Skólavarðan - 01.06.2008, Blaðsíða 4
4
LEIÐARI
Forsíðumynd: Nýstúdentar voríð 2008
Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir
stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959
Prentun: Gutenberg
Skólavarðan, s. 595 1120 (Kristín)
Laufásvegi 81, 101 Reykjavík
EFNISYFIRLIT
Formannspistill: Áfram kennarar! 3
Leiðari: Sumarið er komið 4
Gestaskrif: Þetta má ekki verða betra – ekki fyrir þennan pening 5
Kjaramál: Að hefja töku eftirlauna 7
KÍ: Launamál Orlofssjóðs 8
Námsferð: Fjárhæð fylgir hverjum nemanda 10
Netla: Starfendarannsóknir í Menntaskólanum við Sund 14
Hvassaleitisskóli: Gaman í vinnunni! 15
KÍ: Námslaun og þróunarstyrkir FG og SÍ 18
Viðburður: Afmælishátíð í Borgarleikhúsinu 20
Ráðstefna: Tök á tilverunni - ADHD ráðstefna 25. Og 26. september 22
Þing KÍ: Með meiri einkarekstri kæmi meiri fjölbreytni 23
Fréttir: Félag um uppeldi til ábyrgðar, ný skólamálanefnd FF o.fl. 24
Verðlaun, námsgögn: Arnheiður og Pétur Hafþór 26
Fréttir: Leiðir til að efla lesskilning, Minningarsjóðar Heiðar Baldursdóttur 28
Verðlaun: Lifandi og gróskumikið fagstarf í leikskólum borgarinnar 30
Smiðshöggið: Útideildin – hjólað, ræktað, leikið og skoðað í Garðaborg 30
Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is
Ábyrgðarmaður: Eiríkur Jónsson eirikur@ki.is
Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir
sigridur@ki.is / sími 595 1115
Hönnun: Zetor ehf.
Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið
Kristín Elfa Guðnadóttir
Lj
ós
m
yn
d
:
K
ri
st
já
n
Va
ld
im
ar
ss
on
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 8. ÁRG. 2008
Sumarið er komið
Í greininni Teachers plan for summer travel bendir Thadra Petkus á
þá augljósu staðreynd að kennarar eru með langt sumarleyfi en ekki
nógu há laun til að fjármagna endalaus ferðalög yfir sumartímann.
Thadra var sjálf kennari áður en hún seldi húsið sitt og lagðist í
ferðalög og hún er með ráð undir rifi hverju. Í fyrsta lagi stingur
hún upp á því að fólk skrifi ferðasögur og selji þær. Oft er betur
borgað ef ljósmyndir fylgja og hægt að byrja á einhverju í næsta
nágrenni. Þá leggur hún til að sækja sumarnámskeið á styrkjum eða
ráða sig til starfa sem leiðsögumaður hjá sænskættaða fyrirtækinu
EF – Education Tours. Svo er hægt að kenna ensku í Kóreu, Kína
og Japan eða vera sjálfboðakennari í Búlgaríu, Costa Rica, Suður-
Afríku og Kína gegnum samtökin World Teach. „Muniði bara,„ segir
Thadra í lokin, „að halda dagbók og segja svo nemendum ykkar
frá því hvað þið gerðuð í sumar.“ Hér eru tvær hugmyndir í viðbót:
Heimilisskipti og kennaraskipti. Á Netinu er til dæmis Teacher Home
Swap og Teachers Travel Web Á Global Home Exchange er boðið upp
á heimilisskipti fyrir kennara og útskýrt hvernig maður ber sig að
ef maður vill finna annan kennara til að skipta um starf við í þrjá
mánuði og upp í tvö ár. Nordplus og fleiri aðilar styrkja kennaraskipti
og hvers vegna ekki að nota sumarið í ár til að leggja drög að því
næsta?
Evruleiki veruleiki
Alþjóðamál koma okkur við og Íslendingar eru smám saman að
átta sig á því að þótt þeir séu ekki í ESB þá hefur eitt og annað
á evrópskum vettvangi áhrif á lífið í okkar litla landi. Þetta gildir
líka um menntun samanber til dæmis Bolognaferlið. Í fyrra var
hálf öld liðin frá Rómarsáttmálanum þegar sex Evrópulönd lögðu
grunninn að fjórfrelsinu með því að víkka út fyrra samstarf frá
1951. Með svolitlum útúrsnúningum og gráglettni má segja að
það hafi verið Bandaríkjamenn sem komu Evrópusambandinu á
laggirnar. Marshallaðstoð BNA eftir heimstyrjöldina síðari skuldbatt
Evrópuríkin til samstarfs og Rómarsáttmálinn varð að veruleika á
grundvelli þessara formgerðu viðskiptafrelsisskilmála stóru bróður
í vestri. Síðan hefur evrópskt samstarf vaxið gífurlega að umfangi
þótt ítrekað hafi mistekist að sameina Evrópu að fullu eins og margir
bundu vonir til. Sá draumur er auðvitað ekki úti. Stofnríkin sex
þrjóskuðust lengi vel við að hleypa öðrum í Efnahagsbandalagið sitt
en um síðir opnuðust dyrnar og eftirleikinn þekkja flestir í grófum
dráttum. Myntbandalagið er mikilvægur áfangi í samrunaferlinu
en Evran er ekki það eina sem er að gerast í Evrópu þótt manni
virðist það stundum af íslenskum fréttaflutningi. Um þessar mundir
ganga Írar til kosninga um nýjan sáttmála. Lissabonsáttmálinn var
undirritaður í desember í fyrra og þegar þetta er ritað hefur hann
verið staðfestur af fimmtán af tuttugu og sjö ríkjum ESB og á að
taka gildi í ársbyrjun 2009. Hann er eins konar tempruð útgáfa
af evrópsku stjórnarskránni sem Frakkar og Hollendingar felldu í
þjóðaratkvæðagreiðslu 2005. Evrópa fær ekki að kjósa um þennan
nýja samning - utan Írar - þrátt fyrir að meirihluti almennings vilji
það mjög gjarnan. Það er margt ágætt í sáttmálanum en hann er
sama marki brenndur og svo margt á okkar tímum, að vera tæki í þá
nýfrjálshyggjunnar en undir fána mannréttinda og annarra fagurra
hugsjóna. Varnir gegn einkavæðingu veikjast með staðfestingu
sáttmálans og frelsi markaðarins eflist. Þetta mun hafa bein áhrif á
skólamál í Evrópu og fljótlega einnig hérlendis. Áhugasamir geta til
dæmis slegið inn leitarorðin Susan George Lisbon Treaty á YouTube
og hlustað á hvað sá mæti stjórnmálafræðingur hefur að segja um
málið. Hagfræðiprófessorinn Robert Wade fjallaði svo um kreppu
nýfrjálshyggjunnar í 24 stundum þann 10. júní sl. Loks bendi ég á
ritið Teachers for a Social Europe! á vegum EI og ETUCE sem hægt
er að hala niður hér: etuce.homestead.com/Campaign/Magazine_
TSE_EN.pdf Í ritinu er evrópskir kennarar hvattir til að ræða um
þróun mála í Evrópu í sögulegu og félagslegu samhengi og horfa
þá sérstaklega til hlutverks kennara og stéttarfélaga þeirra. Þetta
rit er mjög gott og öllu jákvæðara í garð Lissabon sáttmálans en
undirrituð. Ásamt með Susan George á YouTube og Robert Wade í
24 stundum gefur það ágæta mynd af Evrópu nútímans með tilliti
til skóla og menntunar.
Gleðilegt sumar!
Kristín Elfa Guðnadóttir.