Ljóðormur - 01.12.1990, Side 10

Ljóðormur - 01.12.1990, Side 10
8 Steinunn Ásmundsdóttir -JTn\ Steinunn Ásmundsdóttir Opinskátt leyndarmál Þú veist það ekki — ekki ennþá, að ég ætla alltaf að vera hjá þér og gæta þín um leið og þú gætir mín. Ég ætla að sjá til þess að augun þín grænu fyllist ekki hryggð né vanmætti, að bakið þitt beina bogni ekki íyrir vonbrigðum, að hugur þinn margbrotinn þjáist ekki af myrkurdraugum. Og svo ætla ég að biðja þig að halda fast utan um mig. Kvöldbrot Hálfrökkur í marrandi snjónum við stóðum í rauðu biðskýli og biðum eftir brottför þinni til fiskibæjar í suðri og öll þessi angist sem braust um í hjartanu grét í tímagöt fjarlægða ástin eins og lífið; traust jörð eða örþunn skel — eftir atvikum síðan hef ég saknað þín sárt.

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.