Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1891, Side 55
Stjórnartíðindi 1891 C. 14.
53
Bptir skýrslunum um mannfjölda 31. dosbr. 1839 samanbornum við fólksfjöldann
31. desbr. 1888 vautar þaunig á öllu landinu 739 upp á tölu þá, er búast mætti við,
eptir skýrslunum um fædda og dána á tímabilinu frá 1. janúar til ársloka. þessi mis-
munur mun að nokkru leyti stafa af útflutningum og utanferðum, þó að það geti naum-
ast náð nokkurri átt, að svo margir liafi farið af landi burt það ár. Síðara árið eiga
170 manns að hafa fluttzt inn í landið, auk mismunarins á fæddum og dánum, og er
munurinn Iangmestur í Múlasýslunum og Norður-Isafjarðarsýslu; að nokkru leyti getur
þetta því verið fólgið í útlendum síldarveiðamönnum og hvalveiðamönnum, en þó eru
meiri líkindi til, að skýrslur prestanna sjeu ekki allskostar nákvæmar. þegar skýrslur
um manntalið 1. nóv. 1890 koma út (frá Statistisk Bureau), sjest væntanlega nákvæmar,
hvernig þessum mismun víkur við.
Skýrslan um mannfjölda í kaupstöðum og verzlunarstöðum er dregin út úr presta-
skýrslunum; þar sem skýrslurnar sýndu ekki glögga aðgreining á býlum þeim, er til-
heyra verzlunarstöðunum og öðrum býlum í sóknunum, hefur verið leitað upplýsinga hjá
kunnugum mönnum, um hvað til þeirra beri að telja. Af skýrslunni sjest^ að árið 1889
hafa 136 af hverju þúsundi landsmanna búið í kaupstöðum og verzlunarstöðum, en árið
1890 140 af þúsundi, eða því sem næst 7. hver maður bæði árin.
Skýrslurnar bera með sjer, að kvennmenn eru tiltölulega talsvert fleiri í kaup-
stöðum og verzlunarstöðum en annarsstaðar á landinu. Af öllum landsbúum voru árið
1889 47,2 af hundraði karlmenn, en 52,8 af hundraði kvennmenn og árið 1890 47,4 af
hundraði karlmenn, en 52,6 kvennmenn. Af kaupstaðar- og verzlunarstaða-búum voru
árið 1889 að eins 45,7 af hundraði karlmenn, en 54,3 kvennmenn, og árið 1890 45,8 af
huudraði karlmenn og 54,2 kvennmenn, en af þeim, sem ekki bjuggu í kaupscöðum og
verzlunarstöðum, voru þar á móti 1889 47,5 af hundraði karlmenn, en 52,5 kvennmenn,
og árið 1890 47,4 af hundraði karlmenn, en 52,6 kvennmenn.