Skólavarðan - 01.11.2009, Qupperneq 6

Skólavarðan - 01.11.2009, Qupperneq 6
6 SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 9. ÁRG. 2009 gegn um aðrar eins píslir. Foreldrum fyrri ára- tuga var þó vorkunn þar sem þá tíðkaðist ekki það nána samstarf heimila og skólastofn- ana, a.m.k. á grunnskólastigi, sem nú er regla frekar en undantekning. Sem móðir fimmtán ára unglings í tíunda bekk hef ég á liðnum árum fengið ómetan- lega innsýn í hans skólagöngu, allt frá leik- skólaárunum til dagsins í dag. Vissulega hlýtur sú innsýn að vera í formi „einsögunnar“, frekar en fræðilegrar úttektar. Að eiga barn í skóla hlýtur þó að vera besta leiðin til að kynnast skólakerfinu fyrir þá sem ekki starfa innan þess sjálfir. Það sem einna oftast hefur komið upp í minn huga, sem móður skólabarns á liðnum árum, er hve miklu skemmtilegra ég held það hljóti að vera í skólanum núna en á minni tíð. Alveg frá leikskólastiginu, sem samkvæmt skilgreiningu mun nú flokkast sem fyrsta skólastigið, er verið að vinna með skynjun og skilning ungviðisins á skemmtilegan og mann- bætandi hátt. Oft hefur mér þótt framlag leik- skólakennara vanmetið – svo sannarlega til launa. Þegar fóstrur áttu í kjarabaráttu fyrir nokkrum árum varpaði ég því fram í alvöru að þær mættu vel vera á ráðherralaunum, svo mikilvægt væri framlag þeirra til fyrstu skrefa barnanna okkar í skólakerfinu. (Að gefnu tilefni vona ég innilega að hið fallega nafn fóstra, eða fóstri, fái að að halda sér sem starfsheiti í íslensku máli). Svo hratt sé farið yfir sögu þá er núna alveg einstaklega gaman að fylgjast með fallegum og frjálslegum krökkum í tíunda bekk Hagaskóla æfa sig fyrir Skrekkinn, hæfileikakeppnina, sem reynir fyrst og fremst á frumkvæði og sköpunarkraft þeirra sjálfra og endar með úrslitum á sviði Borgarleikhússins. Í fyrra fengu þau svo að breyta skólanum sínum í „Litlu-Ítalíu“. Hver bekkur fékk úthlutað einni ítalskri borg og skólastofunum var umbylt í samræmi við það. Það var ekki lítið gaman að rölta á milli tískuborgarinnar Mílanó, mafíubæla á Sikiley, síkjanna í Feneyjum og keisarahalla í Róm, svo að eitthvað sé nefnt. Að kvöldi lokadags þessa Ítalíuátaks fengu krakkarnir síðan að snæða kvöldverð við kertaljós í fagurlega skreyttum stofunum, orðin margs vísari um sögu og menningu þessa merka lands. Gamlir Hagskælingar í hópi foreldra fengu næstum því kökk í hálsinn af hrifningu yfir því hvernig þarna tvinnuðust saman skemmtun, sköpun og fróðleikur. Vissulega má þó alltaf bæta í skólastarfi. Sumir vankantar koma vissulega til af fjár- skorti frekar en skorti á góðum vilja. Bekkir eru t.d. ennþá oft allt of fjölmennir og erfitt að ímynda sér þann kennara sem ekki tekur undir það. Þá sýnist mér að þrátt fyrir það sem hér er á undan talið megi enn leggja meiri áherslu á munnlega tjáningu. Á það jafnt við um erlend tungumál og þjálfun í að setja móðurmálið fram með skýrum hætti. Það háir mörgum fullorðnum að vera óskýrmæltir og sérstaklega mætti mörg konan læra að beita röddinni betur. Síðan býður fjölþjóðasamfélagið, sem orðið er til í skólunum, auðvitað upp á nýjar ögranir og viðfangsefni. Hvaða mál tala börnin t.d. heima hjá sér? Oft eru fleiri en eitt eða tvö tungumál í gangi í umhverfi þeirra utan skóla- stofunnar. Er slíkt „vandamál“ eða býður það hugsanlega upp á aukinn skilning og mál- þroska? Á þessu hausti hef ég sjálf fengið að upp-lifa kennslu hinum megin borðsins þar sem ég hef endrum og eins tekið að mér að kenna ensku í forföllum við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Ekki er nú ástæða til að stæra sig af þeim „langa ferli“ í menntakerfinu en sú stutta reynsla hefur þó komið mér gleðilega á óvart. Sem unglingamóðir þurfti ég sem betur fer ekki að takast á við „unglingahræðsluna“ sem hrjáir marga sem þekkja lítið til þessa þjóðflokks af eigin raun. Ég vissi fyrir að unglingar eru besta fólk og að þetta stig milli bernsku og fullorðinsára er afar áhugavert fyrir þá sem á annað borð hafa áhuga á mannssálinni. Ég hefði hins vegar ekki trúað því að óreyndu hvað það er gaman og gefandi að kenna, a.m.k. við stofnun þar sem stemmningin er jafn jákvæð og góð og í FSU, jafnt í skólastof- unni sem á kennarastofunni. Ég er því eigin- lega komin hringinn og sýnist, miðað við eigin „einsögulegu„ reynslu, íslenska skólakerfið frekar hafa gengið til góðs götuna fram eftir löngum veg. Hildur Helga Sigurðardóttir Höfundur er blaðamaður. Hver bekkur fékk úthlutað einni ítalskri borg og skólastofunum var umbylt í samræmi við það. Það var ekki lítið gaman að rölta á milli tískuborgarinnar Mílanó, mafíubæla á Sikiley, síkjanna í Feneyjum og keisarahalla í Róm, svo að eitthvað sé nefnt. GESTASKRIF: HILdUR HELGA SIGURÐARdóTTIR

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.