Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 19
SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 6. ÁRG. 2006 Í Netlu, veftímariti um uppeldi og menntun, er smám saman að byggjast upp mjög spennandi og fjölbreytt safn greina um skólamál. NÝTT Í NETLU – skortur á umhyggju í skólakerfinu Grein um hugmyndir bandaríska mennta- frömuðarins Nel Noddings er nýbirt í Netlu. Höfundar eru Elva Önundardóttir, Gunnur Árnadóttir og Sigríður Sturludóttir. Nodd- ings lítur á umhyggju sem lykilhugtak í skólastarfi. Hún gagnrýnir skólakerfið fyrir skort á umhyggju sem hún segir rót ýmissa vandamála þjóðfélagsins, svo sem ofbeldis, eineltis og ótímabærra þungana hjá ungum stúlkum. Kennarar eiga í senn að sýna nemendum umhyggju og kenna þeim að bera umhyggju fyrir öðrum, að mati Noddings. Í greininni segir meðal annars: Nel Noddings fjallar um umhyggju sem felur annars vegar í sér skyldur, tengsl, samkennd og næmi og hins vegar vilja, hvöt og áhuga til að skilja hinn aðilann og veita honum umhyggju. Noddings hefur bent á að allir hafi þörf fyrir umhyggju sem felur í sér skilning, viðurkenningu, virðingu og að tilheyra öðrum, hvort sem er í bernsku, í veikindum eða á efri árum. Hún bendir hins vegar á að ekki nái allir að þróa með sér þennan hæfileika og verða færir um að sýna öðrum slíka umhyggju. Umhyggja í samskiptum kennara og nemenda ætti að fela í sér þessi tengsl, en kennarar bera einnig ábyrgð á því að aðstoða nemendur sína við að þróa hæfileikann til að veita öðrum umhyggju (Noddings, 1992). Noddings vitnar í þýska heimspekinginn Martin Heidegger sem segir að forsenda þess að umhyggja verði til sé myndun umhyggjutengsla. Hann skilgreinir þau sem gagnvirkt samband á milli tveggja einstaklinga. Gagnvirknin vísar til að sá sem nýtur umhyggjunnar þarf að hafa vilja til að taka á móti henni. Ef einstaklingur kærir sig ekki um umhyggju frá öðrum þá myndast ekki þessi tengsl (Noddings, 1992). Og síðar: Noddings telur að skóladaginn beri að skipuleggja með umhyggju í fyrirrúmi. Öll menntun á að hennar mati að vera skipulögð í gegnum umhyggju þar sem börn læra að bera umhyggju fyrir sjálfum sér og öðrum, náttúru, umhverfi o.s.frv. Hún segir brýnt að grunnurinn sé umhyggjan sem kennarinn ber fyrir hverju barni. Jafnframt undirstrikar hún að í siðferðislegri menntun felist viðurkenning á fjölbreytileika mannlegra hæfileika og áhuga. Hún segir að umhyggja sé kjarninn í allri árangursríkri menntun og að kennarar verði að hafa það í huga þegar þeir skipuleggja kennslu sína (Noddings,1992). Nel Noddings hefur gagnrýnt skóla- kerfið fyrir að gefa þörfinni fyrir umhyggju lítinn gaum. Hún gagnrýnir einnig harðlega að öll börn séu neydd til að læra sama námsefnið samkvæmt lögboðinni námskrá sem hún segir gjörsneydda allri hugsun um áhugasvið barnanna sjálfra. ELDRA Í NETLU – of mikil áhersla á þögn og „rétt“ vinnubrögð Gretar L. Marinósson skrifaði grein í Netlu árið 2003 sem heitir „Hvernig bregst skólinn við erfiðri hegðun nemenda?“ Greinin er bæði skemmtileg aflestrar og vekur til umhugsunar. Gretar setur spurningarmerki við eitt og annað í skólastarfi sem gjarnan er tekið sem sjálfsögðum hlut og segir meðal annars: Ofuráhersla á kyrrð og þögn í skólum, sem ég hef víða orðið var við, er um- hugsunarverð. Kennarar þurfa vitaskuld að vinna gegn þeim hraða og streitu sem einkennir líf margra barna en oft verða þeir of smeykir við að hegðun fari úr böndunum vegna mögnunar sem verða kann í nemendahópnum. Þessi ótti við „hópsprengingar“ er einkum áberandi meðal kennara og skólastjórnenda í grunn- skólum þar sem athafnasemi og kraftur barnanna er mestur. Hafa ber í huga að yfirgnæfandi fjöldi starfsfólks í leik- og grunnskólum eru konur sem kunna síður að meta mikla athafnasemi drengja en karlar. Víða er því mikil áhersla á aðferðir til að róa börnin: sussa á þau, beita slökunaræfingum, láta erfið börn sitja ein og nálægt kennaranum, handstýra þeim, vísa nemendum tímabundið í námsver eða til stuðningsfulltrúa og annað í þeim dúr. Þetta minnir stundum á þær aðferðir sem notaðar hafa verið í fangelsum í gegnum tíðina, að hafa vald á einstaklingum með því að stjórna líkömum þeirra og vakta hegðun þeirra (Foucault, 1977). Það er vísbending um skort á trausti sem grefur undan allri samvinnu. Kom sú hugmynd upp í íslenska hópnum að NLS stæði fyrir gerð orðabókar sem tæki fyrir helstu hugtök sem notuð eru í uppeldis- og menntunarfræðum. Þessi hugtök yrðu sett fram á öllum norðurlandamálum ásamt ensku. Þetta minnir stundum á þær aðferðir sem notaðar hafa verið í fangelsum í gegnum tíðina, að hafa vald á einstaklingum með því að stjórna líkömum þeirra og vakta hegðun þeirra. Netlufréttir Fjölbreyttar greinar um skólamál Sjá nánar í Netlu, veftímariti um uppeldi og menntun netla.khi.is góðar undirtektir voru við þessari tillögu meðal þátttakenda. Eftir að hafa hlustað á fyrirlesara og tekið þátt í umræðum var íslenski hópur- inn sammála um mikilvægi þess að við gerð aðalnámskrár væri sjálfstæði og fag- mennska kennara og skóla virt og þeim gefið tækifæri og rými til að starfa innan víðs ramma. Það telur hópurinn að leiði til aukinna gæða í skólastarfi. Einnig telur hópurinn mikilvægt að kennarar taki frumkvæði og leiði hina faglega umræðu í þjóðfélaginu í orði og riti. Það er vilji hópsins að kennarar eigi nánara samstarf við stjórnvöld hvað varðar aðalnámskrár. Að stjórnmálamenn séu upplýstir um að fagfélögin og kennarar gegna faglegu hlutverki og að gæði í skólastarfi kosta peninga. Hópurinn vill að unnið sé með sjálfsmynd kennara og þeirra eigin viðhorf og samfélagsins til kennarastarfsins, unnið sé nánar með fjölmiðlum og að markaðssetja þurfi kennara sem fagstétt. Haukur Már Haraldsson Dagbjört Ásgeirsdóttir Ólafur Loftsson NÁMSKEIÐ Í FÆREYJUM 19

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.