Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 28
28 NÁMSGÖGN LÆRT OG LEIKIÐ MEÐ NÚMA SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 6. ÁRG. 2006 Árið 2000 gaf Slysavarnafélagið Lands- björg út bókina Númi og höfuðin sjö eftir Sjón með teikningum Halldórs Baldurssonar. Í bókinni eru sjö for- varnarsögur ásamt geisladiski með vinsælum lögum og var hún gefin í alla leikskóla landsins. Nokkru síðar fór félagið í samstarf við Brúðuleikhús Helgu Steffensen og setti upp brúðusýninguna Númi á ferð og flugi. Sýningin er byggð á bókinni og hefur verið sýnd um land allt undanfarin ár. Uppfærslu Helgu hefur verið vel tekið og mikil umræða skapaðist meðal leikskólabarna svo að ljóst var að nauðsynlegt væri að búa til efni fyrir leikskóla til að vinna með börnunum í kjölfarið. Þá hófst Slysavarnafélagið Landsbjörg handa við að útbúa námsefnið Lært og leikið með Núma. Í fyrstu var námsefnið eingöngu gefið til leikskóla landsins. Fljótlega bárust ábendingar um að efnið ætti ekki síður erindi í 1. bekk grunnskóla og eftir að prufukennsla í Breiðholtsskóla og grunnskólanum í Grímsey gaf góða raun sendi Slysavarnafélagið Landsbjörg öllum grunnskólum landsins námsefnið nú í ágúst 2006. Vill félagið nota tækifærið og þakka þeim kennurum sem tóku þátt í prufukennslunni fyrir gott og faglegt starf. Námsefnið Lært og leikið með Núma er ætlað 1. bekk grunnskóla. Það fjallar um strák sem lendir í miklum hrakningum þar til einn góðan veðurdag að hann fer að nota höfuðið og hugsa um afleiðingar uppátækja sinna. Í brúðusýningu Helgu Steffensen blandast kunnuglegir vinir í hópinn sem jafnan hafa vakið mikla lukku í gegnum tíðina. Tilvalið er að nota brúðusýninguna sem kveikju í upphafi yfirferðar og kostar hún 40.000 kr. Námsefnið samanstendur af sjö verk- efnapökkum og helstu markmiðin eru að: • vekja barnið til umhugsunar um þá ábyrgð sem það ber á eigin velfarnaði • barnið geri sér grein fyrir ýmsum hættum í nánasta umhverfi sínu, s.s. í umferðinni, við nýbyggingar og á bryggjusvæði • barnið geri sér grein fyrir þeim hættum sem steðja að innandyra, s.s. af heitu vatni og lausum bókahillum • barnið geri sér grein fyrir hættum sem tengjast flugeldum, temji sér rétta umgengni við þá og noti flug- eldaöryggisgleraugu. Efnið er sett fram með þeim hætti að fyrst er lesin saga úr bókinni Númi og höfuðin sjö, þá er gert ráð fyrir að kennari velti upp ákveðnum umræðuefnum með nemendum og í kjölfarið leysa börnin verkefni hvert fyrir sig. Hverjum verkefna- pakka fylgir þemamynd til að lita auk þess sem efninu fylgir matsblað þar sem börnin geta gefið viðfangsefninu einkunn. Í lokin fá nemendur svo viðurkenningar- skjal frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og slysavarnasamning til að taka með heim. Höfundur verkefna er Unnur María Sólmundardóttir kennari og lögreglu- maður. Nánari upplýsingar um námsefnið og brúðusýninguna veita starfsmenn á slysavarnasviði félagsins. Til að fylgja námsefninu enn frekar eftir mun Slysavarnafélagið Landsbjörg útbúa námsspil með Núma og hefur Barnavinafélagið Sumargjöf veitt félag- inu myndarlegan styrk til þess verkefnis. Námsspilið verður gefið til allra leikskóla og grunnskóla á skólaárinu 2006-2007. Á vef Slysavarnafélagsins Landsbjargar www.landsbjorg.is er að finna ýmis útprentanleg gögn með Núma, s.s. bingó, dagatal og Númatíðindi, en það síðastnefnda er vefrit þar sem tekið er á árstímabundnum áherslum í slysa- vörnum. Hægt er að skrá sig á póstlista og fá Númatíðindi í tölvupósti. Það er von félagsins að starfsmenn í leik- og grunnskólum landsins sjái sér fært að fara yfir efnið með skjólstæðingum sínum. Gífurlegur fjöldi barna á leik- og grunnskólaaldri slasast á ári. Með sameiginlegu átaki heimila, skóla og fagaðila sem starfa að forvörnum næst vonandi að lækka þá tölu og búa börnum okkar bjarta og slysalausa framtíð í landi tækifæranna. Með slysavarnakveðju og ósk um farsælt skólaár framundan, starfsmenn á slysavarnasviði Slysavarnafélagsins Landsbjargar - gjöf til grunnskólanna frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.