Skólavarðan - 01.11.2009, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 01.11.2009, Blaðsíða 19
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 9. ÁRG. 2009 HRINGBORÐIÐ 19 nemendur kiljur af því að þær eru miklu ódýr- ari en harðspjaldabækur. Þær eru samt ekki heppilegar fyrir hæglæsa nemendur því letrið er iðulega smátt og þær verka mjög óárenni- legar fyrir vikið. Nemendur velja líka gjarnan þynnri kiljur fremur en þykkar harðspjalda- bækur þegar þeir fara á bókasafn og átta sig ekki á að textinn er jafnmikill. Kjörbækurnar Ofsi og Óvinafagnaður eftir Einar Kárason mæl- ast vel fyrir, þar eru stuttir kaflar og spenna. Íslensk málsaga eftir Sölva Sveinsson var fín í 1. útgáfu en hefur ekki batnað með endur- útgáfum. Alltaf bætist við hana og hún er orðin illlæsileg út af smáu letri og er allt of flókin. En textinn, sérstaklega í eldri útgáfum, er vel skrifaður og vandaður og gefur færi á fjöl- breytilegum verkefnum. Kennarar geta kennt þessa bók á ýmsa lund og hún múlbindur engan. Málsaga er líka í Íslensku 2. Bækurnar hér á borðinu eftir Heimi Pálsson, Þyrnar og rósir og Sögur, ljóð og líf, eru líka frá síðustu öld en feikna fróðlegar. Hér er líka Tíminn er eins og vatnið sem fyrst kom út í tilrauna- útgáfu í Garðabæ, hún er of viðamikil til að nota með bók eins og Þyrnum og rósum og ef hún á að duga sem bókmenntasaga og textar þyrftu ljóðin að vera birt í heilu lagi. En henni fylgja mjög góðar kennsluleiðbein- ingar á vef. Ein af bestu bókunum hérna er Íslenskar bókmenntir 1550-1900 eftir Kristin Kristjánsson, ekki síst vegna orðaforða. Hún er líka skemmtilega byggð upp og þægilegur texti, það er gott að kenna þessa bók. Námsbækur virðast hafa mikla tilhneigingu til að bólgna út, bæði í endurútgáfum og svo eru nýjar bækur miklar að vöxtum. Bækur eru líka alltaf að verða fræðilegri. Það verður æ meira ólesið í lok áfanga. Fólk þarf að læra miklu meira núorðið en fyrir nokkrum áratugum. Þetta tengist kannski vaxandi fræðimennsku en kemur niður á nemendum. Það er stundum eins og allar þessar bækur séu skrifaðar af kennurum í „elítu“ skólunum svokölluðu sem hafa eðlilega ekki mikla reynslu af hægferðarnemendum. Nemendur verða skelfingu lostnir andspænis fræðilegu tungutaki. keg SKÓLANÁMSKRÁR Veigamiklar breytingar komu inn með nýjum lögum um framhaldsskóla um námskrárgerð. Samkvæmt nýju lögunum setur hver skóli sér skólanámskrá sem skiptist í almennan hluta og námsbrautarlýsingar. Námsbrautarlýsingarnar eru lagðar fyrir ráðherra til staðfestingar og öðlast þannig gildi sem annar af tveimur hlutum aðalnámskrár framhaldsskóla, en hinn fyrri er almennur hluti. Um þetta má lesa nánar í lögum um framhaldsskóla á www.ki.is Ekki er vitað á þessari stundu hvenær nýju námskrárnar komast að fullu til framkvæmda en miðað er við haustið 2011. Sumir framhaldsskólar eru farnir að smíða skólanámskrár, aðrir ekki. Margir kennarar binda vonir við svigrúmið sem nýju login skapa á þessum vettvangi en þar til af þessu verður er unnið samkvæmt „gömlu“ aðalnámskránni. ÞRJÚ ATRIÐI SEM ERU EFST Á ÓSKALISTANUM: • Ný bók fyrir áfanga 102 með góðum grunntextum, vísun í margmiðlunarefni. Ítarefni og góðum tillögum að verkefnum. • RÚV – sjónvarp á að búa til kennsludeild, þar á til dæmis að vera aðgengi að þáttunum um Árna Magnússon, nýrómantísku skáldin, Kiljuþáttum Egils, leik- ritum og ýmsu fleiru. • Margmiðlunarefni almennt. ÍSLENSKUDEILD FÁ – ÁFANGAR: ÍSA 103 Íslenska fyrir nýbúa ÍSA 203 Íslenska fyrir nýbúa ÍSA 292 Íslenska fyrir nýbúa ÍSA 303 Íslenska fyrir nýbúa ÍSA 403 Íslenska fyrir nýbúa ÍSA 503 Íslenska fyrir nýbúa ÍSL 102 Læsi, ritun, tjáning ÍSL 103 Læsi, ritun, tjáning og setningafræði ÍSL 202 Bókmenntir og málfræði ÍSL 203 Mál- og menningarsaga og bókmenntir ÍSL 212 Mál- og menningarsaga ÍSL 303 Bókmenntir og tungumál frá landnámi til siðaskipta ÍSL 403 Bókmenntir og tungumál frá siðaskiptum til 1900 ÍSL 503 Bókmenntir frá 1900 ÍSL 603 Íslensk og almenn málvísindi ÍSL 613 Skáldsögur og almenn bókmenntafræði ÍSL 633 Mál og menningarheimur barna og ungmenna ÍSL 873 Lestur góðra bóka TJÁ 102 Tjáning STA 191 Stafsetning

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.