Ljóðormur - 01.12.1990, Side 21

Ljóðormur - 01.12.1990, Side 21
Konstantínos Kavafís 19 Konstantínos Kavafís Biðin eftir barbörunum Eftir hverju erum við að bíða, samankomin hér á torginu? Barbaramir em væntanlegir í dag. Hví liggur öll vinna niðri í öldungaráðinu? Hví sinna ekki öldungamir löggjafarstörfum? Vegna þess að barbaramir koma í dag. Hví skyldu öldungamir fást við lagasmíð núna? Þegar barbaramir em komnir setja þeir sín lög. Hví er keisari vor risinn úr rekkju svo árla dags og trónir nú á hásæti við aðal-borgarhliðið í embættisskrúða, með kórónu á höfði? Vegna þess að barbaramir koma í dag. Og keisarinn bíður þess að taka á móti höfðingja þeirra. Hann hefur búið sig undir að færa honum bókrollu að gjöf með sæg af titlum og nafngiftum honum til handa. Hví em ræðismenn vorir báðir og yfírdómarar á ferli í dag sveipaðir skikkjum sínum, skarlatsskikkjunum með ísaumnum? Hví bera þeir armbönd alsett ameþystum og fingurgull með glitrandi smarögðum? Hví hafa þeir nú tekið sér dýrindis staf í hönd fagurlega ígreyptan silfri og gulli? Vegna þess að barbararnir koma í dag og barbarar fá glýju í augun þegar þeir sjá þetta. Hví koma ekki vorir ágætu mælskumenn einsog vanalega

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.