Kauphöllin - 01.12.1932, Blaðsíða 19

Kauphöllin - 01.12.1932, Blaðsíða 19
KAUPHÖLLIN 19 augnalok barnsins voru hálf opin, og- sá i hálfs sjáaldrið; augun brostin, glampa- laus, stirðnuð. Hryllilegt hugboð greip Lucien; hann lagði munn sinn fast að munni litlu stúlkunnar; engan andar-' drátt að finna. Meðan Lucien var að vinna sér inn fé í spilum með gulldalnum sem hann hafði stolið frá þessum munaðarleys- ingja, hafði barnið orðið úti, dáið úr kulda! Ógurleg angist tók fyrir kverkar Lucien, hann ætlaði að reka upp óp . . . og við það vaknaði hann af mörunni, á klúbb-bekknum þar sem hann hafði sofnað rétt fyrir miðnætti, en þegar þjónninn fór út síðastur allra undir klukkan fimm um morguninn, hafði hann látið hann í friði, af brjóstgæð- um við hann, féleysingjann. Glýjaður desembermánaðar morgun- roðinn varpaði fölum bjarma á glugga- rúðurnar. Lucien gekk út, veðsetti úrið sitt, tók sér laugar, át dagverð, og hélt til nýliða-skrifstofu til þess að rita sig á sjálfboða-skrá í fyrstu hersveit afrík- anskra veiðiliða. Nú er Lucien de Hem orðinn lautin- ant; hann hefir aðeins kaup sitt til að lifa af, en það nægir honum, með því að’hann er mjög reglusamur maður og tekur aldrei á spilum. Hann virðist jafnvel enn hafa ráð á að leggja upp fé; því að á dögunum gekk einn félagi hans í Alzír í humátt á eftir honum inn í bratta götu, sem liggur upp að stjórn- arhöllinni, og sá hann gefa ölmusu lítilli spænskri stúlku, er svaf þar undir porti; hann var svo hnýsinn að skoða hvað Lucien hefði gefið þessari förumey. Maðurinn varð steinhissá á örlæti laut- inantsins fátæka. Lucien de Hem hafði lagt gulldal í hönd litlu stúlkunnar. Heð IBgnm er bannað að selja snjðrllU useð meir en 5°|0 af smjðri — en þrátt fyrir það býðst yðar ná með 101 ai besta r|émabússm|ðrl. Til jðlanna kaapa alíar bnsmæðnr bjóhabAsshjörlíkib. Kaupbætismiði með Rjómabússmjörlíkinu. — Rjómabús- smjörlíkið inniheldur 5% af besta rjómabússmjöri, en til jóla afhendum vjer ennfremur y2 pund af fyrsta flokks rjómabússmjöri gegn hverjum tíu kaupbætismiðum, sem því fylgja. Á þennan hátt fáið þjer 5% af smjöri í smjör- líkinu og önnur 5% með því. íslenðingar! Látið árið marka spor í viðskiptum vðar við EIMSKIP

x

Kauphöllin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kauphöllin
https://timarit.is/publication/1198

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.