Skólavarðan - 01.06.2008, Blaðsíða 20
20
ALdARAFMæLI KHí OG FRæÐSLULAGA
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 8. ÁRG. 2008
Laugardaginn 7. júní sl. var haldin hátíð í Borgar-
leikhúsinu í tilefni af því að liðin eru hundrað ár frá
setningu fyrstu fræðslulaga og stofnun Kennara-
skóla Íslands, síðar Kennaraháskóla Íslands. Allir
félagsmenn KÍ voru boðnir velkomnir á hátíðina með
boðsbréfi í tölvupósti. Í dagskránni var staldrað við
hlutverk kennarans í fortíð og nútíð og skólans sem
langt fram eftir síðustu öld var eina menntastofnun
kennara á Íslandi.
Það voru leikararnir Halldóra Geirharðsdóttir og
Bergur Þór Ingólfsson undir stjórn Þórs Tulinius sem
mynduðu rammann um hátíðina og í einu orði sagt
gekk allt upp, þétt og skemmtileg fléttudagskrá sem
hvergi geigaði. Jafnframt voru á hátíðinni brautskráðir
fyrstu og jafnframt síðustu doktorar við skólann
og kjöri heiðursdoktora lýst. Ávörp fluttu Ólafur
Ragnar Grímsson forseti Íslands, Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Ólafur Proppé
rektor Kennaraháskóla Íslands og kynnir var Svanhildur
Kaaber.
Forsetinn dró upp flotta mynd af lífinu á Íslandi í
árdaga kennaramenntunar: „Þegar kennaraskólinn tók
til starfa í útjaðri Reykjavíkur, umleikinn urð og grjóti,
bar bærinn enn svipmót fátæktar og erfiðisvinnu.
Áhrif nýlenduherranna voru rík, danskur fáni bundinn
í landslög. Fáeinar þúsundir bjuggu í bænum og voru
enn að átta sig á að landsmenn höfðu nokkru fyrr fengið
ráðherra úr eigin röðum. Samt var reglan áfram sú að
Alþingi kom aðeins saman annað hvert ár, nokkrar vikur
á miðju sumri. Byggðin kringum landið var ærið gisin,
þorpin lítil, kaupstaðir fáir, flestir bjuggu upp til sveita;
einangrunin hafði um aldir fjötrað athafnir og vonir
fólksins. En þjóðin var að vakna til vitundar um nýja
tíma, viljinn til framfara hafði herst í eldi baráttunnar
fyrir auknum rétti; sjálfstæðið þó enn fjarlægur
draumur. Umræðan um alþýðufræðslu hafði í áratugi
verið á dagskrá þingsins en upp úr aldamótum og í
kjölfar heimastjórnar var málið í höfn þótt vestfirskum
þingmanni þætti að vísu hæpið að hafa kennaraskólann
í Reykjavík; orðrétt „eins og bæjarbragurinn þar er
orðinn“ – en Vestfirðingar hafa löngum verið tortryggnir
á siðgæðið fyrir sunnan.“
Dagskráin hófst með nokkurs konar lifandi slides-
myndum þar sem leikararnir komu sér fyrir í stellingum
eins og kennarar frá ýmsum tímabilum sögunnar
og texti eða tónlist var leikin undir. Svo gekk á með
ýmsu, kennslustundum, söngatriðum tónlistarfólks og
ávörpum, gamni og alvöru, á víxl. Yndislegur skólakór
Kársnesskóla, Auður Gunnarsdóttir sópran og Jónas
Ingimundarson, Kristín Valsdóttir og kennaranemar
með frábært rytmalag og fleira gott. Brot úr dagskránni
er í máli og myndum hér á opnunni. Hátíðin var
hápunkturinn á samstarfi KHÍ og KÍ í vetur um viðburði
á afmælisárinu, svo sem útvarpsþáttaröð, sýning
í Landsbókasafninu og margt fleira. Til hamingju
kennarar!
keg
Afmælishátíð í Borgarleikhúsinu
Efri röð: Sigurður Pálsson, Guðrún Geirsdóttir og Rúnar Sigþórsson brautskráðust úr
doktorsnámi 7. júní.
Neðri röð: Edvard Befring, Indriði Gíslason, Jón G. Ásgeirsson og Þuríður J.
Kristjánsdóttir voru útnefnd heiðursdoktorar við Kennaraháskóla Íslands.
Lj
ós
m
yn
d
ir
:
lá
ru
s
ka
rl
i
ng
as
on