Skólavarðan - 01.06.2008, Blaðsíða 21

Skólavarðan - 01.06.2008, Blaðsíða 21
21 SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 8. ÁRG. 2008 Sveitamannaskólinn Dóra: Kennaraskólinn var valkostur ungmenna sem höfðu áhuga á bóknámi en ekki aðstöðu til að ráðast í langskólanám. Meðan piltar og Reykvíkingar sóttu fremur í menntaskóla var meira um stúlkur og sveitafólk í Kennaraskólanum. Bergur: Hann var stundum kallaður Sveitamannaskólinn. Svona á kennarinn að vera Bergur: En hvað segja börnin sjálf? Hvernig finnst þeim góður kennari eiga að vera? Við fengum nokkur börn til að setja sína skoðun á blað. Dóra (4. bekkur): Vera ekki strangur nema í neyð, gefa okkur frjálst annan hvern dag, hafa mörg þemu, og gefa manninum sínum ástarljóð. Bergur (4. bekkur): Kennarinn á að vera í góðu skapi, það er að segja, ef krakkarnir myndu einhvern tímann hlýða. Hann á að hrósa þeim sem mest. Og taka öllu jákvæðu. Ef það væri um það bil 21 krakki í bekknum á hann að sýna þeim öllum sömu athygli. Ekki halda upp á einhvern einn. Ef einhver krakki er í ógeðslega vondu skapi á að leyfa honum að fara í krók og hvíla sig. Dóra (5. bekkur): Ef ég væri kennari þá mundi ég láta alla sitja beint og ekki liggja á tveimur stólum – og ekki láta fólk nota annan stól til að setja fæturna á. Ég myndi láta alla lesa á kvöldin í staðinn fyrir að horfa á sjónvarpið. Ég myndi ekki láta neinn vera með húfur eða hettur inni. Myndarlegir karlmenn Dóra: Alveg einkennandi hvað karlkennararnir höfðu almennt fágaða framkomu og voru myndarlegir! Bergur: Voru þeir myndarlegri heldurðu? Dóra: Ég veit það ekki. Þeir voru náttúrulega færri. Freysteinn og Vilborg Bergur: Annað merkt ljóðskáld sem mikið hefur komið að skólamálum og kennslu er Vilborg Dagbjartsdóttir, en hún var nemandi Freysteins. Hún segir um kynni sín af honum: Dóra: Aldrei get ég nógsamlega þakkað Freysteini fyrir það góða uppeldi sem hann veitti mér og þá föðurlegu umhyggju sem hann ætíð sýndi mér. Eitt sinn kallaði hann mig á skrifstofuna og sagði: „Þú átt hérna smá peningaupphæð”. Ég varð steinhissa. „Ja, þetta er styrkur sem ég vissi um og sótti um hann fyrir þig.” Þannig var Freysteinn. ALdARAFMæLI KHí OG FRæÐSLULAGA

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.