Skólavarðan - 01.06.2008, Blaðsíða 16
16
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 8. ÁRG. 2008
oftar að klára verkefni í skólanum.
Foreldrar eldri nemenda voru ánægðir
með að heimanám væri minna hjá þeim
en foreldrar yngri barna lýstu óöryggi með
nýfengna ábyrgð á skipulagi og áætlanagerð
í heimanámi og töluðu um að auka þyrfti
upplýsingar og endurgjöf frá skóla varðandi
þennan þátt. Foreldrar vilja gjarnan sjá að
námið verði minna námsbókamiðað en það
er. Þeir vilja einnig að lögð verði meiri áhersla
á félagslega og listræna færni nemenda,
hreyfingu og tjáningu …
Að mati kennara hefur greinabundin
kennsla bæði kosti og galla í för með sér.
Minnst breyting hefur orðið á högum kennara
eldri barna en kennarar yngri barna sögðust
finna mikinn mun. Þeim þætti m.a. erfiðara
að samþætta námsgreinar nú en áður, en
námsefni fyrir yngri börn er oft byggt upp
með samþættingu námsgreina í huga.
Kennurum finnst að mörgu leyti þægilegt að
hafa eigin stofu og geta einbeitt sér að einu
fagi en segjast finna fyrir einangrun í starfi
þegar enginn annar kennari kennir sama
fag og þeir og lítið svigrúm hefur gefist til
samvinnu greinakennara. Að mati kennara
eru meiri líkur á að farið sé dýpra í efni
námsgreinar þar sem kennarar sérhæfa sig
í henni og þar sem þeir eru faglega sterkir
í greininni ættu þeir að eiga auðveldara
með að hjálpa nemendum að vinna á sínum
hraða.
Nú er minna samband milli umsjónar-
kennara og nemenda en áður og hafa nem-
endur nú að jafnaði fleiri kennara en áður.
Þátttakendur töldu að þetta fyrirkomulag
gæti falið í sér bæði kosti og ókosti. Kostirnir
væru þeir að nemendur einangruðust ekki
hjá einum kennara og fleiri kennarar kæmu
að erfiðum málum en ókostirnir væru hins
vegar þeir að skortur væri á yfirsýn og
utanumhaldi kennara og nemendur gætu
komist undan ábyrgð og þátttöku með því
að fara mikið á milli kennara. Einnig gæfist
minni tími til umræðna og samskipta. “ Þess
má geta að þegar skýrslan var unnin var
skólastarf samkvæmt nýrri skipan einungis
nokkurra mánaða. Að sögn Þórunnar segjast
kennarar nú almennt hafa þjálfað með sér
samvinnu og aðra starfshætti sem gera þessa
hluti auðveldari. Undir lok skólaársins nú í
vor skráði Kennararáð hjá sér eftirfarandi:
Breytingar á kennslufyrirkomulagi í skóla-
num hafa að okkar mati leitt til betri og
skilvirkari kennslu og bætt skólastarfið fyrir
bæði nemendur sem og kennara.
Áttatíu mínútna lotur
Á þriðja hundrað nemendur í 1. – 10. bekk
ganga í Hvassaleitisskóla og væsir ekki um
þá, sérstaklega ekki eftir að fjórða áfanga
skólabyggingarinnar lauk en þessi nýjasti
hluti hússins var tekinn í notkun árið 2000.
Stofur eru rúmgóðar og kennarar hafa
aðstöðu til að geyma öll sín kennslugögn
í eigin stofu. Hver kennari sinnir einu eða
í mesta lagi tveimur fögum og kennir
ýmist hluta nemenda eða þeim öllum
eftir því hversu umfangsmikil greinin er á
stundaskrá. Greinabundna námið tekur mið
af fjölbreyttum kennsluháttum, samvinnu
nemenda og einstaklingsmiðuðu námi og
fellur því vel að skólastefnu Reykjavíkur.
Vellíðan – agi – árangur eru einkunnarorð
skólans.
Stundaskráin er skipulögð í áttatíu
mínútna lotum og nemendur þurfa ekki að
skipta um stofu nema þrisvar yfir daginn.
Hver kennari ber ábyrgð á sinni stofu og
faggrein. Sex ára bekkir færa sig á milli stofa
í kjarnagreinum að vali kennara og eru með
tvær samliggjandi stofur. Allir nemendur eiga
heimastofu og fara svo á milli faggreinastofa.
Kennarinn nær í nemendur sína út í frí-
mínútur og fer með að heimastofunni til að
sækja það sem með þarf. Hann fylgir þeim
svo í nýju stofuna og þetta fyrirkomulag
gildur út sjöunda bekk en frá og með þeim
áttunda er ætlast til að nemendur beri sjálfir
ábyrgð á þessu. „Breytingaferlið hófst árið
2000,“ segir Pétur Orri, „þegar Reykja-
víkurborg ákvað að einstaklingsmiðun náms
með teymisvinnu skyldi sett í forgrunn í
grunnskólum Reykjavíkur. „Við Þórunn fórum
að líta í kringum okkur og leita að góðum
leiðum til að vinna samkvæmt skólastefnu
Reykjavíkur. Við heimsóttum marga skóla
og sáum margt bæði gott og slæmt en
það sem við vorum ósátt við var að okkur
fannst skólastarfið víða ekki nógu markvisst.
Stefna menntasviðs náði ekki fram að
ganga. Við tókum eftir því að í teymisvinnu
virtust kennarar oft setja eitt fag á oddinn
og vinna með það hverju sinni. Við Þórunn
ræddum þetta og hún stakk upp á því að við
prófuðum faggreinakennslu sem hún hafði
nokkra reynslu af úr Álftamýrarskóla.“ „Þar
var reyndar stuðst við lárétt líkan,“ bætir
Þórunn við, „og einstaklingsmiðunin rak sig
alltaf á vegg. Við ákváðum því að taka upp
lóðrétta líkanið.“
Allir fengu það sem þeir vildu kenna
Skólastjórnendur í Hvassaleitisskóla fengu
þegar fram liðu stundir þróunarstyrk til að
innleiða fjölbreytta kennsluhætti og Ingvar
Sigurgeirsson prófessor í KHÍ var fenginn
til að halda námskeið fyrir kennarahópinn.
Jafnframt lögðu Pétur Orri og Þórunn
árlega fyrir fé á tímabilinu 2000-2006 til
að geta mætt þeim kostnaði sem breyttir
kennsluhættir myndu hafa í för með sér.
Sparnaðinum náðu þau fram með því að
kaupa þrif og mat annars staðar frá og vera
ekki með deildarstjóra, auk minni sparnaðar
í öðrum þáttum.
„Árið 2005 var því fylgt stíft eftir af borg-
inni að stjórnendur grunnskóla í Reykjavík
Við köllum eftir umræðu um það
sem við erum að gera og lítum
á matsvinnu utanaðkomandi
aðila sem hjálpartæki í okkar
starfi. Það sem er neikvætt í
skýrslunum er ráð til okkar um
hvað þurfi að bæta.
Að mati kennara eru meiri líkur á að farið sé dýpra í efni
námsgreinar þar sem kennarar sérhæfa sig í henni og þar sem
þeir eru faglega sterkir í greininni ættu þeir að eiga auðveldara
með að hjálpa nemendum að vinna á sínum hraða.
GREINAbUNdIN KENNSLA OG NÁM