Skólavarðan - 01.11.2009, Qupperneq 8

Skólavarðan - 01.11.2009, Qupperneq 8
FRéTTIR OG TILKYNNINGAR SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 9. ÁRG. 20098 Margrét Gunnarsdóttir hefur verið ráðin til að sinna ráðgjöf um starfsendurhæfingu til félagsmanna KÍ. Ráðgjöf á sviði starfsendurhæfingar er ný þjónusta sem er samvinnuverkefni stéttar- félaga og Virk, Starfsendurhæfingarsjóðs. Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku. Það er m.a. gert með því að auka virkni og efla endurhæfingu og önnur úrræði. Sjá nánari upplýsingar um Starfsendurhæf- ingarsjóð á www.virk.is Verkefni ráðgjafa er að hitta félagsmenn sem vegna veikinda eða slysa eru frá vinnu eða eiga á hættu að hverfa frá vinnu vegna veikinda. Margrét Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem ráðgjafi til að sinna félagsmönnum Kennara- sambandsins. Hún er með aðstöðu í Borgar- túni 6. Hægt er að hafa samband við Margréti í síma 588 8396. Ráðgjöfin tekur mið af aðstæðum hvers og eins, með það að markmiði að viðkomandi einstaklingur nái sem mestri færni og geti snúið til starfa á ný. Lögð er áhersla á jákvæða nálgun og gott samstarf. Ráðgjöfin er félags- mönnum að kostnaðarlausu. Þjónusta ráðgjafa felst m.a. í: • Mati á starfshæfni sem tekur mið af heilsu- farslegum jafnt sem félagslegum þáttum. • Aðstoð við gerð og eftirfylgni einstaklings- bundinnar virkniáætlunar. 1. gr. – Sjúkradagpeningar 1. Sjúkrasjóður KÍ greiðir sjúkradagpeninga til sjóðfélaga sem eru í starfi en lenda tímabundið út af launaskrá eða verða fyrir skerðingu á launum vegna veikinda eða slysa. 2. Sjóðfélagar fá greidda sjúkradagpeninga 6.600 kr. á dag miðað við fullt starf síðast- liðna tólf mánuði eða samkvæmt meðal- starfshlutfalli þann tíma. Sjúkradagpen- ingar greiðast þó ekki lengur en ráðningu er ætlað að standa. 3. Sjúkradagpeningar greiðast í allt að 360 daga vegna veikinda sjóðfélaga. Greiddir eru 30 dagar í mánuði. Þá greið- • Leiðbeiningum um réttindi, greiðslur og ýmsa þjónustu. • Að útvega aðstoð hjá sérfræðingum, svo sem iðjuþjálfum, sjúkraþjálfurum, græð- urum, læknum, sálfræðingum, félagsráð- gjöfum, faghandleiðurum, náms- og starfs- ráðgjöfum og fleirum. • Að koma á samstarfi einstaklings, atvinnu- rekanda hans og fagaðila til að auka starfs- hæfni starfsmanns. • Kynningum og samstarfi við vinnumark- aðinn, stéttarfélög, trúnaðarmenn og heil- brigðisþjónustu um starfsendurhæfingu og möguleg úrræði. Rannsóknir sýna að mikilvægt er að nýta tím- ann í veikindaleyfi á uppbyggilegan hátt eftir getu til að viðhalda og ná sem bestri heilsu og færni á ný. Endurhæfingu er best að hefja sem fyrst í veikindaferlinu og getur þá verið gott að fá ráðgjöf og stuðning sérhæfðra fagaðila til að ná sem bestum árangri. Kynningarbæklingur um Starfsendur- hæfingarsjóð: www.virk.is/static/files/ kynningarefni/VIRK_fjorbl._mars.2009.pdf Dæmi um feril vegna endurhæfingar: www.virk.is/static/files/ Ferill_Endurhaefingarsj-6.pdf Ráðgjafi á sviði starfsendurhæfingar ráðinn til starfa hjá KÍ Aðalfundur Félags stjórnenda, FS, var haldinn í Keflavík 5. júní sl. Mest var rætt um kjaramál og réttarstöðu félagsmanna á erfiðum tímum. Á myndinni má sjá stjórn félagsins: f.v. Ása Nanna Mikkelsen gjaldkeri (FSU), Steinunn Inga Óttarsdóttir ritari og varaformaður (MK) og Elísabet Siemsen meðstjórnandi (FG). Stefán Andrésson formaður (FB) situr en á myndina vantar Guðmund Guðlaugsson meðstjórnanda (BHS). ast sjúkradagpeningar í allt að 360 daga til sjóðfélaga sem verða fyrir tekju- skerðingu sem er afleiðing alvarlegra lang- tímaveikinda maka eða barna, enda hafi veikindin staðið í a.m.k. þrjá mánuði. 4. Sjúkradagpeningar að viðbættum örorku- lífeyri frá lífeyrissjóðum eða Trygginga- stofnun ríkisins geta aldrei numið hærri fjárhæð en sem nemur launaskerðingu sjóðfélaga. 5. Í sérstökum tilvikum er sjóðsstjórn heim- ilt að greiða sjúkradagpeninga í allt að sex mánuði eftir að ráðningartímabili lýkur. Sjúkradagpeningar hækkaðir Sjúkradagpeningar voru hækkaðir við endurskoðun úthlutunarreglna Sjúkrasjóðs Kennarasambands Íslands nýverið. Reglurnar tóku gildi 1. október sl. Sjúkradagpeningar eru nú kr. 6.600 á dag en voru áður kr. 5.800. Fyrsta grein úthlutunarreglna fjallar um sjúkradagpeninga og er svohljóðandi:

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.