Skólavarðan - 01.03.2007, Page 10
10
KJARAMÁL FRAMHALDSSKÓLAKENNARA
Stjórn og samninganefnd Félags fram-
haldsskólakennara (FF) fundaði nýverið
um kjaramál með trúnaðarmönnum og
fulltrúum kennara í samstarfsnefndum
framhaldsskóla. Til umræðu voru
dreifstýrðir samningar og launaþróun
í framhaldsskólum annars vegar og
sjálfsmat í framhaldsskólum hins vegar.
Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður
FF setti fundinn og vakti m.a. athygli
fundarmanna á því að vísbendingar
væru komnar fram um að laun
félagsmanna væru að síga niður á við.
Með tilkomu stofnanasamninga hefur
samningsgerð í framhaldsskólum að hluta
til verið færð heim í hérað. „Mörgum
finnst mikilvægt að kennarar séu
orðnir miðlægir í samningsgerð í sínum
skólum,“ sagði Aðalheiður, „þó að
sumum finnist verkefnin auðvitað flókin,
erfið og tímafrek.“ Aðalheiður vitnaði til
mælinga samningsaðila á launaþróun skv.
ákvæðum í kjarasamningi, en þar voru
skoðaðir mánuðirnir mars og október
2006. Niðurstaðan var að launaþróun hefði
verið með líkum hætti og samið var um og
því ekki tilefni til viðbragða, en ef þessar
niðurstöður ásamt fleiri talnagögnum
væru settar í stærra samhengi sæjust
vísbendingar um launasig miðað við
samanburðarhópa. „Þrátt fyrir góðan
vilja og ásetning við samningsborðið
virðast möguleikar kjarasamninganna og
gangurinn í þeim ekki skila sambærilegum
ávinningi til framhaldsskólanna og annarra
opinberra stofnana,“ sagði Aðalheiður
og spurði svo: „Stafar þetta af einangrun
framhaldsskólans miðað við aðrar opin-
berar stofnanir? Er hér um að ræða
kerfislegar skýringar, t.d. fyrirkomulagið
á fjárveitingum til framhaldsskólanna?
Á stofnanamenning framhaldsskólanna
einhvern þátt í þessu?“ Aðalheiður sagði
brýnt að finna skýringar og lausnir sem
kæmu að gagni þar sem ljóst væri að sömu
hömlur á launaþróun virtust ekki vera í
öðrum stofnunum á opinberum markaði.
Guðmundur H. Guðmundsson fulltrúi í
samninganefnd ríkisins var einn þeirra sem
höfðu framsögu á fundinum. Hann sagði
m.a. að kennarar væru frekar einsleit stétt,
fremur stór og vel menntuð. Það væri að
einhverju leyti rétt að fyrirkomulagsgildrur
væru hjá kennurum sem gerðu launaþróun
þeirra aðra en hjá BHM. Hann benti á að
með samningunum 2005 væru samningar
framhaldsskólakennara og BHM loks
orðnir eins í grunninn en engu að síður
væri launaþróun ólík og nefndi m.a. að
erfitt væri fyrir framhaldsskóla að nota
sumar þær leiðir sem BHM stofnanir gripu
til, svo sem að fækka starfsmönnum og
draga úr þjónustu. Guðmundur velti
vöngum yfir hvað væri hægt að gera og
spurði: „Er hægt að sleppa miðlægum 2.
kafla um vinnutíma lausum til útfærslu
í einstökum skólum og útreikningum á
vinnumati eins og gert er í meira mæli
hjá öðrum opinberum starfsmönnum og
stofnunum?“ Guðmundur minntist á í
þessu samhengi að nú væri kennsluskylda
orðin mjög á reiki í háskólunum. „Ef
þessu verður ekki breytt munum við horfa
á sama vandamál áfram hvað varðar
mismunandi launaþróun innan þessara
tveggja bandalaga. Til að breyta hlutfalli
dagvinnu- og heildarlauna verður KÍ að
hugsa um þetta og að horfa til framtíðar,“
sagði Guðmundur að lokum.
Oddur S. Jakobsson fulltrúi hjá Félagi
framhaldsskólakennara gerði í sinni fram-
sögu grein fyrir áðurnefndum mælingum
samningsaðila á launaþróun og vísaði til
talna frá KOS og fjármálaráðuneyti sem
sýna ekki alveg sömu niðurstöður hvað
varðar meðaltalshækkun dagvinnu- og
heildarlauna. Oddur sagði kaupmátt hafa
aukist eitthvað á samningstímanum en
ekki jafn mikið og vonir stóðu til þar sem
verðbólga varð meiri en gert var ráð fyrir.
Oddur bar launaþróun í framhaldsskólum
saman við annars vegar launaþróun meðal
grunnskólakennara, leikskólakennara,
þroskaþjálfa og náttúrufræðinga (FÍN)
og hins vegar launaþróun BHM samflots-
félaga. Í ljós kemur meira launaskrið
innan BHM og gliðnun milli þessara hópa,
framhaldsskólanum í óhag.
Aðalsteinn Eiríksson hjá menntamála-
ráðuneyti rakti sögu og innihald reikni-
líkans framhaldsskóla í sinni framsögu og
sagði m.a. að endurskoðun á líkaninu árið
2002 hefði bætt afkomu verknámsskóla
mjög mikið. Hann sagði að fjárhagsstaða
framhaldsskóla í heild hefði batnað á
undanförnum árum en sumir ættu þó
enn við vanda að glíma vegna gamallar
skuldasöfnunar og sagðist telja að
reiknilíkanið væri hvorki slæmt fyrir
skólana né skýringin á lakari launakjörum
kennara en samanburðarhópa. Þeirri
Stór kjaramálafundur framhaldsskólakennara
Hvað hamlar launaþróun í
framhaldsskólum?
Þrátt fyrir góðan vilja og ásetning við samningsborðið virðast
möguleikar kjarasamninganna og gangurinn í þeim ekki skila
sambærilegum ávinningi til framhaldsskólanna og annarra
opinberra stofnana. Er hér um að ræða kerfislegar skýringar, t.d.
fyrirkomulagið á fjárveitingum til framhaldsskólanna?
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 7. ÁRG. 2007