Ljóðormur - 01.12.1990, Side 39

Ljóðormur - 01.12.1990, Side 39
Jón frá Pálmholti 37 Jón frá Pálmholti Viðtal „Ég hugsa og þessvegna er ég til“ Dcscartes Á ferð minni um hringveg fljótsins reyni ég að fanga hugsanir mínar á öruggum stað í tryggu skjóli svo þær fljúgi ekki burt útá víðáttur gleymskunnar. Þér sem inni bíður í þögn vil ég bjóða út til mín að hlusta með mér á söng daganna. Leggir þú eyra við erindi þeirra geturðu kannski brotist út úr einangrun vanans og tekið undir söng okkar hinna meðan ferðin heldur áfram. En sumt verður aldrei sagt og oít komum við að lokuðum dyrum. Hversu undarlegt sem það er kjósa margir að þegja. Ef þú aðeins vissir hve söngur tímans er lifandi kæmirðu strax í dag að dansa við undirleik öldunnar sem vaggar móðurskipinu í takt við lifandi söng okkar mannanna sem enn vitum fátt hver um annan. Ég er til og þessvegna hugsa ég. Þessvegna hugsa ég og syng og reyni að finna þinn hug í mér og reyni að skynja minn hug í þér meðan við siglum niður fljótið. Söngurinn er ævinlega gamall en ævinlega nýr þegar við hlustum.

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.