Skólavarðan - 01.11.2009, Síða 11

Skólavarðan - 01.11.2009, Síða 11
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 9. ÁRG. 2009 vINNUvERNd 11 í vinnuherbergi kennara sem þeir eru nokkuð sáttir. Rödd kennara þarf að vera 15-20 dB hærri en hávaðinn til að börn heyri hana ólíkt fullorðnum sem greina rödd af sama styrk- leika og hávaðinn er. Ef hávaðinn er of mikill er kennaranum því ómögulegt að koma skilaboðum sínum á framfæri til nemenda þar sem röddin getur ekki verið nógu há. Ofan á þetta bætist svo að röddin dofnar eftir því sem fjarlægðin er meiri og því heyra þeir sem sitja aftar í skólastofunni enn síður til kennarans. Rannsóknir Valdísar og annarra sýna að allt upp undir fimmtungur kennara hafi farið til læknis vegna raddmeina og vandamála í eyra ásamt því að hafa tekið veikindaleyfi vegna raddar. Álagseinkennin, eins og raddþreyta, hæsi, hósti o.s.frv., koma helst fram við kennslu en detta niður um helgar og á sumrin. Því er hægt að færa rök fyrir því að rödd kennara sé atvinnutæki þeirra og mikilvægt að hugað sé vel að raddheilsu þeirra til að tryggja góð námsskilyrði nemenda. Yngri einstaklingar eru viðkvæmari fyrir hávaða því þeir hafa styttri hlust og hljóðið dempast því ekki jafn mikið á leið til hljóðhimnunnar og hjá fullorðnum. Hávaði veldur þó ekki einungis heyrnarskerðingu. Umhverfishávaði getur einnig valdið svefntruflunum og streitu, verra minni, einbeitingarskorti og minni náms- og lestrargetu. GÓÐ RÁÐ Jónína Konráðsdóttir, leikskólastjóri á Sólborg, og Hildur Heimisdóttir, kennari í Hlíðaskóla, sögðu frá ýmsum hagnýtum ráðum til að draga úr hávaða: • Kennarar séu meðvitaðir um að reyna ekki að yfirgnæfa hávaðann í börnunum heldur fá þau til að lækka í sér (biðja þau að nota „inniröddina“). • Hafa barnið nær sér þegar talað er við það og vera í sömu hæð ef hægt er, t.d. setjast niður. • Skipta barnahópnum upp eins og kostur er. • Gæta að bakgrunnstónlist. Eftir smá tíma verður hún að hávaða og allir eru hættir að hlusta. • Mottur á gólf/borð og plastdúka með undirlagi á borð. • Fóðra leikfangakassa og tæma úr þeim á borð/ gólf en ekki láta börnin „gramsa“ í þeim. • Skellibólur á vatnskassa á klósettum svo að setan skelli ekki á kassanum. • Koma inn í rými og loka augunum - hjálpar til að greina hvaðan hávaðinn kemur. • Bæta við hljóðeinangrunarplötum þar sem hávaðinn er mestur (s.s. í sal), t.d. niður á veggi. • Bora í gula tennisbolta með spaðabor af sömu breidd og stólfótur er og setja boltana undir stólfæturna - þá heyrist ekkert þegar stólinn er dreginn til. • Einangrun fyrir hitaveiturör sett um stól/ borðfætur til að koma í veg fyrir að stál sláist í stál. • Athuga með gluggatjöld o.þ.h. sem draga í sig hljóð. • Hafa skilaboð skrifleg, t.d. skrifa „ganga frá“ á töfluna í staðinn fyrir að kalla það yfir bekkinn. Hönnun og reynsla Sagt var frá hönnun Ingunnarskóla sem var byggður á árunum 1999-2005 þar sem farið var sérstaklega í hljóðvistarhönnun því skólinn er byggður upp af svokölluðum „opnum rým- um“. Rætt var um að slíkt fyrirkomulag stæði og félli algjörlega með hljóðhönnun skólans og í honum var hljóðdeyfing höfð alls staðar sem eins og best verður á kosið. Lovísa Jóhannesdóttir, kennari í Ingunnar- skóla, sagði svo frá reynslu kennara af bygg- ingunni. Í skólanum eru stór opin rými þar sem kennsla fer fram og kennarar vinna saman í teymum. Árgöngum er blandað á hverju svæði og allt að 100 nemendur geta verið að vinna á sama svæðinu. Kennarar eru ánægðir með hljóðvistina en eðlilega er þó alltaf kliður og því er reynt að skipta rýmum upp og draga úr hávaða með færanlegum húsgögnum. Einnig hafa sums staðar verið settir upp glerveggir með hurð og er þá hægt að hafa opið/lokað eftir því sem hentar. Skipulag kennslu hefur einnig verið endur- skoðað með tilliti til eðlis hennar og hefur t.d. listgreinakennsla verið færð úr sameiginlegu rými yfir í sérrými þar sem blöndun hennar við bóknám hentaði ekki vel. Í aðalrými skólans er bæði anddyri, salur, bókasafn og matsalur og þar er mikil „umferð“ og kliður. Því miður hefur það leitt til þess að margir veigra sér við að nota salinn og bókasafnið eins og skyldi. Margir kostir eru við þessa hönnun en líka einhverjir gallar. Á sumum göllum hefur fundist lausn en í öðrum er enn verið að vinna. Reynslan hefur sýnt að nauðsynlegt er að hafa val um að geta stúkað af. Kostirnir felast m.a. í skemmtilegum möguleikum í kennslu og samvinnu nemenda annars vegar og kennara hins vegar. Lovísa sagði að hún teldi að flestir kennaranna væru ánægðir með þetta fyrir- komulag og sjálf myndi hún ekki vilja snúa til baka í hefðbundið skólahúsnæði. Hafdís Dögg Guðmundsdóttir Höfundur er starfsmaður Félags tónlistarskólakennara (FT) og vinnuumhverfisnefndar KÍ.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.