Skólavarðan - 01.03.2007, Síða 20
20
Það þarf líka að huga að börnunum
sem þurfa að vera í gæslu
Samtökin Heimili og skóli hafa ekki
skoðað viðhorf foreldra til vetrarfría,
fyrir utan lauslega könnun sem gerð var á
vefsíðu samtakanna fyrir nokkrum árum.
Framkvæmdastjórinn, Elín Thorarensen,
segir afar skiptar skoðanir vera meðal for-
eldra á vetrarfríum grunnskólanna. „Sums
staðar er mikil ánægja með vetrarfríin,
einna helst á höfuðborgarsvæðinu. Úti
á landi virðist vera meiri áhugi á því að
sleppa vetrarfríi og láta börnin hætta fyrr
á vorin.” Að sögn Elínar telja starfsmenn
grunnskólanna að börnin komi endurnærð
til baka eftir vetrarfríin og að augljóst sé
að leyfi frá skóla geri þeim gott. Alltaf er
eitthvað um að foreldrar hafi ekki tök á að
eyða vetrarleyfunum með börnum sínum
og Elín segir að sveitarfélögin verði að
gera ráð fyrir því. „Börnin þurfa vissulega
á fríi að halda. Ákveði sveitarfélag að hafa
frístundaheimili opin í vetrarfríum þá er
nauðsynlegt að þar sé boðið upp á annars
konar dagskrá en vanalega, þannig að
þau börn sem þar dvelja fái líka einhverja
tilbreytingu.“ Elín nefnir sem dæmi að í
Bretlandi bjóðist börnum að sækja ýmiss
konar námskeið í vetrarfríum, bæði á
vegum einkaaðila og hins opinbera.
Sum börn fá fimm daga frí og önnur
fá ekkert
Misjafnt er hvenær vetrarfrí eru í ís-
lenskum skólum. Þau eru mjög misjöfn
að lengd og raunar er allur gangur á því
hvort finna má slík frí á skóladagatalinu.
Veturinn 2006 – 2007 taka tveir skólar í
Reykjavík ekki vetrarfrí, í öðrum skólum
borgarinnar er vetrarfríið ýmist fyrir eða
eftir áramót og í sumum skólum er frí bæði
á haust- og vorönn. Vetrarfrí reykvískra
skólabarna er því allt frá tveimur dögum
og upp í fimm daga. Mörg dæmi eru um
að skólar sem eru í næsta nágrenni hvor
við annan séu með vetrarfrí á ólíkum
tímum. Í Hafnarfirði taka allir grunnskólar
jafnlangt vetrarfrí á sama tíma. Á Akureyri
taka allir grunnskólar nema einn tveggja
daga vetrarfrí seinni hluta febrúar og
nokkrir skólar þar eru að auki með tveggja
daga vetrarfrí í nóvember. Í Kópavogi
eru vetrarfrí grunnskólanna samræmd,
þar taka skólar fjóra daga í vetrarfrí. Af
fjórum grunnskólum Ísafjarðarbæjar hefur
einungis einn vetrarfrí, í einn dag. Vetrarfrí
í skólum í Reykjanesbæ er samræmt og
er í tvo daga. Í Garðabæ eru vetrarfrí
samræmd, í ár fá nemendur viku frí og þar
af eru tveir starfsdagar kennara.
Nokkrir einstakir skólar hafa kannað
viðhorf foreldra til vetrarfría, væntanlega
með það í huga að laga skóladagatal
eftir niðurstöðunum. Undanfarin ár hafa
bæjaryfirvöld Garðabæjar kannað vilja
foreldra til vetrarfría. Í samræmi við
niðurstöður hafa vetrarfrí grunnskólanna
í bænum verið samræmd. Margrét Björk
Svavarsdóttir, forstöðumaður fræðslu-
og menningarsviðs bæjarins, segir að
tilgangurinn með slíkri könnun sé fyrst og
fremst sá að auka þjónustu bæjarfélagsins.
„Það er okkar hlutverk og skólanna að
finna hvað foreldrar og börn vilja og
skipuleggja skólastarfið samkvæmt því.”
Margrét segir að niðurstöður könnunar
sem gerð var í janúar leiði í ljós að mikill
meirihluti foreldra í Garðabæ sé hlynntur
vetrarfríi. Það er vissulega íhugunar vert
fyrir önnur bæjarfélög að feta í fótspor
Garðabæjar; sé rétt að málum staðið
hljóta slík vinnubrögð að leiða til meiri
ánægju með skipulag vetrarfría og betri
nýtingar á þeim, börnum og fjölskyldum
til góðs.
Anna Lilja Þórisdóttir.
Börnin þurfa vissulega á fríi að halda. Ákveði sveitarfélag að
hafa frístundaheimili opin í vetrarfríum þá er nauðsynlegt að
þar sé boðið upp á annars konar dagskrá en vanalega, þannig
að þau börn sem þar dvelja fái líka einhverja tilbreytingu.
Norrænt sagnanámskeið á Íslandi
Verður haldið að Reykjum í Hrútafirði dagana 22. júlí til 27. júlí 2007.
Leiðbeinendur koma frá Skandinavíu og Skotlandi.
Námskeiðið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á sagnahefðinni.
Námskeiðið byggist upp á því að æfa sig í að segja sögur
og auka sagnavitund.
Skráning og nánari upplýsingar er að finna á www.alfar.is,
í síma 581 3933 eða á netfanginu helgahall57@hotmail.com.
Félag sagnaþula
Styrkt af Norrænu Ráðherranefndinni
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 7. ÁRG. 2007
VETRARFRÍ