Skólavarðan - 01.06.2008, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.06.2008, Blaðsíða 8
8 GREINARGERÐ SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 8. ÁRG. 2008 Stofnsettur 1896 Ken nar ar ósk ast Í fréttum RÚV þann 9. júní sl. var fjallað um launagreiðslur til fyrrverandi formanns og varaformanns Orlofssjóðs KÍ. Nauðsynlegt er að leiðrétta rangfærslur sem fram komu í fréttaflutningnum og tóku formaður og varaformaður KÍ saman greinargerð af því tilefni sem birt er hér að neðan að hluta og í heild á www.ki.is. Greinargerðin var einnig send þeim fjölmiðlum sem fjölluðu um málið. Þann 23. maí sl. ... barst formanni Kennara- sambandsins ósk frá félagsmanni um að fá senda reikninga Orlofssjóðs fyrir síðasta uppgjörsár sem og afrit af öllum fylgiskjölum með greiðslum til fyrrverandi formanns og varaformanns sjóðsins samkvæmt reikn- ingum. Formaður ákvað í samráði við vara- formann og skrifstofustjóra sambandsins að leita ráða hjá löggiltum endurskoðanda KÍ og lögmanni endurskoðunarskrifstofunnar um hvað bæri almennt að gera með óskir af þessu tagi. Stjórn KÍ ákvað að fara að ráðum þessara aðila. Það var niðurstaðan að ekki væri heimilt að afhenda afrit af þeim gögnum sem um var beðið á grundvelli einkahagsmuna aðila. Kennarasambandið hefur borið þetta álit undir fleiri lögmenn og eru þeir sammála þessari afstöðu. Þrátt fyrir að Kennarasambandið falli ekki undir upplýsingalög ákvað stjórn að svara félagsmanninum á sama hátt og gert væri ef áðurnefnd lög giltu um starfsemi Kennarasambands Íslands, þ.e.a.s. að veita almennar upplýsingar og senda honum reikninga Orlofssjóðs og athugasemdir endurskoðenda en hafna að senda ljósrit af fylgiskjölum úr bókhaldi. Allar ákvarðanir um vinnu á vegum Orlofssjóðs eru bókaðar í fundargerðum sjóðsins og hefði viðkomandi félagsmaður geta kynnt sér þær ef hann hefði óskað eftir því. Formaður KÍ átti auk þess símtal við umræddan félagsmann og fór yfir röksemdir fyrir þessari ákvörðun og útskýrði ýmis atriði málsins nánar. Einnig bauðst formaður KÍ til þess að mæta á fund kennara í þeim skóla sem félagsmaðurinn starfar við og fara yfir málið í heild. Því boði svaraði félagsmaðurinn með úrsögn úr KÍ og beiðni til RÚV um að taka málið til umfjöllunar ... Í fréttum útvarps var því haldið fram að greiðslur þær sem um ræðir væru laun fyrrverandi formanns og varaformanns Orlofssjóðs fyrir óskilgreind störf. Þetta er rangt. Þær tölur sem koma fram í bókhaldi sjóðsins eru launagreiðslur, greiðslur fyrir akstur, dagpeningagreiðslur og þóknanir fyrir fundasetur samkvæmt ákvörðun stjórnar Orlofssjóðs … Í fréttunum var því haldið fram að fyrr- verandi formaður Orlofssjóðs hefði jafnhliða störfum sínum fyrir sjóðinn gegnt starfi skólastjóra. Þetta er rangt. Fyrrverandi for- maður Orlofssjóðs KÍ hafði á þeim tíma látið af starfi skólastjóra. Lesið greinargerðina í heild á www.ki.is Launamál Orlofssjóðs Úr greinargerðinni: Á fjórða þingi KÍ komu reikningar Orlofssjóðs til umræðu og afgreiðslu og voru þessar greiðslur gagnrýndar af ýmsum þingfulltrúum. Tvennt var einkum gagnrýnt. Í fyrsta lagi væri óeðlilegt að stjórnarmenn sjóðsins ynnu alla þessa vinnu sjálfir... Í öðru lagi fannst þingfulltrúum sem tjáðu sig um málið að launin sem greidd voru væru of há. Þess má geta að þingfulltrúar höfðu fullan aðgang að bókhaldi KÍ meðan á þingi stóð og gátu fengið allar þær upplýsingar sem um var beðið.                          

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.