Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 29

Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 29
29 STARFSSEMI KÍ, SKIPTING MENNTASVIÐS SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 6. ÁRG. 2006 Á þriðja þingi Kennarasambands Íslands í mars 2005 var samþykkt ályktun um að leggja til við stjórn að fá óháðan sérfræðiaðila til að gera úttekt á starfsemi og rekstri sambandsins. Markmið með úttektinni er að leita leiða til að nýta fjármuni sem best og að starfsemin skili sem mestum árangri. Í samræmi við ályktunina fól stjórn KÍ fyrirtækinu „ParX - viðskiptaráðgjöf IBM“ að vinna úttekt á starfsemi og rekstri Kennarasambands Íslands í júní 2005. Tvö meginsvið Í lokaskýrslu ParX er lagt til að starfsemi KÍ skiptist í tvö meginsvið, þjónustusvið og félagssvið. Þá er lagt til að komið verði á fót hagdeild innan sambandsins í samstarfi við önnur stéttarfélög. Einnig að sett verði fram starfsáætlun til þriggja ára þar sem verkefnum er raðað í tímaröð og einstökum starfsmönnum eða hópi falin meginábyrgð á einstaka verkefnum. Jafnframt er lagt til að komið verði á fót mánaðarlegum samráðsfundi stjórnenda KÍ og formanna félaga. Starfsmannafundir verði tvisvar í mánuði. Yfirmarkmið þessara breytinga er að sú þekking og reynsla sem KÍ býr yfir sem skipulagseining komist enn betur til skila út í samfélag kennara og samfélagið í heild. Tillögurnar þykja góðar og stjórn ákvað í kjölfarið að skipta starfsemi KÍ í tvö svið og skilja þannig að annars vegar þjónustuhlutverk samtakanna og hins vegar fag- og stéttarfélagslegt hlutverk. Í desember 2005 kom út þjónustustefna KÍ og handbók í starfsmannamálum sem byggðar eru á tillögum ParX. Unnið er að undirbúningi framkvæmdar fleiri megintillagna. Úttektina, ályktun 3. þings og önnur tengd gögn er öll að finna á www.ki.is Varaformaður með skóla- og menntamálin Varaformaður sem er staðgengill formanns í öllum málum gegnir nú skilgreindu fullu starfi fyrir samtökin í fyrsta skipti frá stofnun þeirra árið 2000. Í samræmi við áherslur um forystuhlutverk KÍ í skóla- og menntamálum og margvíslegum sam- skiptum við aðila innan lands og utan á því sviði hefur nú verið ákveðið að fela varaformanni yfirumsjón með skóla- og menntamálum auk annarra verkefna. Það felur í sér formennsku í skólamálaráði og yfirumsjón með nefndum sem KÍ kemur að eða eru á þess vegum og sinna skóla- og menntamálum. Einnig yfirumsjón með erlendu samstarfi og jafnframt samskiptum við menntamálaráðuneyti, Alþingi og aðrar stofnanir um skóla- og menntamál. Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður KÍ segir að með þessu sé tekin meðvituð ákvörðun um að lyfta undir skóla- og menntamál og þetta hafi ekki verið gert áður með svo markvissum hætti. Formaður og varaformaður KÍ skipta sem fyrr með sér málefnum sem tengjast kjara- og réttindamálum skólastiga, félaga og sambandsins í heild, samskiptum við fjölmiðla, kynningar- og þróunarmálum og fleiru. keg Félag leikskólakennara og Kennarafélag Reykjavíkur hafa sent Gerði G. Óskarsdóttur sviðsstjóra menntasviðs Reykjavíkur umsögn um skiptingu menntasviðs og menntaráðs. Í erindi sem Gerður sendi félögunum 17. ágúst sl. var óskað eftir slíkri umsögn og þar sem skoðanir og áherslur félaganna í þessu máli eru þær sömu ákváðu þau að veita hana sameiginlega. Þar er ítrekað að félögin telja að stigið sé stórt skref aftur á bak með skiptingu menntaráðs í tvö ráð og menntasviðs í tvö svið. Í umsögninni segir meðal annars: „Félag leikskólakennara og Kennarafélag Reykjavíkur telja það stórt skref aftur á bak að skipta menntaráði upp í tvö ráð og sviðinu upp í tvö svið og mælast eindregið til þess að fallið verði frá þessari breytingu strax, þannig að menntasvið verði starfrækt og eflt í núverandi mynd. Einnig er brýnt að skoða hlutverk þjónustumiðstöðvanna og bæta þá þjónustu sem þær eiga að veita í skólasamfélaginu úti í hverfum. Að mati félaganna er ekkert sem mælir gegn því að menntaráð sé fjölmennt ráð. Fundi og starfið í ráðinu má skipuleggja á ýmsan hátt þannig að umræðan verði skilvirk og árangursrík. Ábyrgð og skipulagshæfi- leikar formanns ráðsins ráða mestu þar um en ekki fjöldi þeirra sem sitja fundi.“ Að mati félaganna eru það fyrst og fremst eftirfarandi fagleg rök sem mæla gegn því að skipta menntasviði og menntaráði og í umsögninni eru tilgreindar tíu slíkar ástæður sem hverri um sig er fylgt úr hlaði með umfjöllun og röksemdafærslu. Umsögnina í heild er að finna á www.ki.is • Um leikskólann sem hluta af mennta- kerfinu segir meðal annars: „Segja má að frá upphafi tíunda áratugarins hafi nánast öll börn á Íslandi gengið í skóla í 3 – 5 ár áður en þau hefja skólagöngu í grunnskóla og skyldunám hefst. Leikskólakennarar og leikskólastjórar hafa lagað starfsemina að þessari staðreynd og skipulagt leikskólastarf með það í huga að undirbúa börnin sem best fyrir það sem á eftir kemur. Félögin telja að þau sveitarfélög sem staðsetja málaflokkinn á einu sviði/ ráði staðfesti þessa sýn og viðurkenni mikilvægi þess að tengja skólastigin á sem bestan hátt.“ • Um samstarf leik- og grunnskóla segir meðal annars: „Kennarar á báðum skólastigum vilja að samfellan á milli skólastiganna sé meiri en á yfirborðinu og vilja sjá samfellu í hugmyndafræði, kennsluaðferðum og skipulagi á mörkum skólastiga ... Félögin telja að með því að skipa málaflokknum á eitt svið/ráð gefist betra tækifæri til samræðu kennarahópanna, sameigin- legrar stefnumörkunar og umræðu um menntun barna á mótum skólastiga.“ Breytingar á starfsemi KÍ FL og KFR senda frá sér sameiginlega umsögn Skipting menntasviðs og -ráðs Björg Bjarnadóttir formaður Félags leikskóla- kennara og Þorgerður Diðriksdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.