Skólavarðan - 01.11.2009, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.11.2009, Blaðsíða 4
LEIÐARI Forsíðumynd: Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir íslenskukennari í FÁ Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Ísafold Skólavarðan, s. 595 1104 (Kristín) Laufásvegi 81, 101 Reykjavík EFNISYFIRLIT Formannspistill: Þetta er alvara en ekki leikrit 3 Leiðari: Týndi tetíminn 4 Gestaskrif: Hraðspólað um einsöguna 5 Kjaramál: Launaseðlar, vangreidd og ofgreidd laun 7 Teiknimyndasagan: Skóladagar 7 Fréttir: Starfsendurhæfingarráðgjafi, sjúkradagpeningar 8 Vinnuvernd: Hljóðvist í grunn- og leikskólum 10 Fyrirlestur: Aftur til Pompei 12 Skólamálaráð: Innihaldsríkur fræðslufundur 13 Hugmyndafræði í framkvæmd: Heilsustefnan 14 Fréttir: Vetrarpantanir á orlofshúsum, vinnuumhverfisbólur o.fl. 16 Hringborðið: Engin ein bók getur mætt þörfum allra nemenda 18 Svæðisþing: Vægi listgreina verði aukið til muna 20 Skólaþing: Getum við aukið gæðin í núverandi árferði? 22 Ályktun: Framhaldsskólinn og fjárlagafrumvarpið 26 Námsgögn: Með tímans göngulagi 28 Fréttir: Ritdómur í Netlu, nýjar bækur eftir Arnheiði o.fl. 29 Smiðshöggið: Þeir Jónar Comenius og Thorkillius 30 Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Eiríkur Jónsson eirikur@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 9. ÁRG. 2009 Góður vetur framundan Lj ós m yn d : K ri st já n Va ld im ar ss on Týndi tetíminn 4 Í bókinni Lífið, alheimurinn og allt eftir Douglas Adams notar persónan Wowbagger hinn eilífi þessi orð til að lýsa óbærilegum leiðindum sínum á sunnudagsmorgni: Langur dimmur tetími sálarinnar. Adams endur- nýtti svo frasann sem titil á uppáhaldsbókina mína eftir hann en hún fjallar um spæjarann Dirk Gently og er framhald af bókinni Dirk Gently‘s holistic detective agency. Flestir halda – og ég þeirra á meðal – að Douglas hafi verið að leika sér með umsnúning á titlinum Dimm nótt sálarinnar en það er 16. aldar rit eftir spænska karmelítaprestinn, skáldið og dulhyggjumanninn Sankti Jón af krossinum. Frasinn öðlað- ist eilíft líf sem myndlíking fyrir andlega kreppu kristinnar sálar á leið til guðs, kreppu sem einkennist af einmanaleika og öng. Það er örugglega hægt að finna margar fjölmargar persónur í þess- um hlutverkum á Íslandi núorðið, þá sem geta ekki beðið eftir að leiðindunum linni (kreppunni) og þá sem knýja dyra og krefjast svara í niðdimmri nóttinni, hryggir og angistarfullir. Te er til margra hluta nytsamlegt. Við þurfum ekki að bíða eftir síð- degisteinu eins og Wowbagger. Við getum bruggað okkar te á hvaða tíma dags sem er. Vandræði okkar eru ef til vill frekar fólgin í því að við gleymdum að fá okkur te. Eins og margt fleira gott barst Japönum teið frá Kína. Og eins og með svo margt þá tóku Japanir þennan góða drykk og gerðu úr honum dásemd. Tedrykkja varð að umbreytingarferli með sína eigin fagurfræði, wabi-sabi, þar sem fegurðar hins stundlega og ófullkomna er notið í núinu – og svo er það farið. Ekkert varir að eilífu, engu er nokkurn tímann að fullu lokið. Nálægð, einfaldleiki og hógværð eru einkenni á wabi og tedrykkju. Tedrykkja, jafnvel sú vestræna, er eins og klæðskerasniðin fyrir núið. Maður þarf að taka til áhöldin, hita vatnið, koma telaufunum fyrir, bíða, hella í bollann, drekka. Nógu einfalt til vefjast ekki fyrir okkur en nógu flókið til að gerast ekki umhugsunarlaust. Ég var rétt í þessu að koma frá því að hlusta á frábær erindi og umræður um barnvænt samfélag. Aftur og aftur var haft orð á því að tímaleysi væri vont fyrir börn. Fólk ræddi um hvað vinnuvikan væri löng og hve börn væru farin að vera langan dag hjá dagforeldrum og í leikskólum. Bent var á að börn, sérstaklega lítil börn, þyrftu dágóða stund með foreldrum sínum á hverjum degi vegna þess að án ástar- tengsla þroskaðist heili þeirra ekki jafn vel og ella og líkur ykjust á hvers kyns ofbeldishegðun og fákunnáttu í samskiptum. Nú er rétti tíminn til að bjóða samkennurum upp á tebolla, setjast niður í rólegheitunum og ræða málin. Arnar Yngvason leikskólakennari sagði á ráðstefnunni áðan: „Núna eru ekki andlegir krepputímar.“ Ég tek undir þetta og bæti við: Núna er tíminn til að blása rykið af náms- kenningum og rifja upp hvað manneskjan getur orðið fyrir tilstilli náms. Blása á teið og í glæður Vygotsky, Dewey, Illich, Noddings, Dewey, Gardner, Bandura, Rousseau, Gramsci, Froebel, Freire, Bernstein, Montessori, Steiner, Pestalozzi, Saadaawi, Aristóteles, Gandhi, Mala- guzzi, Siegel, Lave, Mezirow, Boyd eða annarra sem maður hefur mætur á. Standa svo upp að loknu tei og hrinda betra samfélagi í framkvæmd. Njótið tesins, Kristín Elfa Guðnadóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.