Skólavarðan - 01.02.2007, Side 10
10
VINNUUMHVERFISMÁL
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 7. ÁRG. 2007
Þriðja þing KÍ 2005 ályktaði um
stefnumótun og aðgerðir í vinnuum-
hverfismálum félagsmanna til að gera
kennslu, ráðgjöf og stjórnun í skólum
að aðlaðandi starfi. Í framhaldi af þessu
var stofnuð vinnuumhverfisnefnd á
vegum KÍ sem tók til starfa í janúar
2006.
Nefndin ákvað að fyrstu verkefni
hennar yrðu eftirfarandi, skv. sam-
þykktum þings KÍ:
1. Að efna til fræðslunámskeiða fyrir
trúnaðarmenn Kennarasambandsins
um vinnuumhverfismál í samvinnu
við Vinnueftirlit ríkisins til að styrkja
trúnaðarmenn í vinnuumhverfis-
málum, miðla til þeirra upplýsingum
og efla samstarf þeirra, öryggis-
trúnaðarmanna og öryggisnefnda í
skólum. Voru þessi námskeið haldin í
október 2006.
2. Að skipuleggja og standa fyrir árlegum
þemadegi um vinnuumhverfismál
félagsmanna í samvinnu við stjórnir
aðildarfélaga KÍ og skólamálaráð.
Undirbúningur að þessum þemadegi
stendur yfir. Voru kynningarbréf um hann
send til skólastjórnenda og trúnaðar-
manna KÍ í leik-, grunn-, tónlistar- og
framhaldsskólum í desember sl.
Tilgangur þemadagsins er að stuðla
að umræðum í skólunum um vinnu-
umhverfismál, um ábyrgð skóla og starfs-
manna á samskiptum á vinnustað og líðan
í starfi. Verður vikan 12. – 16. febrúar 2007
helguð þessu mikilvæga málefni.
Gengið er út frá því að skólar velji sér
hentugan dag/tíma í þessari viku til að taka
efnið á dagskrá hjá sér sem samræmist
skipulagi skólastarfsins að öðru leyti.
Send verða veggspjöld innan skamms til
trúnaðarmanna KÍ með nokkrum lykil-
spurningum um vinnuumhverfismál sem
ætlunin er að skólarnir taki til umræðu.
Fer vinnuumhverfisnefndin þess á leit
við skólastjórnendur að þeir hafi umsjón
með framkvæmd þemadagsins í samstarfi
við trúnaðarmenn KÍ, öryggistrúnaðar-
menn og öryggisnefndir í skólum, þar sem
þær starfa skv. lögum og reglugerðum.
Vinnuumhverfisnefndin hvetur félags-
menn til góðrar þátttöku í þessu
verkefni.
Vinnuumhverfisnefnd KÍ
Ný reglugerð um skipulag og fram-
kvæmd vinnuverndarstarfs á vinnu-
stöðum, nr. 920/2006, tók gildi fyrir
skömmu. Markmið hennar er að
tryggja að fyrir hendi sé kerfisbundið
vinnuverndarstarf á vinnustöðum. Í
því felst einkum að atvinnurekandi ber
ábyrgð á að koma á vinnuverndarstarfi
sem tekur til fyrirtækis/stofnunar í heild
og allra vinnuaðstæðna sem geta haft
áhrif á öryggi og heilsu starfsmanna. Ber
atvinnurekanda að gera skriflega áætlun
um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem
á að marka stefnu varðandi aðbúnað,
hollustuhætti og öryggi á vinnustaðnum.
Áætlunin skal m.a. fela í sér:
• Mat á áhættu í starfi með tilliti til
öryggis og heilsu starfsmanna, svo
kallað áhættumat
• Áætlun um heilsuvernd sem byggir á
áhættumatinu og felur í sér forvarnir
• Samantekt á helstu niðurstöðum
áhættumats og áætlunar um heilsu-
vernd/forvarnir
Frá og með gildistöku reglugerðarinnar er
það skylda allra atvinnurekanda að gera
slíka áætlun fyrir fyrirtæki sitt/stofnun.
Í henni er að finna ítarlegri ákvæði en
áður um skyldu atvinnurekenda sem
eiga aðild að starfsemi á sama vinnustað
að vinna saman að því að tryggja góðan
aðbúnað, heilsusamlegar og öruggar
vinnuaðstæður á vinnustaðnum. Jafn-
framt eru ítarlegri ákvæði um skyldu
atvinnurekenda að tryggja að starfsmenn
fái nægilega þjálfun í starfi sínu að því er
varðar aðbúnað, öryggi og hollustuhætti
á vinnustað. Einnig eru ákvæði um
tilnefningu, hlutverk og starfshætti
öryggisvarða, öryggistrúnaðarmanna og
öryggisnefnda í fyrirtækjum/stofnunum.
Eldri reglur nr. 77/1982 um heilbrigðis- og
öryggisstarfsemi innan fyrirtækja, sem
höfðu að geyma ákvæði um öryggisverði,
öryggistrúnaðarmenn og öryggisnefndir í
fyrirtækjum, hefur verið felld úr gildi.
Á vef Vinnueftirlits er fræðslu- og leið-
beiningaefni um áhættumat og forvarnir
á vinnustað á heimasíðu stofnunarinnar,
upplýsingaefni um áhættumat og gagn-
leg verkfæri, m.a. 23 vinnuumhverfisvísar
fyrir mismunandi starfsgreinar sem
gagnast við gerð áhættumatsins. Á þessu
ári mun Vinnueftirlitið standa fyrir
kynningarráðstefnum um áhættumat og
forvarnir í Reykjavík og á landsbyggð.
Einnig verða í boði sérstök námskeið um
gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á
vinnustað.
Sjá nánar á vef Vinnueftirlitsins
www.vinnueftirlit.is
Skólar velji sér dag í vikunni 12. – 16. febrúar
Þemadagur í skólum um vinnuumhverfismál
• Hvernig vil ég að fólk komi
fram hvert við annað á mínum
vinnustað?
• Hvernig er tekið á móti nýju
starfsfólki á mínum vinnustað?
• Þarf að bæta upplýsingamiðlun
milli starfsfólks á mínum
vinnustað?
• Eru samskiptavandamál á
mínum vinnustað; einelti,
áreitni, hótanir?
• Hvaða streituvaldar eru í
vinnuumhverfinu á mínum
vinnustað?
• Vinnum við saman að því að
bæta vinnuumhverfið á mínum
vinnustað?
Ný reglugerð um áhættumat og forvarnir á vinnustöðum