Skólavarðan - 01.11.2009, Blaðsíða 26

Skólavarðan - 01.11.2009, Blaðsíða 26
FRéTTIR OG TILKYNNINGAR SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 9. ÁRG. 200926 Ef fjárlagafrumvarpið 2010 verður samþykkt óbreytt er framhaldsskólunum gert að standa sjálfir straum af 40% af kostnaði vegna fleiri nemenda í forgangshópum (nemendur með fötlun og nemendur undir lögaldri). Einnig mun fjarnám og kvöldskólanám skerðast um helming. Millifærslur koma til með að bitna illa á skólum sem búa við þröngan húsakost. Þetta er meðal þess sem boðað er í fjárlaga- frumvarpi 2010 eins og það snýr að fram- haldsskólum. Félag framhaldsskólakennara hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun af þessu tilefni: Ályktun Félags framhaldsskólakennara um fjárlagafrumvarp 2010 og niðurskurð á fjár- veitingum til framhaldsskóla Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010 sem nú liggur fyrir Alþingi birtist niðurskurður á fjárveitingum til framhaldsskóla með þrenns konar hætti. • Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að framlög lækki frá fjárlögum yfirstandandi árs um tæplega 850 m.kr. Lagt er til að þessum niðurskurði verði mætt með því að fella alveg niður nám í 10. bekk grunnskóla í Fræðadagar heilsugæslunnar verða haldnir fimmtudaginn 26. og föstudaginn 27. nóvember 2009 á Grand hóteli í Reykjavík. Fyrir- lestrar eru haldnir í Gullteigi A og B og Hvammi. Dagskrá er fjölbreytt og snertir ýmiss konar forvarnir, þ.á m. heilsu- vernd skólabarna. Eftirfarandi fyrirlestrar ættu til dæmis að vekja áhuga kennara: FIMMTUDAGUR Kl.15:00, Gullteigur A: Áverkar á börnum eftir ofbeldi/Gestur Pálsson, barnalæknir. Kl.15:20, Gullteigur B: Íþróttaiðkun barna og unglinga/ Anna M. Guðmundsdóttir, heimilislæknir. FöSTUDAGUR Kl.8:30, sameiginlegur fyrirlestur, Gullteigur A og B: Máttur tengslanna /Linn Getz, dósent í heimilis- og samfélagslækningum í Þrándheimi og trúnaðarlæknir Landspítala. Kl.9:30, Gullteigur A: Í augum þínum verð ég til – um mátt innlifunar í eðlilegum heilaþroska/ Guðbrandur Árni Ísberg, sálfræðingur. Kl.10:40, Gullteigur A: ADHD - samræmd meðferð Þroska- og hegðunarstöðvar/Ragnheiður Elísdóttir, barnalæknir og Magnús F. Ólafsson, sálfræðingur. Kl.11:40, Gullteigur A: Lagt í vörðuna – geðræktarverkefni fyrir ellefu ára börn/Fríða Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur MPH og Guðrún Þórðardóttir, grunnskólakennari MPH. Kl.10:40, Gullteigur B: Offita barna: Hvað er til ráða?/Tryggvi Helgason, barnalæknir. Kl.15:30, sameiginlegur fyrirlestur, Gullteigur A og B: Áhrif efnahagsþrenginga á börn og unglinga/Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á BUGL. Margt fleira gagnlegt og áhugavert er í boði. Fullt gjald fyrir báða dagana er kr. 9000. Allar nánari upplýsingar eru á heilsugæslan.is og skráning fyrirfram er á novus-media.net/fraedadagar.html framhaldsskólum og draga úr fjarnámi og kvöldskólanámi um helming. • Í öðru lagi er gerð tillaga um að skólarnir fái aðeins 60% af reiknuðu framlagi sam- kvæmt reiknilíkani framhaldsskóla vegna fjölgunar í skólunum um 350 ársnemendur í forgangshópum. Frumvarpið skilgreinir nemendur á fræðsluskyldualdrinum 16–18 ára og fatlaða nemendur sem forgangs- hópa í námi framhaldsskóla. • Í þriðja lagi er gert ráð fyrir innbyrðis tilfærslum á fjárframlögum milli skólanna sem nema samtals 620 m.kr. Ástæður þessara millifærslna eru breytingar á sam- setningu náms í einstökum skólum og breytingar á reglum við útreikninga vegna sérkennsluáfanga og húsaleigu skólanna. Þessar fyrirhuguðu tilfærslur koma m.a. sérstaklega illa við skóla sem búa við þröngan húsakost. Þessi mikli niðurskurður á fjárveitingum til framhaldsskóla er sérstakt áhyggjuefni þar sem þeim hefur í mörg ár verið skorinn mjög þröngur stakkur í rekstri. Því verður að telja hættu á að skólarnir geti ekki sinnt lögbundnum skyldum sínum við nemendur, hvorki í forgangshópum né almennt, ef fyrirfram er ákveðið að greiða ekki nauðsynlegan viðurkenndan kostnað af námsvist þeirra. Stjórn Félags framhaldsskólakennara leggur fast að ráðherrum, fjárlaganefnd, mennta- málanefnd og öllum þingmönnum að sjá til þess að framhaldsskólar fái nauðsynlegt fjár- magn til að sinna lögbundnum skyldum við nemendur í þeim erfiðu aðstæðum sem eru framundan. Niðurskurður má ekki bitna á þeim sem síst mega við því, efnahagslega og félagslega. Framhaldsskólinn og fjárlagafrumvarpið Kirkjubæjarklaustur Vegna breyttra aðstæðna vantar grunnskólakennara í Kirkjubæjarskóla um næstu áramót. Kennslugreinar eru: • umsjón í 5. og 6. bekk • bekkjarkennsla í 5. og 6. bekk (íslenska, stærðfræði, samfélagsfræði og náttúrufræði • sérkennsla • umsjón með félagsstarfi nemenda Upplýsingar veitir Kjartan Kjartansson, skólastjóri s: 865- 7440. Nánari upplýsingar um skólann og Skaftárhrepp eru á www.kbs.is og www.klaustur.is. Umsóknir má senda á netfang skólans skoli@klaustur.is eða í pósti merktar, Kirkjubæjarskóli, Klausturvegi 4, 880 Kirkjubæjarklaustur, fyrir 20. nóvember. Máttur tengsla og innlifunar á fræðadögum GRUNNSKÓLAKENNARA VANTAR

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.