Skólavarðan - 01.11.2009, Blaðsíða 30

Skólavarðan - 01.11.2009, Blaðsíða 30
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 9. ÁRG. 2009 SMIÐSHöGGIÐ 30 Comeniusaráætlunin sem kennarar þekkja vel er nefnd eftir tékkneska guðfræðingnum, heimspekingnum og uppeldisfrömuðinum John Amos Comenius (1592-1670) eða, á tékknesku, Jan Amos Komenský. Hann var sannfærður um að einungis með menntun gæti maðurinn nýtt hæfileika sína til fulls og barðist fyrir því að sem flestir fengju notið skólagöngu, líka konur og fátæklingar. Hugmyndin um menntun fólks með fötlun hefur líklega ekki verið áberandi á þessum tíma – ella hefði Comenius að vonum rætt um hana líka – en þó var Bonifacio búinn að skrifa rit um táknmál (List táknanna, 1616) og frá og með árinu 1755 opnaði hver skólinn af öðrum í Evrópu sem sinnti menntun heyrnarlausra og heyrnarskertra. Til að setja Comenius í frekara sögulegt samhengi má nefna að hann var samtíma- maður Descartes og Miltons, var 35 ára þegar Tyrkjaránið átti sér stað og á svipuðum aldri þegar fyrst bárust fregnir af þeim Grýlusonum sem voru til alls ills vísir. Spurning hvort þeir hafi verið frá Alsír? En hvað sem því líður er Comenius talinn af mörgum hafa lagt grunninn að uppeldis- og kennslufræði samtímans. „Höfum bara eitt í hyggju,“ hvatti Comenius okkur til: „Velferð alls mannkyns. Setjum til hliðar eigingirni okkar og sjálfsupphafningu í sambandi við tungumál, þjóðerni og trúar- brögð.“ Jón Thorkillius (1697-1759) rektor í Skál- holtsskóla var mikill lærdómsmaður og barð- ist fyrir endurbótum í fræðslumálum á Íslandi. Lærimeistari Jóns, nafni hans Vídalín, hafði einnig barist fyrir skipulögðu skólastarfi með ráðum og dáð en ekki haft erindi sem erfiði og sömuleiðis annar Skálholtsbiskup, Jón Árna- son, sem lagði fram tillögu árið 1736 um barnaskóla í hverri sýslu. Þetta kemur fram í stórmerkilegri grein, „Ágrip af skólasögu Garðabæjar“, sem kom út í afmælisriti Flata- skóla fyrir rúmum áratug. Þar segir höfundur, Anna Sveinsdóttir kennari, meðal annars um baráttu Thorkilliusar fyrir skólahaldi: „Skólasögu héraðs okkar barst himna- sending um aldamótin átján hundruð í líki bóknáms- og verknámsskóla sem hvorki fyrr né síðar hefur átt sinn líka í landinu. Þetta var Hausastaðaskólinn. Enda þótt húsin séu löngu rústir einar látum við okkur annt um minn- inguna um skólann því að hann var reistur í landi okkar Garðbæinga. Í afmælisriti Flata- skóla heiðrum við minningu alþýðufræðarans og menningarfrömuðarins Jóns Þorkelssonar með því að rifja upp aðdraganda og stofnun Hausastaðaskóla og skólahald fyrir börn í Kjalarnesþingi og Garðahreppi. Fyrsti barnaskóli landsins var stofnaður í Vestmannaeyjum 1745. Hann starfaði fram á þann áratuginn en lognaðist út af vegna fjárskorts; leitað var eftir fjárframlagi erlendis (1759) en fékkst ekki. Þetta átti ekki að endur- taka sig með stofnun Hausastaðaskóla 1791, tæpri hálfri öld síðar, þannig hugðist höfundur skólans, Jón Þorkelsson, búa um hnútana. Þegar skyggnst er til upphafs skólahalds barna í Hausastaðaþinghá í lok 18. aldar blasir við „herlegt slot“ umkringt torfbæjum, byggt yfir öreigabörn til að halda í þeim líf- inu og koma þeim til manns. Þetta er skóli reistur á gamla þingstaðnum, Hausastöðum, fyrir dánargjöf Jóns Þorkelssonar, Thorkillii- sjóðinn. Við lát sitt lét Jón Þorkelsson eftir gjafabréf þar sem hann arfleiddi fátækustu börn Kjalar- nesþings að öllum