Skólavarðan - 01.03.2007, Blaðsíða 7
7
KJARAMÁL
Í þessari grein er ætlunin að fjalla um
nokkrar breytingar varðandi fæðingar-
orlof. Fæðingarorlofssjóður flutti á
nýjan stað um áramót og reglum um
greiðslur í fæðingarorlofi hefur verið
breytt, bæði hjá Fæðingarorlofssjóði
og nú síðast hjá Fjölskyldu- og
styrktarsjóði.
Um síðustu áramót fluttist Fæðingarorlofs-
sjóður frá Tryggingastofnun ríkisins til
Vinnumálastofnunar. Fyrstu greiðslur
úr Fæðingarorlofssjóði til þeirra sem
hófu fæðingarorlof eftir áramót voru
um mánaðamót janúar/febrúar og komu
frá Vinnumálastofnun. Á heimasíðu
Fæðingarorlofssjóðs www.faedingarorlof.
is má finna allar helstu upplýsingar um
fæðingarorlofið ásamt reiknivél sem
áætlar þær greiðslur sem umsækjandi
kemur til með að hafa í fæðingarorlofinu.
Hægt er að setja ýmsar forsendur inn og sjá
t.d. hvað greiðslurnar verði háar ef tekið
er fullt fæðingarorlof og svo ef greiðslum
er dreift t.d. á tólf mánuði. Að auki geta
um-sækjendur nú sótt greiðsluáætlanir
sínar og greiðsluseðla frá Fæðingarorlofs-
sjóði í heimabanka sína. Umsækjendur
þurfa að senda umsóknir sínar til Fæð-
ingarorlofssjóðs, Strandgötu 1, 530
Hvammstanga. Þó ber að skila skattkort-
um umsækjenda af höfuðborgarsvæðinu
til Vinnumálastofnunar, Engjateigi 11, 105
Reykjavík.
Reglum um fæðingarorlofsgreiðslur
frá Fæðingarorlofssjóði breytt
Í febrúar 2007 afnam félagsmálaráðherra,
með breytingu á reglugerð nr. 1056/2004
um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, þá
framkvæmd að fyrri fæðingarorlofs-
greiðslur væru lagðar til grundvallar í
tekjuviðmiði þegar annað barn foreldra
fæðist. Þetta á við þegar skammur
tími líður milli tveggja fæðingarorlofa
foreldra. Þar með hefur verið horfið frá
því að greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði
vegna fyrra fæðingarorlofs verði lagðar
til grundvallar við útreikning greiðslna úr
Fæðingarorlofssjóði í síðara fæðingarorlofi.
Þeir sem hafa farið í fæðingarorlof frá 1.
janúar 2005 og fengið greiðslur samkvæmt
fyrri framkvæmd geta sótt um leiðréttingu
til Fæðingarorlofssjóðs hafi þeir orðið fyrir
skerðingu vegna fyrra fæðingarorlofs.
Nánari upplýsingar um þetta er að finna á
www.faedingarorlof.is
Breyttar greiðslur í fæðingarorlofi
frá Fjölskyldu- og styrktarsjóði
Í byrjun mars 2007 ákvað stjórn Fjölskyldu-
og styrktarsjóðs BHM, BSRB og KÍ að
breyta þeim reglum sem hingað til hafa
verið í gildi um greiðslur í fæðingarorlofi.
Frá og með 1. júní 2007 verður farið að
greiða fæðingarstyrki til foreldra í stað
tekjutengdra greiðslna til kvenna eins og
verið hefur hingað til, og verða styrkirnir
jafnháir til beggja foreldra með hliðsjón
af starfshlutfalli. Frá stofnun sjóðsins
vegna fæðingarorlofslaganna árið 2000
og fram til dagsins í dag hefur Fjölskyldu
og styrktarsjóður séð um að greiða konum
mismun á 80% af heildarlaunum og þeim
launum er þær hefðu fengið samkvæmt
fyrri reglugerð um barnsburðarleyfi, þá
hefur verið litið til fastra launa í sex mánuði
og yfirvinnu fyrstu þrjá mánuðina af því.
Með þessum breytingum munu greiðslur
dreifast á fleiri einstaklinga en áður og
þar með lækkar sú upphæð sem hver
og einn kemur til með að fá. Sjóðurinn
ræður ekki við að bæta við greiðslum til
karla m.v. núgildandi reglur, enda hafa
greiðslur úr sjóðnum stóraukist m.a. eftir
að stjórnvöld ákváðu einhliða að breyta
viðmiðunartímabili á 80% af meðaltali
heildarlauna úr einu ári í tvö ár. Þar með
lækkuðu greiðslur í fæðingarorlofi frá
Fæðingarorlofssjóði en hækkuðu á móti
úr Fjölskyldu- og styrktarsjóði.
Þeir foreldrar sem koma til með að eiga
rétt á þessum greiðslum frá og með 1. júní
2007 eru þeir sem hafa verið starfandi
hjá vinnuveitanda síðustu sex mánuði
fyrir fæðingu barns, taka að lágmarki
þriggja mánaða fæðingarorlof og hafa
gildan ráðningarsamning á meðan á
fæðingarorlofi stendur. Greiðsla verður
eins og áður sagði háð starfshlutfalli og
m.v. fyrirliggjandi forsendur má gera
ráð fyrir að starfsmaður í fullu starfi fái
eingreiðslu í kringum kr. 170.000.
Ef þið hafið einhverjar spurningar
varðandi þessi mál er ykkur velkomið að
hringja til mín í síma 595 1111 eða senda
mér tölvupóst á netfangið ingibjorg@ki.is
Ingibjörg Úlfarsdóttir
launafulltrúi KÍ
Fæðingarorlof – breytingar
Ingibjörg hjá ki.is
Lj
ó
sm
yn
d
: k
eg
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 7. ÁRG. 2007