Skólavarðan - 01.06.2009, Qupperneq 11

Skólavarðan - 01.06.2009, Qupperneq 11
11 SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 9. ÁRG. 2009 SAMTöK FÁMENNRA SKÓLA Á tuttugu ára afmæli Samtaka fámennra skóla þann 9. maí sl. var ákveðið að leggja samtökin niður. Um tuttugu manns víðs vegar af landinu mættu á afmælisstefnu, ársþing og aðalfund SFS í Stórutjarnaskóla þar sem Ólafur Arngrímsson skólastjóri og samstarfsfólk hans tóku vel á móti fólki með góðum viðurgerningi í ægifögru umhverfi. Fluttir voru fyrirlestrar um skólamál í fámennum byggðum og að því loknu hófst aðalfundur en fyrir honum lá meðal annars stjórnartillaga um að leggja samtökin niður. Skemmst er frá að segja að tillagan var samþykkt en jafnframt lét fólk í ljós þá von að þörfin fyrir samtök af þessu tæi kæmi ef til vill í ljós þegar þeirra nyti ekki lengur við og í árferði þegar fólk þjappar sér saman í hugsjóna- og hagsmunatengdum samtökum. „Samtökin hafa aldrei tekið sig neitt sérstaklega hátíðlega,“ sagði Ólafur Arn- grímsson meðal annars í setningarorðum og afmælisávarpi og tilkynnti svo að á eftir fræðsluerindum yrði haldin líkræða. „Það hefur tekist illa að endurnýja í SFS og ungt fólk hefur ekki sóst eftir að ná völdum í þessum félagsskap,“ sagði Ólafur ennfremur. Í spjalli við hann og aðra fundarmenn varð blaðamaður þess áskynja að talsverð eftirsjá væri að félaginu en jafnframt að vonir stæðu til að aðrir tækju upp þráðinn og stofnuðu á nýjan leik til samstarfs fámennra skóla á öllum skólastigum, ef til vill svæðisbundinnar samvinnu þar sem ferðalög landshorna á milli torvelduðu nokkuð samstarf af þessum toga. Yfirskrift ársþings SFS var „Menntun á tímum uppgjörs og endurnýjunar: Samtök fámennra skóla 20 ára.“ Óli Halldórsson forstöðumaður Þekkingarseturs Þingeyinga reið á vaðið með erindi sitt „Byggðir og bú. Um stoðkerfi menntunar í dreifbýli.“ „Við erum með stórt starfssvæði,“ sagði Óli um þekkingarsetrið og ekki að ósekju: „Það er rúmlega 300 kílómetra akstursleið en á svæðinu búa einungis um fimm þúsund manns. Stærsta starfsstöðin er á Húsavík og aðrar stöðvar eru ekki mannaðar en þar er aðstaða í námsverum og einnig er tengiliður á hverjum stað.“ Að sögn Óla þarf að spyrja tveggja lykilspurninga í tengslum við menntun þjóðarinnar, annars vegar hvernig menntakerfi viljum við og hins vegar hvernig fáum við það? „Við þurfum að huga að grunnforsendum áður en þessum spurningum er svarað um hvernig þjóðfélagsgerð við viljum og þurfum. Hvernig ætlum við að búa í þessu landi? Við eigum að þjónusta fólkið en fólkið á ekki að þjónusta kerfið. Við viljum væntanlega hámarka velsæld og þjóðarhag og til að nálgast þá sýn höfum við þrennt: Mannauð, náttúru og aðrar auðlindir. Gildismat síðustu ára hefur leitt okkur í ógöngur og borgríkið hefur blásið út í stað þess að atvinna flytjist út í byggðir. Landið hefur verið óþarft. Nú er hugsanlega mikil viðhorfsbreyting í aðsigi. Höfum við efni á að mennta ekki Tryggva í Svartárkoti?” spurði Óli og vísaði þar í léttum dúr til gagnmerks Bárðdælings sem áður hafði verið getið að góðu á þinginu. Óli fjallaði einnig, auk annars, um rekstur lítilla eininga og sagði að við þyrftum að sætta okkur við slíkan rekstur hérlendis. „Við þurfum að finna leiðir til að gera vel faglega en á annan hátt en með stærðinni,“ sagði Óli og Rúnar Sigþórsson dósent við Háskólann á Akureyri reri að sumu leyti á sömu mið og tók upp þráðinn frá Óla í erindi sínu „Það þarf þorp til að mennta barn – og barn til að mennta þorp.“ „Litlar einingar eru faglega lífvænlegar,“ fullyrti Rúnar. „Menntun og samfélag hafa gagnkvæmar skyldur og hlutverk, annað er óhugsandi án hins. Menntun er óhugsandi nema í samfélagi og samfélag er óhugsandi án skólastarfs. Þessi augljósa staðreynd skiptir fámenn samfélög máli umfram önnur vegna þess að skorið hefur verið á þessi gagnkvæmu tengsl og sum samfélög eiga ekki lengur skóla.“ Rúnar sagðist nota hugtakið menntun í þeim skilningi að verða meira maður (ekki meiri maður). „Menntun styrkir þekkingu og siðvit og stuðlar að lífsfyllingu. Það er lítils virði að verða fróður og fær ef það er ekki notað til góðs eins og Páll Skúlason talaði fyrir á stórgóðri sjöundu öskudagsráðstefnunni í Reykjavík. Skólinn á að vera leiðarljós en ekki einvörðungu endurspegla för samfélagsins. Enginn skóli er eyland heldur á sér rætur í samfélaginu en við verðum að horfa bæði aftur og fram og eigum að mennta fólk sem ræður við framtíðina. Skólar eiga að vera stofnanir á tuttugu ára afmælisfundi í Stórutjarnaskóla Samtök fámennra skóla lögð niður Gildismat síðustu ára hefur leitt okkur í ógöngur og borgríkið hefur blásið út í stað þess að atvinna flytjist út í byggðir. Landið hefur verið óþarft. Lj ós m yn d ir : ke g

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.