Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 25

Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 25
SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 6. ÁRG. 2006 25 Skólaárið 2004-2005 hlaut Vesturbæjar- skóli styrk frá KÍ til að stuðla að aukinni þátttöku foreldra í starfi barna sinna í skólanum. Hér verður gerð grein fyrir ástæðum þessa starfs, markmiðum og einstökum verkefnum sem unnin hafa verið undir yfirskriftinni ,,Allir í sama liði”, en verkefnið og kennararnir Bryndís Gunnarsdóttir og Hera Sigurðardóttir hlutu hvatningarverðlaun Heimilis og skóla árið 2006. Hvers vegna foreldrasamstarf? Foreldrar eru án efa það mikilvægasta sem hvert barn á. Ekkert er börnum jafn dýrmætt og foreldar sem vaka yfir velferð þeirra hvort sem um er að ræða í leik, námi eða líðan. Samt virðist stundum sem börnin okkar séu komin full aftarlega í forgangsröðina. Fullorðna fólkið hefur svo mikið að gera að það reynir að kaupa æ meiri þjónustu til að létta sér lífið, örbylgjuofna, tilbúna rétti, heimilisaðstoð og svo mætti lengi telja. Í samræmi við þetta er aukin krafa um að leikskólar taki við æ yngri börnum og að nemendur dvelji lengur í leik- og grunnskólum. Sumir benda á að foreldrum hafi verið talin trú um að sérfræðingar viti betur en þeir hvað sé börnunum þeirra fyrir bestu og að hætt sé við að foreldrar treysti um of á það. Skólinn er vissulega mikilvæg stofnun en það þjónar hinsvegar ekki hagsmunum barna að skólinn yfirtaki hlutverk foreldranna, enda hefur hann ekki forsendur til þess. Það kemur ekki á óvart þótt margir hafi áhyggjur af þessari þróun og velti fyrir sér áhrifum hennar á sama tíma og hjónaskilnaðir eru margir, stuðningur stórfjölskyldunnar hefur minnkað um- talsvert og agavandamál, ofbeldi og fíkni- efnaneysla fara vaxandi. Þeir hinir sömu benda á að fáar stéttir séu í betri aðstöðu til að styðja við barnið og fjölskyldu þess en kennarar, það geri þeir best með því að efla foreldra til virkari þátttöku og ábyrgðar á velferð barna sinna. Það sé m.a. eitt mikilvægasta hlutverk kennara í samtímanum að finna heppilegar leiðir til að veita foreldrum hlutdeild í starfi barna sinna í skólanum. Lagalegur bakgrunnur foreldrasamstarfs Samkvæmt 2. gr. laga um grunnskóla nr. 66/1995 ber kennurum að vinna í samstarfi við foreldra. Þar stendur m.a. að hlutverk grunnskólans sé, í samstarfi við foreldra, að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi. Í Aðalnámskrá grunnskóla – almennum hluta (1999) er tekið fram að þrír hópar myndi skólasamfélagið í hverjum skóla, nemendur, foreldrar og kennarar. Þar er tekið fram að foreldrar/forráðamenn beri frumábyrgð á uppeldi barna sinna en að menntun og velferð barna sé sameiginlegt verkefni heimilis og skóla og að sam- starfið þurfi að byggjast á gagnkvæmri virðingu, gagnkvæmu trausti, samábyrgð og gagnkvæmri upplýsingamiðlun (Aðal- námskrá grunnskóla 1999:17). Gert er ráð fyrir að skólinn beri ábyrgð á samstarfi kennara og foreldra (15. gr. laga um grunnskóla nr. 66/1995), samstarfi sem einkennast skal af upplýsingagjöf, um- ræðum og sameiginlegum markmiðum. Ljóst er að ábyrgð skólans á samstarfinu er veruleg því tekið er fram að starfsmönnum skóla sé skylt að efla samstarf skóla og heimilanna (16. gr. laga um grunnskóla nr. 66/1995). Með verkefninu Allir í sama liði bregðast kennarar við þessum aðstæðum, þeir vita að virk þátttaka foreldra í námi og líðan barna í skólanum er afar mikilvæg fyrir nemendur og foreldra en einnig kennara og leita því leiða til að efla hlutdeild foreldra í skólastarfinu. Fram til þessa hefur samstarf foreldra og kennara jafnan einkennst af því að kennarinn lítur á foreldra sem stuðningsaðila. Hann veitir þeim upplýsingar og væntir þess að þeir bregðist við á tiltekinn hátt, einkum hvað varðar heimanám og agamál og svo er foreldum stundum boðið í heimsóknir í skólann. Víða er foreldum sagt að þeir séu alltaf velkomnir í skólann en raunin er sú að nánast engir foreldrar nýta sér slík boð fremur en svokallaða viðtalstíma. Í átakinu Allir í sama liði eru kennarar leiðtogar í samstarfinu við foreldra og leita leiða til að gefa foreldrum kost á að verða virkari þátttakendur í námi barna sinna á sínum eigin forsendum. Þeir leggja ríka áherslu á að skapa gagnkvæma virðingu og traust milli kennara, nemenda og forelda. VERKEFNI Í ALLIR Í SAMA LIÐI Heimaverkefni fjölskyldunnar Foreldrar fá bréf þar sem kennarinn hvetur þá til að aðstoða barn sitt við að kynna áhugaverða persónu fyrir bekkjarfélögum sínum. Kynningin fer fram í bekknum að loknum 2-3 vikum en fram að því getur fjölskyldan undirbúið sig. Fjölskyldan fær algerlega frjálsar hendur um val á persónu og kynninguna, hún getur verið í formi ljósmynda, upplesturs, myndbands, muna o.fl. Foreldrar eru hvattir til að taka þátt í FORELDRASAMSTARF ALLIR Í SAMA LIÐI Fram til þessa hefur samstarf foreldra og kennara jafnan einkennst af því að kennarinn lítur á foreldra sem stuðningsaðila. Hann veitir þeim upplýsingar og væntir þess að þeir bregðist við á tiltekinn hátt, einkum hvað varðar heimanám og agamál og svo er foreldum stundum boðið í heimsóknir í skólann. Víða er foreldum sagt að þeir séu alltaf velkomnir í skólann en raunin er sú að nánast engir foreldrar nýta sér slík boð fremur en svokallaða viðtalstíma. Nanna Kristín Christiansen LJ ó sm yn d ir f rá h ö fu n d i

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.