Ljóðormur - 01.12.1990, Side 33

Ljóðormur - 01.12.1990, Side 33
Elísabet Jökulsdóttir 31 von á einhverju. Barnið grætur ákaft. Hún gefúr því brjóst. 2. sena Kletturinn opnast og álfkona stígur út. Ungu stúlkunni bregður. Hún þrýstir baminu fast að sér. Og horfir á álfkonuna. Þegar þær hafa horft hvor á aðra, tekur stúlkan barnið og álfkonan tekur við því. Og hverfur inn í klettinn. Stúlkan er örmagna af sorg. Stjömurnar skína allar. Tunglið er fullt. 3- sena Unga stúlkan kemur að klettinum að tíma liðnum. Fjögurra ára gamalt barn er að leik hjá klettinum. En stúlkan sér ekki barnið. Hún lítur í kringum sig, einsog hún búist við að hitta einhvern. Barnið hleypur um og leikur sér. Stúlkan gengur alveg að klettinum. Þar finnur hún þykka bók. Á kjölinn er ritað: Álfasögur. Tilbrigði við herbergi og sól 1. sena Hvítt herbergi. Ungur maður liggur í rúmi undir glugga með hvítt lak yfir sér. Sólin kemur inn um gluggann. Stúlka kemur inn um hvíta hurð. Hún fer hægt í hringi í herberginu og dansar hægan dans við sólargeislana. Maðurinn rís upp til hálfs og horfir á stúlkuna. Hún dansar áfram.

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.