Skólavarðan - 01.11.2009, Blaðsíða 29

Skólavarðan - 01.11.2009, Blaðsíða 29
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 9. ÁRG. 2009 FRéTTIR OG TILKYNNINGAR 29 Hannes Ísberg Ólafsson hefur birt ritdóm í Netlu um bókina Félagsfræði menntunar eftir Gest Guðmundsson. Í ritdómi sínum segir Hannes meðal annars: „Þegar ég hóf rétt- indanám framhaldsskólakennara upp úr 1980 byggðist námið mjög á kenningum náms- sálarfræðinnar en sérmenntaðir kennslu- fræðingar voru líka að koma til starfa. Megin- áhersla var lögð á hvernig kennarar ættu að kenna og nemendur að læra fremur en að velta upp markmiðum: hvað nemendur skyldu læra og hvers vegna. Í Evrópu höfðu róttækir prófessorar þá þegar brett upp erm- arnar og voru tilbúnir að taka skólann til gagngerrar endurskoðunar. Þeir vildu skoða hvernig skólinn væri afkvæmi aðstæðna í samfélaginu og hvaða hlutverki hann gegndi fyrir samfélagið. Fyrir marga þeirra var félags- fræðin tæki til að takast á við pólitíska skóla- stefnu eða hvað bæri að gera á meðan sálfræðin var tæki til að segja okkur hvernig nemendur gætu helst lært eða hvernig bæri að gera hlutina. Ýmislegt hefur breyst. Kennarar sem áður voru uppteknir af námssálarfræði eru nú sumir hverjir líka í fararbroddi félags- fræðilegrar umræðu um skólamál. Samfélagið er að verða meira rannsóknarefni þeirra sem fást við menntun. Og nú höfum við fengið nýja bók. Útgáfa bókar Gests Guðmundssonar, Félagsfræði menntunar, er ánægjuleg tíðindi innan félagsfræði menntunar og fyrir alla þá sem hafa áhuga á að kynnast félags- fræðinni almennt. Flestir sem koma nálægt menntamálum geta líka fundið þar sýn á menntun sem stundum hefur skort hér á landi.“ Lesið ritdóm Hannesar í heild á vef Netlu, netla.khi.is Félagsfræði menntunar – ritdómur Arnheiður Borg var handhafi íslensku mennta- verðlaunanna 2008 í flokki kennara sem hafa skilað merku ævistarfi. Hún hefur samið náms- efni um árabil og nú eru komnar út tvær nýjar bækur eftir hana, Óboðnir gestir og Ekki segja frá. „Mér finnst svo mikilvægt,“ segir Arnheiður, „að foreldrar, kennarar og aðrir sem koma að uppeldi barna innræti þeim þau gildi sem þeir telja mikilvægust. Óboðnir gestir gerist meðal trölla sem eru sko alls ekki dyggðug. Ekki segja frá er um systkini sem alast upp hjá sídrukknu foreldri. Talið er að um það bil fjórða hvert barn búi við áfengisvandamál og allt sem því fylgir. Þess vegna er ég að gefa út þessar bækur í bókaflokknum Græna bókin sem fjallar um lífsgildin og okkar innri mann. Það er lítið talað um þessa hluti og bækurnar falla vel að lífsleikninámi.“ Arnheiður Borg NÝJAR BæKUR Börn alkóhólista og tröllastrákurinn Fýlupúki og félagar hans ReykjavíkurAkademían er samfélag sjálfstætt starfandi fræðimanna, rithöfunda og listamanna. Nokkrir þeirra hafa fléttað saman alvöru fræðanna og gamansömum hugleiðingum, pakkað í jólapappír og bjóða nú skólum, fyrirtækjum og stofnunum á aðventunni. Hugvekjurnar eru 15-20 mínútna langar. Faðir vor í leit að sjálfum sér. Björg Árnadóttir blaðamaður og kennari. Siðfræði jólanna. Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur. Beðmál í borginni. Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur og forstöðu maður Miðstöðvar einsögurannsókna. Er Ísland ennþá stórasta land í heimi? Viðar Hreinsson íslenskufræðingur og framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar. Nánari upplýsingar hjá ReykjavíkurAkademíunni í síma 844 8645 eða ra@akademia.is Hugvekjur á aðventu

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.