Skólavarðan - 01.02.2007, Síða 30
30
hvað þurfti að kaupa frá öðrum löndum,
með hverju átti að borga, hvernig við
fengjum rafmagn, skóla, vegi o.s.frv. Og
hvað kostar svo þetta allt? Hvar fáum við
lán? Kostar það eitthvað? Höfum við efni
á þessu? Hvað á að hafa forgang? Hvað
með heilbrigðismál, dómsmál, skatta, listir
og menningu? Hér eru lífsleikniverkefnin
og umræðuefnin endalaus, þar sem litlu
landnemarnir voru þingmenn síns lands
og þjóðin kaus leynilega í stórmálum, taldi
fram til skatts og hélt sína eigin þjóðhátíð
með hátíðarræðu og eigin þjóðsöng sem
sunginn var á esperantó. En grunnnám í
því frábæra tungumáli var liður í að sjá
hvernig tungumál er byggt upp og æfing
í að umgangast orðabók, glósa og gera
stíla. Ekkert mannlegt var landnemunum
óviðkomandi og börnin voru stolt af að
vera að ræða sömu vandamál og gert var
á Alþingi! Of langt yrði upp að telja allt
sem tekið var fyrir á þessum tveimur árum
en víst var að aldrei fannst börnunum of
langt gengið. Þau gerðu sér vegabréf,
eigin mynt með eigin gengi, búreikninga,
skjaldarmerki, alfræðibækur, landakort
og líkön, léku stór leikrit þar sem allir í
bekknum tóku þátt og gáfu út frumsamin
ljóð.
Veturinn er á enda.
Sjómenn ekki í hættu
því sumarið er komið.
Lömbin litlu fæðast.
Fuglinn skríður úr eggi.
Fiskurinn berst að landi.
Rigningin gefur grasinu næringu.
Sólin og rigningin mynda regnbogann
tæra.
Þetta er landið mitt og þitt.
Lífið er gott!
Um sólarlagsbil
rennur sólin heimsenda til,
og allt er svo undurhljótt
og svo fallegt og svo rótt.
Áin er logagyllt
og allt er af unaði fyllt.
Margir hafa spurt mig: Er þetta ekki
alltof þungt fyrir svona ung börn?
Ég hef með góðri samvisku svarað
neitandi. Meðan börnin skemmta sér hið
besta og fagna hverju nýju umræðuefni
erum við á réttri leið. Hins vegar má aldrei
SMIÐSHÖGGIÐ
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 7. ÁRG. 2007
spyrja út úr eða ætlast til að börnin hafi
meðtekið efnið hér og nú. Hér var ég að
reyna að sá til framtíðar í þeirri trú að
þessi aðferð myndi leiða til þroska sem
börnunum kæmi vel bæði í námi og lífinu
sjálfu. Og eru þessi verkefni barnanna ekki
einmitt þau sömu og þau munu glíma við
sem fullorðið fólk?
Það sem ég lærði á þessum einstaklega
gjöfula tíma sem ég átti með þessum ungu
manneskjum var að börn eru margfalt
gáfaðri og stórkostlegri en okkur getur
Það læðist um mann ónotahrollur við þá tilhugsun að ef til vill séum við, vegna
vantrúar á eðli barna, að þrengja heimsmynd þeirra og möguleika á að njóta
sín síðar. Við þessu er, að mínu viti, aðeins eitt að gera. Segja frá, sýna og tala
við þessi litlu börn á venjulegu, ríku og lýsandi máli um allt sem fyrir augu og
eyru ber, jafnvel þótt það virðist fara fyrir ofan garð og neðan hjá þeim.
nokkru sinni grunað og þótt þau séu
tilfinningalega viðkvæm og brothætt er
okkur alveg óhætt að umgangast þau sem
jafningja á vitsmunalegum sviðum. Með
því að hafa æft sig í að leysa viðfangsefni
fullorðinna, þótt í leik væri, hafa þau
fengið dýrmætt sjálfstraust og öryggi
fram á veginn.
Herdís Egilsdóttir
Höfundur er kennari og höfundur
Landnámsaðferðarinnar.
Á vef Landnámsaðferðarinnar, www.lifsleikni.is , er námskerfið kynnt ítarlega.
Þar er líka að finna dæmi úr vinnu nemenda, samanber þetta hér að neðan:
Úr heimaritgerð:
Skóli í dag á að hjálpa börnum til að mæta framtíðinni.
Skólinn á að vera skemmtilegur svo börnin fái ekki námsleiða.
Ef kennarinn segir börnunum að þau séu góðir nemendur þá verða þau það.
Börnin vilja halda áfram að vera góðir nemendur.
Svona á það að vera.
Kennarinn skrifar fyrirsögn inn í
stílabókina fyrir hvert efni, t.d.
Land verður til
Sjóferðin
Húsaskjól
Matur
Trúmál
Stjórnmál
................
Ég gaf börnunum frjálsar hendur
um hvort eða hvernig þau unnu að
heimaritgerðum. Sum vildu vera laus
við þær og fengu það. Önnur skrifuðu
2-3 línur og teiknuðu. Þau sem höfðu
áhuga á heimaritgerðum skrifuðu ýmist
frá eigin brjósti, fengu hjálp foreldra
sinna eða leituðu upplýsinga í bókum
og gátu heimilda. Móðir fann að því
einu sinni við mig að barnið hennar
ætti að skrifa um stjórnmál en gat ekki
munað það sem talað hafði verið um
þetta efni í skólanum. Ég varð fegin
þessari athugasemd því að þá gat ég
skýrt betur út hvað fyrir mér vakti.
Börnin eiga ekki að skrifa endursögn af
því sem talað var um í skólanum heldur
það sem þeim dettur sjálfum í hug þegar
þau lesa fyrirsögnina sem ég skrifa
í heimaritgerðarbækurnar hverju
sinni. Sumir ortu jafnvel ljóð eða
skrifuðu skáldsögur um efnið, allt
var það jafnvel þegið af minni hálfu.
Ekki hafa börnin nú samið þetta ein
var stundum sagt við mig. Vafalaust
ekki svaraði ég en einn liður í þessari
kennsluaðferð er að fá foreldrana
með og fá börnin til að átta sig á að
alls staðar liggur fróðleikur bara ef
þau hafa augun og eyrun opin og
bera sig eftir björginni.
Hvers vegna óleiðrétt?
Eftir mikla umhugsun og af ráðnum
huga ákvað ég að leiðrétta hvorki
málfar né stafsetningu á því sem
börnin sömdu sjálf með íkroti. Ég
gerði það munnlega og þá aðeins
í aðalatriðum. Einnig hvatti ég
foreldra til að segja þeim til heima.
Mér finnst að það gæti kippt
fótunum undan kjarki þeirra sem
eru að stíga sín fyrstu skref í að tjá
sig skriflega að mikið sé sett út á
verk þeirra. Hins vegar lagði ég
mikla áherslu á réttritun á öðrum
vettvangi.
HEIMARITGERÐIR UM LANDNÁMIÐ OG LÍFIÐ Í LANDINU