Skólavarðan - 01.11.2009, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.11.2009, Blaðsíða 28
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 9. ÁRG. 2009 NÁMSGöGN 28 Lj ós m yn d f rá h öf un d i Lj ós m yn d : K ri st ín E lf a G uð na d ót ti r Fyrir rúmum tuttugu árum fann Jan Rogers upp og frumhannaði tímavakana. Hún vildi kenna ungum börnum að skilja tímahugtakið og hjálpa þeim þar með að stjórna tíma sínum á árangursríkan hátt. Lausn hennar var að setja fagurrauða skífu í venjulega bökunarklukku til að sýna börnunum að tíminn líður. Rauða skífan varð minni og minni eftir því sem á tímann leið. Þessi einfalda og snjalla lausn Jan Rogers hefur rækilega sannað gildi sitt. Nú eru tímavakar afar vinsælir og notaðir um allan heim við tímastjórnun í margbreytilegum aðstæðum, í námi og sérkennslu, heima og í vinnunni. Engin furða, því eins og einhver sagði: „Af öllum lífsins gæðum er tíminn sá verðmætasti og þessum gæðum deilum við jafnt með okkur.“ Tímavakar (Time Timers) eru einstakir tíma- mælar í klukkulíki. Þeir fást í ólíkum stærðum, með eða án hljóðs (hefðbundnir tímavakar), sem armbandsúr og einnig á geisladiski (CD-ROM). Þeir eru mjög auðveldir í notkun og hefðbundnir tímavakar geta staðið á borði eða hangið á vegg. Um næstu áramót leysa hefðbundnir tímavakar með hljóði endanlega þá hljóðlausu af hólmi. Á tímavökum er eldrauð skífa sem hvílir á hvítum bakgrunni með tölutáknum í öfugri röð fyrir 60 mínútur. Skífan er síðan stillt á ákveðin tímamörk og minnkar þá eftir því sem tíminn líður og hverfur alveg að lokum. Með þessu móti er sýnt á einfaldan en sjónrænan hátt að tíminn líður, m.ö.o. stöðugt er hægt að sjá með berum augum hversu mikið er eftir af fyrirfram skilgreindum tímamörkum. Hægt er að skipta út ofangreindum bakgrunni fyrir bakgrunn án tölutákna. Það býður upp á þann möguleika að laga tímavakann að þörfum ólíkra einstaklinga. Skrifa má á bakgrunninn með tússpenna, lita á hann eða nota sérstaka límmiða (samskiptatáknmyndir) til að tengja enn betur tímaskynjun einstaklingsins við tiltekna atburðaröð framundan. Um Tíberfljót orti Einar Benediktsson: „Tiber sígur seint og hægt í ægi, seint og þungt - með tímans göngulagi.“ Göngulag tímans hefur verið andans mönnum umhugsunarefni í gegnum aldirnar. Ýmist er tíminn seinn eða fljótur í förum. Tímanum er einnig líkt við beljandi fljót til að sýna hve hratt hann æðir áfram, afstæði hans og allra hluta. Þá er tímanum líkt við vatn og vötn til að minna á hið gagnstæða, þ.e. stöðugleika hans og allra hluta. Daglega spyrjum við: Hvað líður tímanum? Hve lengi enn...? Þessar sjálfsögðu spurn- ingar geta reynst mörgum erfiðar viðureignar, ungum börnum, öldruðum, fötluðum o.fl. Í fyrsta lagi er tímahugtakið sértækt og mörgum næsta óskiljanlegt. Af því leiðir í öðru lagi að margir eiga í erfiðleikum með að átta sig á því hvað tímanum líður og hvernig best sé að verja honum. Þetta getur leitt til ósjálfstæðis, óöryggis og lélegs sjálfsmats og getur dregið úr eðlilegum framförum einstaklinga. Við slíkar aðstæður koma tímavakar að góðum notum. Þeir skerpa skilning og skynjun fólks á tímanum og gera því kleift að skipuleggja hann á árangursríkan hátt. „Tíminn er þeim nægur sem nota kann,“ er haft eftir Leonardo da Vinci og er það hverju orði sannara. Tímavakar nýtast jafnt ungum sem öldnum, jafnt börnum á leikskólum og eldri borgurum. Þá henta tímavakar vel fólki með ýmiss konar námsörðugleika, sérþarfir og/eða fötlun, s.s. fólki með einhverfu, fólki með Alzheimersjúk- dóminn og með Aspergerheilkenni. Þá hafa hérlendir og erlendir ADHD ráðgjafar bent á tímavaka sem góðan stuðning fyrir börn í heimanámi og almennu tímaskipulagi. Henrik Wergeland sagði: „Tíma sem er sóað finnur maður ekki aftur – þó að lengi sé leitað.“ Þessi sannindi eiga við um skóla, heimili og einstaklinga, fyrirtæki og heilbrigðisstofnanir. Tímavakar hjálpa jafnt einstaklingum sem hópum að forðast óþarfa tímasóun með því að hámarka góða nýtingu líðandi stundar. Tímavakar nýtast meðal annars í: • Stærðfræðikennslu • Byrjenda- og sérkennslu • Stjórnun á próf- og/eða verkefnatíma • Stjórnun á heima- og sjálfsnámi • Stjórnun á leiktíma barna • Stjórnun á matar- og kaffihléum o.þ.h. • Stjórnun á alls konar „biðtíma“ • Stjórnun á tíma fólks með alvarlega fötlun • Stjórnun á tíma ráðgjafa, sjúkraþjálfara o.fl. • Tíma- og fundastjórnun Ávinningurinn af notkun tímavaka er óum- deilanlegur. Við getum tekið undir spak- mæli Benjamins Franklin: „Ef þú elskar lífið skaltu ekki sóa tímanum því tíminn er það sem lífið er búið til úr.“ Óskar Sigurðsson M.A. Höfundur er vöru- og verkefnastjóri náms- og kennslugagna hjá A4 Skrifstofu og skóla. Með tímans göngulagi Tímavakar: Einföld tæki sem skila hámarks árangri Margir eiga í erfiðleikum með að átta sig á því hvað tímanum líður og hvernig best sé að verja honum. Þetta getur leitt til ósjálfstæðis, óöryggis og lélegs sjálfsmats og getur dregið úr eðlilegum framförum einstaklinga.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.