Skólavarðan - 01.06.2008, Blaðsíða 5
5
GESTASKRIF: GYLFI jóN GYLFASON
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 8. ÁRG. 2008
Þegar ég rifja upp andrúmsloftið í bekknum
þegar ég var í 6. bekk í Myllubakkaskóla og
það viðhorf sem við höfðum til kennaranna
í skólanum og ber það saman við skólastofu
árgerð 2008 get ég ekki annað sagt en að
ýmislegt hafi breyst.
Ég var í óvenju fjölmennum árgangi. Það var
ekkert verið að vesenast með hvernig raðað
var niður í bekkjardeildir. Okkur var skipt
niður í bekki eftir lestrargetu og sjálfsagt
eitthvað eftir ætterni líka. Hópvinnu man
ég ekki eftir nema ef vera skyldi í kringum
jólin þegar verið var að skreyta töfluna, eitt
af fáum skiptum á árinu sem notuð var lituð
krít í skólastofunni. Hafi markviss verkefna-
eða hópvinna verið hluti af kennslunni man
ég að minnsta kosti ekki eftir því.
Uppröðunin var líka einföld, dyraröð,
gluggaröð, miðröð og fyrir framan töfluna
var upphækkun eða pallur sem kennarinn
stóð á á meðan hann var að kenna. Í horninu
við gluggann á upphækkuninni var svo
kennaraborðið andspænis borðum okkar
krakkanna. Ég held ég hafi setið á sama
stað alla mína skólagöngu og þegar ég horfi
til baka man ég enn hvar hver einasti af
bekkjarfélögunum sat.
Kennslan fór í minningunni þannig fram að
kennarinn kenndi okkur og útskýrði ný atriði
fyrir okkur frá upphækkuninni. Í tímanum
unnum við síðan verkefni sem höfðu það að
meginmarkmiði að festa í minni þá færni
sem kennarinn var að útskýra fyrir okkur. Á
færninni var síðan hnykkt enn frekar með því
að setja okkur fyrir heima. Ég man til dæmis
eftir að hafa reiknað mörg hundruð plús og
mínus dæmi eins og það hét. Það var ekkert
„elsku mamma“ með margföldunartöflurnar
heldur, við lærðum þær svikalaust utan að.
Ekki man ég eftir að um agavandamál hafi
verið að ræða í þessum ágæta bekk. Man
reyndar varla eftir því að kennarinn okkar, hún
Sigríður Jóhannesdóttir, hafi hækkað róminn
nema í algerum undantekningartilfellum.
Ef hugurinn reikaði nægði henni að líta
sem snöggvast yfir gleraugun og hvessa á
mann augun og einbeitingin var komin á
námsbækurnar um leið. Ekki man ég eftir
að hvarflað hafi að nokkrum manni að læra
ekki heima, því síður að skrópa eða koma of
seint. Ef kennarinn setti fyrir var einfaldlega
lært.
Sigga notaði einhvers konar stjörnukerfi
til að umbuna fyrir heimavinnu. Maður
gat fengið heila stjörnu, jafnvel tvær og
hugsanlega bara hálfa ef maður hafði
kastað til höndum. Stjörnurnar voru hins
vegar mikilvægar og góðu tilfinninguna sem
fylgdi því að fá stimplaða heila rauða stjörnu
neðst í hornið hægra megin í vinnubókina
man ég eins og gerst hefði í gær.
Ekki man ég eftir því að hafa borið eins
mikla virðingu fyrir nokkurri manneskju sem
ekki er mér blóðtengd og Siggu kennara,
eða þótt jafn vænt um heldur. Ég held að
flest okkar bekkjarsystkinanna hafi borið
sama eða svipaðan hug til hennar og ég
Þetta má ekki verða betra
- ekki fyrir þennan pening
Ef hugurinn reikaði nægði
henni að líta sem snöggvast yfir
gleraugun og hvessa á mann
augum og einbeitingin var komin
á námsbækurnar um leið.
Í mínu starfi hef ég séð kennara á
allt of lágum launum gera hluti sem
ekki er hægt að upplifa öðru vísi en
hrein og klár kraftaverk.