólastig, þar sem fjallað var í þremur hópum um launa- og ráðningar-mál, skil skólastiga og brottfall. Skil skólastiga Í hópnum sem fjallaði um skil skólastiga kom meðal annars fram að mikilvægt er að kennarar taki virkari þátt í samfélagslegri umræðu um þetta mál en verið hefur, meðal annars með því að hefja rannsóknavinnu í grasrótinni (kennslustofunni) til vegs og virðingar ásamt því að tryggja að niðurstöður rannsókna berist til kennara og víðar í samfélaginu. Undirstrika þarf heildarsýn á menntun til að vega upp á móti þeirri aðgreiningu skólastiga sem TÍU PUNKTA SAMKOMULAGIÐ, NLS FUNDIR LJ ó sm yn d ir : k eg

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.