Skólavarðan - 01.02.2007, Qupperneq 29
29
SMIÐSHÖGGIÐ
„Menntun er það sem eftir situr þegar
þú ert búinn að gleyma því sem þú
lærðir,“ mælti spekingur einn. Djarft,
en snjallt! Við hljótum öll að vera
hjartanlega sammála því. Menntunin
getur ekki verið fólgin í því sem
við lærðum og getum endurtekið,
heldur í áhrifum þeim og þroska sem
byggir okkur upp sem manneskjur. En
hvenær í lífi okkar skyldi menntunin
byrja? Menntun þýðir að verða að
manni, mannast, og ætli hún hefjist í
framhaldsskóla? Þessari spurningu hef
ég mikið velt fyrir mér og er ekki tilbúin
að fallast á að svarið sé já. Eftir fjörutíu
og fimm ára samvistir við skólabörn frá
fimm til níu ára aldri er mín sannfæring
sú að menntun byrji strax við fæðingu.
Algengt er að ómálga börn séu kölluð
óvitar en við ættum ekki að líta þau
þeim augum. Það eina sem þau vantar
er málið til að tjá sig með. Við fátt er
ég jafn feimin og staðfast augnaráð
ómálga barns. Mér finnst oft sem það
sjái í gegnum mig og ég sé vegin og
æði léttvæg fundin. Það er ekkert hægt
að fela fyrir því augnaráði!
Einhverju sinni las ég, haft eftir sérfróðum
gáfumanni, að öll heilbrigð börn fæddust
með óteljandi hæfileikarásir sem lokuðust
endanlega, hver af annarri, ef ekki kæmi til
hvatning eða örvun. Það læðist um mann
ónotahrollur við þá tilhugsun að ef til vill
séum við, vegna vantrúar á eðli barna, að
þrengja heimsmynd þeirra og möguleika
á að njóta sín síðar. Við þessu er, að mínu
viti, aðeins eitt að gera. Segja frá, sýna og
tala við þessi litlu börn á venjulegu, ríku
og lýsandi máli um allt sem fyrir augu og
eyru ber, jafnvel þótt það virðist fara fyrir
ofan garð og neðan hjá þeim. Ég hefði
varla trúað því fyrr en ég tók á sjálf, hve
opin og tilbúin ung börn eru til að tileinka
sér og taka þátt í að velta fyrir sér öllu
sem okkur dettur í hug að bera fyrir þau.
Árið 1975 byrjaði ég markvisst með þrjátíu
og fjórum sjö ára nemendum mínum að
vinna í anda þessarar hugsjónar eftir að
hafa dottið ofan á kerfi eða ramma sem
ég trúði að myndi innihalda allt sem ég
vildi gera og að sá rammi sæi sjálfkrafa um
að ekkert gleymdist eða færi forgörðum.
Það reyndist æði margt sem mér fannst
nauðsynlegt að gera en minnug allra
hæfileikarása barnanna og með gleði
og eftirvæntingu, bæði kennarans og
barnanna sem drifkraft, hófst ég handa.
Ramminn var líf nútíma fullorðins fólks
sem flytur með fjölskyldu og venslamenn
á nýtt land. Fólks sem verður að treysta
á hyggjuvit sitt og útsjónarsemi við að
byggja upp þjóðfélag og bera alla ábyrgð
á lífi sínu og heillar þjóðar. Þetta kerfi
hefur hlotið heitið Landnámsaðferðin.
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 7. ÁRG. 2007
Hvað er menntun?
Markmið hennar eru:
- Að opna augu barnanna fyrir lífinu í
kringum sig.
- Að efla sjálfstæða hugsun.
- Að auka orðaforða barnanna með því
að ræða fullorðinna manna málefni á
fullorðinna manna máli.
- Að æfa börnin í að tjá sig munnlega,
skriflega, verklega og listrænt.
- Að auka þekkingu og hvetja til
fróðleiksleitar.
- Að undirbúa nám framtíðarinnar í sem
flestum greinum.
- Að skapa tengsl við heimilin og auka
þátttöku þeirra í uppfræðslunni.
- Að reyna að finna og efla hæfileika
einstakra nemenda, þótt þeir liggi
utan námsramma skólans, og gefa
þeim tækifæri.
- Að skapa virðingu og samstöðu um að
efla velferð lands og þjóðar.
Með tólf ólíkum sjö ára bekkjum lagði
ég af stað í þessa ferð sem stóð í tvo vetur
eða þar til börnin fóru í annan skóla
(samkvæmt venjum Skóla Ísaks Jónssonar,
þar sem þetta fór fram). Nemendurnir
fylgdust með hvernig nýtt land reis úr
sjó, hvernig það greri upp, hvernig staða
landsins á hnettinum skapaði lífsskilyrðin
og atvinnuvegina, hverjar voru frumþarfir
landnemanna, hvað landið gat gefið af sér,
Herdís Egilsdóttir