Skólavarðan - 01.02.2007, Qupperneq 12

Skólavarðan - 01.02.2007, Qupperneq 12
12 SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 7. ÁRG. 2007 Greinilegur munur er á svörum eftir kynjum. Þegar á heildina er litið er brottfall meira meðal stráka en stelpna á því tímabili sem skoðað var. Greinilegastur er munurinn þegar litið er til þeirra sem hætta í skóla til þess að fara að vinna. Þrefalt fleiri strákar en stelpur gefa upp þessa ástæðu (24:8). Fleiri strákar falla á prófum í lok annar (57:40) og fleiri strákar en stelpur hætta vegna slæmra mætinga (24:16). Á hinn bóginn hætta fleiri stelpur en strákar vegna persónulegra vandamála (47:39) og fleiri stelpur hætta vegna flutnings í aðra skóla. Neil álítur að þetta skýrist m.a. af því að stelpur hafi tilhneigingu til að elta vinkonur sínar. Þegar ein skipti um skóla eða íþróttafélag komi vinkonurnar gjarnan á eftir. „Upplýsingarnar sem fengust í könnuninni staðfesta það sem fram hefur komið í fjölmörgum alþjóðlegum rannsóknum að námsgengi stráka er almennt lakara en stelpna. Þessi þróun hefur innan menntageirans verið nefnd „Boy Crisis“ eða strákakreppa. Þetta kemur ekki svo mjög á óvart þegar tekið er tillit til þess að fleiri strákar en stelpur eiga við námsörðugleika eða athyglisbrest að etja, þeir lenda frekar í vandræðum vegna framkomu sinnar, fleiri strákar en stelpur nota ritalín og tiltölulega fleiri strákar en stelpur svipta sig lífi,“ segir Neil McMahon. Hver er ástæðan fyrir því að strákar eru í þessari kreppu? „Hér er um flókið mál að ræða sem á sér vafalaust margvíslegar skýringar, félagslegar og líffræðilegar. Varðandi félagslega þáttinn er mikilvægt að hafa í huga að verulegur árangur hefur náðst í jafnréttismálum á undanförnum þremur áratugum og hafa stúlkur sérstaklega notið góðs af því. Þær hafa fengið hvatningu til að brjóta sig út úr hefðbundnu mynstri og málefni þeirra hafa verið mjög í fókus. Aftur á móti hefur vandamálum strákanna verið minni gaumur gefinn og ekki hefur verið tekið af sömu alvöru á vandamálum þeirra. Afleiðingarnar birtast m.a. í því að hlutfallslega fleiri strákar en stelpur flosna upp úr námi og lenda í alvarlegum vandræðum vegna hegðunar, gerast sekir um ofbeldi og aðra glæpi, fara út í eiturlyfjaneyslu og hlutfallslega fleiri strákar en stelpur svipta sig lífi eins og ég nefndi áðan.” Neil bendir á að samkvæmt rannsókn sem birt var í tímaritinu „Journal of Epidemiology and Community Diseases“ árið 2006 minnki lífslíkur stráka sem sýna mikla áhættuhegðun, eru árásargjarnir og bæla tilfinningar sínar. Hér sé samkvæmt rannsókninni um bein tengsl að ræða. Neil segir að stöðugt sé deilt um það hvað séu erfðir og hvað sé áunnið. „Ég er þeirrar skoðunar að munur sé á kynjunum sem taka verði tillit til og viðurkenna í skólakerfinu. Eins og Madeleine Arnot prófessor heldur fram getur „gender blindness“, þ.e. þegar menn viðurkenna ekki þann mun sem er á kynjunum, verið beinlínis skaðlegt fyrir bæði kynin. Ég tel að bæta mætti úr þessu til dæmis með aukinni fjölbreytni í starfsnámi. Það kæmi þeim strákum að gagni sem eiga erfitt uppdráttar í hefðbundnu bóknámsumhverfi. Við höfum mjög góða reynslu af þessu í MK sem er að hluta til starfsnámsskóli í matvælagreinum. Það er sorglegt hve stjórnvöld verja litlu fé í starfsnámsþátt skólastarfsins. Því hefur verið haldið fram að hátt BROTTFALL Í MK HAUSTÖNN 2004 Fjöldi nemenda sem rætt var við: 60 BROTTFALL Í MK VORÖNN 2005 Fjöldi nemenda sem rætt var við: 112 BROTTFALL Í MK HAUSTÖNN 2005 Fjöldi nemda sem rætt var við: 123 BROTTFALL Í MK HAUSTÖNN 2005 Fjöldi nemda sem rætt var við: 123 Þátttakendur frá Íslandi, Eistlandi, England og Ítalíu. Myndin er frá Chieti á Ítalíu. STRÁKAKREPPA

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.