eigum sínum. Var þar saman kominn mikill auður, óskertur arfur frá foreldrum hans, lausafé og jarðir, auk eigna sem honum söfnuðust, en Jón var maður hóf- samur. Ekki hefur verið gerð tilraun, að því er virðist, til að umreikna Thorkillii-sjóðinn til gengis íslenskrar krónu en tala ríkisdala og jarðeigna sjóðsins, samtals tíu jarðir og jarðapartar, þar með taldar jarðirnar Innri- Njarðvík og Kalmanstjörn, segir sína sögu. Þess er getið að eftir lát Ljótunnar móður Jóns hafi umboðsmaður hans „flutt gull og silfur og annað lausafé inn í Hólmskaupstað á þremur hestum er allt skyldi fara til Jóns“. Skyldi stofna sjóð af eignum hans og ár- legum vöxtum varið börnunum til andlegra og líkamlegra þrifa uns þau yrðu sjálfbjarga.“ Fram kemur í grein Önnu að farið var eftir ákvæðum erfðaskrárinnar við stofnun og rekstur Hausastaðaskóla í tuttugu ár, síðan ekki söguna meir. Sjóðurinn þurrkaðist loks út í verðbólgu á ofanverðri 20. öld. Enn eigum langt í land með að þessi sjálf- sögðu réttindi, menntun og skóli fyrir alla, verði að raunveruleika. 75 milljónir barna í heiminum ganga ekki í skóla og 776 milljónir fullorðinna hafa ekki fengið tækifæri til að læra að lesa og skrifa. keg Menntun og skóli fyrir alla Þeir Jónar Comenius og Thorkillius nýjar og líflegar bækur um ritun og áhrif sagnaritunar BÓK UM RI TUN Svart á hvítu A A Ragnheiður Ge stsdóttir AAA A A Svart á hvítu R agnheiður G estsdóttir svart á hvítu – kennslubók um ritun Rithöfundurinn og kennslubókahöfundurinn Ragnheiður Gestsdóttir hefur sent frá sér þessa nýstárlegu bók sem fjallar um móðurmálið og ritun þess. Hér opnast augu lesenda fyrir því undri sem ritun texta er og í bókinni eru bæði verkefni og umræðuefni. Nálgunin er þverfagleg og myndlist, menningarsaga, ritlist og letur- gerð koma við sögu. hetjur Þórhallur er fluttur með fjölskyldunni til Þrándheims í Noregi. Í skólanum þekkir hann engan og gengur undir nafninu Túrhalur Túrdarson. Yfir og allt um kring gnæfir löngu dauður kóngur eins og hann væri enn í fullu fjöri. Af hverju halda allir að það sé gaman að búa í útlöndum? Og hvernig í ósköpunum á strákur úr Hlíðunum að lifa þetta af? Í þessari margslungnu sögu fléttar Kristín Steinsdóttir saman fornum sögum við nútímaatburði og veltir því fyrir sér hvað það felur í sér að vera hetja. Kennsluleiðbeiningar við Hetjur eru á www. forlagid.is gásagátan Í júnímánuði árið 1222 leggur skip að bryggju að Gásum í Eyjafirði. Um borð eru tveir bræður: Kolsveinn, kominn til að hefna föður síns, og yngri bróðir hans, Kálfur, sem ferðast með dularfullan böggul. Á Gásum er líf og fjör en ekki eru allir komnir þangað í heiðarlegum tilgangi. Í sögunni bregður fyrir ýmsum sögufrægum persónum, t.d. Guðmundi Arasyni, Gissuri Þorvaldssyni og Snorra Sturlusyni. Höfundur bókarinnar, Brynhildur Þórarinsdóttir, studdist við sögu- legar heimildir og rannsóknir fornleifafræðinga við gerð sögunnar. 5 milljónir barna í heiminum ganga ekki í skóla. Jan Amos Komenský: „Sólin sendir geisla sína á okkur öll og skiptir sér ekkert af því þótt við lítum hvert annað hornauga. Rósin angar jafn unaðslega fyrir gyðinga, kristna og múslima.“ Jón Þorkelsson (minnisvarði Ríkharðs Jónssonar): Talinn meðal þeirra Íslendinga sem fyrstir urðu fyrir áhrifum frá Upplýsingunni. Hann var einn menntaðasti maður þjóðarinnar á sinni tíð og mjög agaður embættismaður.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.