Skólavarðan - 01.06.2009, Page 20
20
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 9. ÁRG. 2009
NÁMSGöGN
Nýlega fékk hópur reyndra kennara
styrk úr Þróunarsjóði námsgagna til að
útbúa kennsluefni í verkfæris- og marg-
miðlunarforritinu Clicker 5 fyrir nemendur
með annað tungumál en íslensku. Þetta
eru þau Anna Guðrún Júlíusdóttir, Sigurður
Fjalar Jónsson, Óskar Sigurðsson og
Sigríður Ólafsdóttir. Anna Guðrún og
Sigríður eru höfundar Kötluefnisins sem
víða er notað með góðum árangri fyrir nem-
endur með annað tungumál en íslensku,
Sigurður Fjalar hefur kennt UT með tilliti
til sérkennslu við menntavísindasvið HÍ
(áður KHÍ) og haldið fjölmörg námskeið í
Clicker 5 og Óskar stýrir verkefninu fyrir
hönd A4 Skólavörubúðar. Við fengum
Óskar Sigurðsson til að kynna forritið fyrir
lesendum.
Clicker 5 styrkir nemendur í læsi, þ.e.
lestri, ritun og tali. Það má nota í öllum
námsgreinum og fyrir alla nemendur burtséð
frá námsgetu. Framleiðandinn hefur hlotið
ótal verðlaun og viðurkenningar fyrir þetta
forrit sem er notað í rúmlega 90% breskra
skóla og í yfir fjörutíu þúsund skólum um
heim allan.
Hér mun ég fjalla um það hvernig Clicker
5 styður nám barna með annað tungumál
en ensku. Ég styðst við greinina Using ICT
to support young learners who are non-native
speakers of English eftir tungumálaráðgjafann
Dawn Lama sem birt var í tímaritinu
Children and Teenagers. Þess má geta að
höfundur hefur þróað námsgögn fyrir sama
framleiðanda og framleiðir Clicker 5.
Notkun UT í skólum til að styðja nám
barna með ensku sem annað tungumál er
orðin nokkuð útbreidd. Nemendur sem
þekkja ekki nýja tungumálið finna strax
tölvuverkefni sem þeir geta leyst og upplifa
það að geta klárað verkefni, eins vel og
eða jafvel betur en skólafélagarnir. Rupert
Wegerif hefur skilgreint ávinninginn af
þessu svo: „Vegna þess að tölvur eru vélar,
án væntinga og með óendanlega þolinmæði,
geta þær skapað börnum öryggi til að
sannreyna hugmyndir.“
Clicker 5 er öflugt, notendavænt hjálpar-
tæki í ritun og margmiðlun, grundvallað á
grindum (grids) og ritvinnslu (gluggum).
Einnig opnar forritið dyr að margmiðlunar-
verkefnum sem styðjast við nýjustu tölvu-
tækni með myndir, ljósmyndir, mynd-bönd og
hljóð. Hægt er að nota Clicker grindurnar til
að uppfylla fjölmörg kennslumarkmið og
fullnægja þannig þörfum ólíkra nemenda, þau
geta verið allt frá mjög einföldum mynd/orð-
tengingaverkefnum, til setningamyndana, tal-
bóka og myndbandskynninga. Gagnvirknin
gerir nemendum kleift að nálgast námið á
fjölbreytilegan hátt.
Ritvinnsla í Clicker er talandi ritill og þú
getur ýmist notað lyklaborðið til að slá inn
orð eða smellt á orð og myndir í Clicker
grindunum og sent þau yfir í ritilinn. For-
ritið veitir enskunemendum tækifæri til að
styðjast við hið ritaða mál með eins mikilli
eða lítilli hjálp og þeir þurfa á að halda.
Hægt er að útbúa einföld orðaverkefni
(líma, merkja) og einnig flóknari verkefni
í setingarmyndun með grindum. Þannig
getur byrjandi í ensku merkt rétt hugtak
við mynd úr frá mörgum valmöguleikum.
Nemandi sem er lengra kominn í náminu
getur búið til einfaldar setningar með því
að notast við fastsetta grind sem tryggir
að rétt orð sé valið, öðrum hafnað. Hægt er
að litakóða grindur til að að greina talhljóð
eða setningahluta þannig að nemandi
geti einbeitt sér að tiltekinni færni, t.d. í
málfræði, setningagerð eða sagnagerð.
Nemendur á efri stigum geta notfært sér
orðabanka sem birtast á skjánum (pop-up)
til að búa til eigin talbækur, eða þeir styðast
við ritramma (writing frame) til að laga til
sagnatextann sinn.
Tal og hljóð eru mikilvægir eiginleikar
Clicker 5 og veita nemendum möguleika á
að tala og hlusta. Enski talgervillinn er vand-
aður og nemendur geta hlustað á framburð
orðs eins oft og þeir þurfa. Þeir geta einnig
fengið strax svörun á það sem þeir skrifa
með ritlinum (sbr. sjálfspróf og námsmat).
Þeir sjá orð og orðasambönd, geta heyrt
þau lesin, skrifa og hlustað á setningu/-ar
í heild.
Þessu til viðbótar er hægt að taka upp
tal nemenda til að þjálfa framburð þeirra í
ensku og hjóðrita einnig móðurmál þeirra
til að hvetja þá til dáða. Hljóðritinn sem
birtist (pop-up) veitir öryggi og er hvetjandi
fyrir nemendur. Hann gefur þeim færi á
að reyna, aftur og aftur, við einstök orð og
orðasambönd og nemendur elska það að
heyra rödd sína á ensku. Þeir geta hlustað
á upplesið orð og hermt eftir því eða bætt
rödd sinni við eigin talbók.
Kennarar geta síðan sjálfir útbúið grindur
sem gera nemendum kleift að klást við ýmsar
ólíkar námsgreinar um leið og þeir læra ensku
og bætt í grindurnar viðbótarstuðningi, s.s.
vísbendingum, áminningum og fleiru.
Á www.learninggrid.com er verkefnabanki
með miklu magni af tilbúnu Clicker efni og
nýju efni er reglulega bætt við. Forritið er
einfalt í notkun og því fylgja leiðbeiningar.
A4 Skólavörubúðin býður upp á námskeið í
Clicker 5, ef næg þátttaka fæst.
Óskar Sigurðsson MA
Höfundur er vöru- og verkefnastjóri hjá A4
Skólavörubúðinni.
Grein Óskars um Clicker 5 er óstytt á www.skola.is
Clicker 5
Verkfærisforrit fyrir tungumálanám
Náms- og kennsluefnið, Clicker 5 og Katla,
verður gefið út í fjórum hlutum á þessu ári
og stefnt er að því að fyrsti hlutinn verði
tilbúinn í sumar.