Skólavarðan - 01.11.2009, Blaðsíða 13

Skólavarðan - 01.11.2009, Blaðsíða 13
SKóLAMÁL – FUNdUR SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 9. ÁRG. 2009 13 Skólamálaráð og skólamálanefndir KÍ létu hendur standa fram úr ermum þriðjudaginn 20. október sl. og héldu fræðslufund með miklum fjölda af örstuttum erindum um hin ýmsu mál sem tengjast verkefnasviði nefndanna og ráðsins. Yfirskrift fundarins var Fræðslufundur um starf KÍ og aðildarfélaga að skóla- og menntamálum. Til fundarins mættu auk auk fulltrúa í skóla- málaráði og skólamálanefndum starfsmenn menntamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og kennarahúss til að upplýsa um stöðu mála, hver í sínum málaflokki. Var það mat manna eftir fundinn að hann hefði verið upplýsandi og úr miklu að moða að honum loknum. Meðal þess sem rætt var um var námsmat, útgáfa reglugerða, skólastefna KÍ, Sprotasjóður, endurmenntunarsjóðir KÍ, lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla og álitamál þeim tengd, kennaramenntun og lögverndun starfsheitis tónlistarskólakennara, tilraunasamningar um framkvæmd framhaldsskólalaga, samrekstur skóla, námskrárvinna, útgáfa KÍ, matsnefnd, samstarf við atvinnurekendur, HÍ, mennta- vísindasvið og fleiri aðila, framtíðarsýn fyrir grunnskólann og starfsmenntun. Hér er gripið niður í einn lið fundarins um leið og lesendur eru hvattir til að skoða efni frá honum á www.ki.i undir dagskrárlið um símenntun töluðu þær Björg Pétursdóttir og Anna María Gunnarsdóttir: Björg sagði frá starfi tíu manna samstarfs- nefndar um símenntun leik,- grunn- og fram- haldsskólakennara. Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um mögulega endurskipulagningu endurmenntunar kennara í ljósi nýrra laga um leik, - grunn- og framhaldsskóla, laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórn- enda og væntanlegra breytinga á skipulagi kennaramenntunar. Hugað verði að samfellu í skólastarfi þar sem eitt skólastig tekur við af öðru, nánari tengingu endurmenntunartilboða við almenna kennaramenntun og möguleikum kennara á að sækja endurmenntun á fagsviði. Nefndin skal koma með tillögur að heild- stæðri útfærslu á endurmenntun sem nýtist kennurum á öllum skólastigum. Hún hefur fundað sex sinnum frá því í apríllok og hefur ekki lokið störfum en í tillögudrögum hennar má sjá skýran þráð, sem sé þann að auka námsframboð þvert á skólastig og að kennarar mismunandi skólastiga geti setið sömu (og saman) námskeið. Anna María sagði frá símenntunarlíkani fram- haldsskólakennara sem hefur verið við lýði í rúm tuttugu ár. Þetta líkan er nokkuð gott og ýmislegt í því sem ástæða er til að gefa gaum fyrir hin skólastigin. Anna María taldi til kosta þess að það væri einfalt og allir peningarnir á einum stað, margir kæmu að ákvörðunum og góð tengsl væru við háskólastigið, margir gætu fengið styrki, þeir dreifðust víða og styrkþegar skiluðu skýrslum til nefndarinnar sem sér um símenntunina. Meðal galla taldi Anna María að væru hversu þrengst hefur um sumarnámskeið og ekki komið til móts við aukinn áhuga á námi meðfram starfi sem �������������������������������������������������������������� ���������� ���������� ����������� ��������������� ���������� �������������� metið er til eininga, að kerfið verkar ekki þvert á skólastig og að nefndin er ekki nógu sýnileg heldur falin undir EHÍ. Í kynningarefni sem Elna Katrín Jónsdóttir tók saman fyrir fundinn var meðal annars að finna skólamálaályktun 4. þings KÍ 2008. Þar er svo- hljóðandi kafli um símenntun og rannsóknir: „Þing KÍ heitir á yfirvöld menntamála og vinnuveitendur félagsmanna sambandsins að auka rétt og möguleika kennara, náms- og starfsráðgjafa og skólastjórnenda á öllum skólastigum til launaðra námsorlofa til að efla þekkingu sína og færni eigi sjaldnar en á tíu ára fresti. Þingið telur brýnt að tryggja mun betur en nú er gert réttindi og mögu- leika til símenntunar jafnt á starfstíma skóla sem utan hans bæði í samræmi við þarfir og óskir einstaklinga og með hliðsjón af þróun skólastarfs og menntunar. Félagsmenn KÍ afla sér í vaxandi mæli viðbótarmenntunar og taka á þeim vettvangi þátt í fræðilegu starfi og rannsóknum á sínu sviði. Efla þarf möguleika og auka svigrúm félagsmanna KÍ til þess að stunda rannsóknir samhliða störfum sínum í skólunum.“ Efni frá fundinum er á www.ki.is keg Innihaldsríkur fræðslufundur skólamálaráðs og -nefnda • Félagsmenn Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum athugið. Reglum Vísindasjóðs FF og FS hefur verið breytt, sjá www.ki.is • Athugið einnig að gögn vegna útborgunar úr A-deild 2009 þurfa að hafa borist eða verið póstlögð í síðasta lagi 30. nóvember 2009. Starfsmenn sjóðsins eru María Norðdahl, maria@ki.is og Sigrún Harðardóttir, sh@ki. is, þær veita einnig upplýsingar um Vísinda- sjóð FF og FS í síma 595 1111 kl. 9 - 16 virka daga. Breyttar reglur Vísindasjóðs FF og FS Björg Pétursdóttir og Anna María Gunnarsdóttir Sjá nánar á www.ki.is Lj ós m yn d ir : ke g

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.